Sett nálgunarbönn fari eftir geðþótta Sæunn Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2017 06:00 Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir lög um nálgunarbann ekki yfir gagnrýni hafin. Fréttablaðið/Pjetur „Það sem þarf að gera er að fólk komi með upplýsingar og láti okkur helst vita jafnóðum svo við séum með þetta skráð í kerfi. Þannig, ef um áreiti er að ræða, séum við að safna upplýsingum um leið og atvikin verða,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, aðspurð um hvernig sé best að óska eftir nálgunarbanni. „Það er sterkara en að koma með þetta í einum bunka því í greinargerð í lögunum skiptir saga viðkomandi máli og hvort eitthvað hafi ítrekað gerst og svoleiðis. Þetta telur inn í það ef um slíkt er að ræða,“ segir Alda Hrönn. „Sagan skiptir máli.“ Hanna Kristín Skaftadóttir vakti nokkra athygli á fimmtudaginn síðastliðinn þegar hún varpaði fram spurningu um hvernig hægt væri að fá nálgunarbann en hún hefur óskað eftir nálgunarbanni gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum, Magnúsi Jónssyni sem áður var forstjóri Atorku. Hún hefur kært hann til lögreglu fyrir heimilisofbeldi.Tíu synjað og fjórtán samþykkt Það sem af er ári hefur tíu beiðnum um nálgunarbönn verið synjað en fjórtán verið samþykktar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2016 voru 25 beiðnir samþykktar en sautján hafnað. Árið áður fengu tólf beiðnir synjun en 33 voru samþykktar. Í tveimur tilfellum vantaði upplýsingar til að taka ákvarðanir. Alda Hrönn segir að nálgunarbönn séu unnin innan þröngs tímaramma. „Samkvæmt lögum eigum við að taka ákvörðun innan sólarhrings frá því að beiðni berst.“ Hún bendir á að það sé ekki nákvæmlega skilgreint í lögum hvað þurfi til að dæma einhvern í nálgunarbann. „Það er kannski það sem mætti alveg vera aðeins skýrara og fólk er ekki alveg sammála um hvað þarf. Það er byggt á mati hvers og eins sem er að taka ákvörðunina hverju sinni hvað þurfi til.“ „Þetta eru lög frá 2011 og þau eru í þróun og við höfum reynt að þróa þau sérstaklega frá árinu 2015 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er allt í þróun og það þarf að halda því áfram, það er ekkert hafið yfir gagnrýni. En það mætti koma nákvæmari lýsingu í lagákvæðið sjálft, sérstaklega um hversu hár þröskuldurinn eigi að vera. Hvaða grunnkröfur ætlum við að gera til að óska eftir nálgunarbanni?“ spyr Alda.Stundum afhentur neyðarhnappur Í lögum kemur fram að hægt sé að óska eftir nálgunarbanni gegn einhverjum sem hefur brotið gegn manneskju eða raskað friði hennar á annan hátt. „Við höfum oft betur skilgreint brotin en hvað er að raska friði annarrar manneskju? Þetta er bara mat hverju sinni og er háð því.“ Hún bendir á að það sé mismunandi eftir fólki hverju sinni. Möguleiki sé þó á að kæra niðurstöðu sé ekki fallist á bannið. „Það þarf að kæra innan mánaðar, þá er farið yfir ákvörðunina og endurmat fer fram.“ Í einhverjum tilfellum hefur fólki sem óskar eftir banni verið afhentur neyðarhnappur. Alda segir það þó ekki gert í öllum tilfellum, enda um dýran tækjakost að ræða. „Það er háð ákveðnum kríteríum sem eru svolítið miklar og það virkar ekki alltaf heldur. Þetta fer eftir aðstæðum í hverju máli fyrir sig. Það er hins vegar meðalhóf sem við beitum.“Önnur úrræði en nálgunarbann virka Neyðarhnappur er í boði í þeim málum sem það á við, að sögn Öldu en svo eru önnur úrræði. Alda Hrönn vill ekki skilgreina þau betur opinberlega. „Við reynum að veita fólki öryggi svo því líði eins og það sé öruggt með ákveðnum hætti. Við erum klárlega með úrræði og önnur úrræði en nálgunarbönn hafa verið að virka.“ Alda bendir að lokum á að fleiri en einn aðili getur óskað eftir nálgunarbanni. „Það er talað um það sérstaklega að sá sem sætir ógn eða áreiti geti óskað eftir nálgunarbanni, en það geta nánir aðstandendur gert líka, auk þess sem barnavernd getur stigið inn. Svo getur lögreglustjóri ákveðið það í einhverjum tilfellum. Ef lögregla telur að ógn steðji að. Þá þarf viðkomandi ekki að bera ábyrgð á að hafa óskað eftir því." Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
