Freydís Björg er mætt fyrir utan H&M og ætlar að bíða í sólarhring í röðinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 13:50 Eins og sjá má á niðurtalningunni fyrir aftan Freydísi er enn tæpur sólahringur í opnun H&M. Vísir/Sylvía Rut „Ég mætti þegar það var einn sólahringur og 22 mínútur í opnun,“ segir Freydís Björg Óttarsdóttir en hún situr á rauða dreglinum fyrir utan H&M í Smáralind. Freydís var sú fyrsta til þess að mæta en búist er við langri röð þegar verslunin opnar á hádegi á morgun. „Ég elska H&M. Alltaf þegar ég fer til útlanda þá versla ég geðveikt mikið,“ segir Freydís í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún sé mætt svona snemma að bíða fyrir utan verslunina. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún ætli að kaupa og er ótrúlega spennt að sjá verslunina. „Ég ætla bara að versla fyrir gjafabréfið mitt og sjá svo til.“ H&M hafði auglýst að fyrsti viðskiptavinurinn í röðinni fær 25.000 króna gjafabréf í verslunina.Fær að fara fimm sinnum á salernið Hún hefur ekki áhyggjur af því að geta ekki borðað eða að þurfa að fara á salernið. „Vinkona mín ætlar að koma og færa mér mat. Svo get ég fimm sinnum fengið svona pásupassa, þá má ég fara á salernið og ef ég verð komin aftur til baka eftir 20 mínútur þá má ég fara aftur á minn stað í röðinni. Öryggisverðir sjá um þetta.“Freydís segir að H&M sé biðarinnar virðiVísir/Sylvía RutFreydís græðir 25.000 krónur á því að bíða í rúmar 24 klukkustundir í röð en henni finnst það algjörlega þess virði. „Ég er nemi í hárgreiðslu og er ekki í skólanum á föstudögum og var ekki að vinna í dag. Ég er með opið Snapchat með notendanafnið frella00 og hef sýnt á Snapchat að ég er mætt. Fólk hefur miklar áhyggjur af því að ég nái ekki að borða eða fara á salernið. Ég er búin að fá sendar ótrúlega margar spurningar.“ Freydís mætti með símann sinn og heyrnatól svo að hún hefði einhverja afþreyingu á meðan hún bíður. „Ég átti alls ekki von á því að vera fyrst,“ segir Freydís en hún hafði beðið ein í rúma klukkustund þegar blaðamaður hitti hana „H&M er uppáhalds búðin mín svo þetta er bara gaman.“ H&M Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
„Ég mætti þegar það var einn sólahringur og 22 mínútur í opnun,“ segir Freydís Björg Óttarsdóttir en hún situr á rauða dreglinum fyrir utan H&M í Smáralind. Freydís var sú fyrsta til þess að mæta en búist er við langri röð þegar verslunin opnar á hádegi á morgun. „Ég elska H&M. Alltaf þegar ég fer til útlanda þá versla ég geðveikt mikið,“ segir Freydís í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún sé mætt svona snemma að bíða fyrir utan verslunina. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún ætli að kaupa og er ótrúlega spennt að sjá verslunina. „Ég ætla bara að versla fyrir gjafabréfið mitt og sjá svo til.“ H&M hafði auglýst að fyrsti viðskiptavinurinn í röðinni fær 25.000 króna gjafabréf í verslunina.Fær að fara fimm sinnum á salernið Hún hefur ekki áhyggjur af því að geta ekki borðað eða að þurfa að fara á salernið. „Vinkona mín ætlar að koma og færa mér mat. Svo get ég fimm sinnum fengið svona pásupassa, þá má ég fara á salernið og ef ég verð komin aftur til baka eftir 20 mínútur þá má ég fara aftur á minn stað í röðinni. Öryggisverðir sjá um þetta.“Freydís segir að H&M sé biðarinnar virðiVísir/Sylvía RutFreydís græðir 25.000 krónur á því að bíða í rúmar 24 klukkustundir í röð en henni finnst það algjörlega þess virði. „Ég er nemi í hárgreiðslu og er ekki í skólanum á föstudögum og var ekki að vinna í dag. Ég er með opið Snapchat með notendanafnið frella00 og hef sýnt á Snapchat að ég er mætt. Fólk hefur miklar áhyggjur af því að ég nái ekki að borða eða fara á salernið. Ég er búin að fá sendar ótrúlega margar spurningar.“ Freydís mætti með símann sinn og heyrnatól svo að hún hefði einhverja afþreyingu á meðan hún bíður. „Ég átti alls ekki von á því að vera fyrst,“ segir Freydís en hún hafði beðið ein í rúma klukkustund þegar blaðamaður hitti hana „H&M er uppáhalds búðin mín svo þetta er bara gaman.“
H&M Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira