Innlent

Vilja skoða laun ljósmæðra í verkfallinu

Þórunn Sveinbjarnadóttir, formaður BHM.
Þórunn Sveinbjarnadóttir, formaður BHM. Fréttablaðið/Vilhelm
Íslenska ríkið hefur óskað eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ljósmæðra frá 30. maí. Þar var ríkið dæmt til að greiða fimm ljósmæðrum vangoldin laun fyrir vinnu sem þær inntu af hendi meðan á verkfalli Ljósmæðrafélags Íslands stóð vorið 2015. Í tilkynningu frá BHM, segir að þetta sé köld kveðja til ljósmæðra.

Margar ljósmæður náðu að skila nánast fullri vinnuskyldu í verkfallinu en engu að síður ákvað ríkið að halda eftir stórum hluta launa þeirra. Í dómi héraðsdóms var fallist í einu og öllu á kröfur stefnenda hvað varðar fjárhæðir vangoldinna launa og að auki var ríkið dæmt til að greiða þeim málskostnað. Í áfrýjunarbeiðninni kemur fram að Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sem fer með mál er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, telji brýnt að dómur héraðsdóms sæti endurskoðun.

Ljósmæður búa sig um þessar mundir undir að hefja kjaraviðræður við ríkið. Í tilkynningunni segir að BHM styðji félagið í baráttu þess enda samræmist það hvorki ákvæðum kjarasamninga né meginreglum vinnuréttar að starfsmenn fái ekki greitt fyrir þá vinnu sem þeir inna af hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×