„Það sem þarf að gera er að fólk komi með upplýsingar og láti okkur helst vita jafnóðum svo við séum með þetta skráð í kerfi. Þannig, ef um áreiti er að ræða, séum við að safna upplýsingum um leið og atvikin verða,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, aðspurð um hvernig sé best að óska eftir nálgunarbanni. „Það er sterkara en að koma með þetta í einum bunka því í greinargerð í lögunum skiptir saga viðkomandi máli og hvort eitthvað hafi ítrekað gerst og svoleiðis. Þetta telur inn í það ef um slíkt er að ræða,“ segir Alda Hrönn. „Sagan skiptir máli.“ Hanna Kristín Skaftadóttir vakti nokkra athygli á fimmtudaginn síðastliðinn þegar hún varpaði fram spurningu um hvernig hægt væri að fá nálgunarbann en hún hefur óskað eftir nálgunarbanni gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum, Magnúsi Jónssyni sem áður var forstjóri Atorku. Hún hefur kært hann til lögreglu fyrir heimilisofbeldi.Tíu synjað og fjórtán samþykkt Það sem af er ári hefur tíu beiðnum um nálgunarbönn verið synjað en fjórtán verið samþykktar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2016 voru 25 beiðnir samþykktar en sautján hafnað. Árið áður fengu tólf beiðnir synjun en 33 voru samþykktar. Í tveimur tilfellum vantaði upplýsingar til að taka ákvarðanir. Alda Hrönn segir að nálgunarbönn séu unnin innan þröngs tímaramma. „Samkvæmt lögum eigum við að taka ákvörðun innan sólarhrings frá því að beiðni berst.“ Hún bendir á að það sé ekki nákvæmlega skilgreint í lögum hvað þurfi til að dæma einhvern í nálgunarbann. „Það er kannski það sem mætti alveg vera aðeins skýrara og fólk er ekki alveg sammála um hvað þarf. Það er byggt á mati hvers og eins sem er að taka ákvörðunina hverju sinni hvað þurfi til.“ „Þetta eru lög frá 2011 og þau eru í þróun og við höfum reynt að þróa þau sérstaklega frá árinu 2015 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er allt í þróun og það þarf að halda því áfram, það er ekkert hafið yfir gagnrýni. En það mætti koma nákvæmari lýsingu í lagákvæðið sjálft, sérstaklega um hversu hár þröskuldurinn eigi að vera. Hvaða grunnkröfur ætlum við að gera til að óska eftir nálgunarbanni?“ spyr Alda.Stundum afhentur neyðarhnappur Í lögum kemur fram að hægt sé að óska eftir nálgunarbanni gegn einhverjum sem hefur brotið gegn manneskju eða raskað friði hennar á annan hátt. „Við höfum oft betur skilgreint brotin en hvað er að raska friði annarrar manneskju? Þetta er bara mat hverju sinni og er háð því.“ Hún bendir á að það sé mismunandi eftir fólki hverju sinni. Möguleiki sé þó á að kæra niðurstöðu sé ekki fallist á bannið. „Það þarf að kæra innan mánaðar, þá er farið yfir ákvörðunina og endurmat fer fram.“ Í einhverjum tilfellum hefur fólki sem óskar eftir banni verið afhentur neyðarhnappur. Alda segir það þó ekki gert í öllum tilfellum, enda um dýran tækjakost að ræða. „Það er háð ákveðnum kríteríum sem eru svolítið miklar og það virkar ekki alltaf heldur. Þetta fer eftir aðstæðum í hverju máli fyrir sig. Það er hins vegar meðalhóf sem við beitum.“Önnur úrræði en nálgunarbann virka Neyðarhnappur er í boði í þeim málum sem það á við, að sögn Öldu en svo eru önnur úrræði. Alda Hrönn vill ekki skilgreina þau betur opinberlega. „Við reynum að veita fólki öryggi svo því líði eins og það sé öruggt með ákveðnum hætti. Við erum klárlega með úrræði og önnur úrræði en nálgunarbönn hafa verið að virka.“ Alda bendir að lokum á að fleiri en einn aðili getur óskað eftir nálgunarbanni. „Það er talað um það sérstaklega að sá sem sætir ógn eða áreiti geti óskað eftir nálgunarbanni, en það geta nánir aðstandendur gert líka, auk þess sem barnavernd getur stigið inn. Svo getur lögreglustjóri ákveðið það í einhverjum tilfellum. Ef lögregla telur að ógn steðji að. Þá þarf viðkomandi ekki að bera ábyrgð á að hafa óskað eftir því."
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00