Freydís Björg er mætt fyrir utan H&M og ætlar að bíða í sólarhring í röðinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 13:50 Eins og sjá má á niðurtalningunni fyrir aftan Freydísi er enn tæpur sólahringur í opnun H&M. Vísir/Sylvía Rut „Ég mætti þegar það var einn sólahringur og 22 mínútur í opnun,“ segir Freydís Björg Óttarsdóttir en hún situr á rauða dreglinum fyrir utan H&M í Smáralind. Freydís var sú fyrsta til þess að mæta en búist er við langri röð þegar verslunin opnar á hádegi á morgun. „Ég elska H&M. Alltaf þegar ég fer til útlanda þá versla ég geðveikt mikið,“ segir Freydís í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún sé mætt svona snemma að bíða fyrir utan verslunina. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún ætli að kaupa og er ótrúlega spennt að sjá verslunina. „Ég ætla bara að versla fyrir gjafabréfið mitt og sjá svo til.“ H&M hafði auglýst að fyrsti viðskiptavinurinn í röðinni fær 25.000 króna gjafabréf í verslunina.Fær að fara fimm sinnum á salernið Hún hefur ekki áhyggjur af því að geta ekki borðað eða að þurfa að fara á salernið. „Vinkona mín ætlar að koma og færa mér mat. Svo get ég fimm sinnum fengið svona pásupassa, þá má ég fara á salernið og ef ég verð komin aftur til baka eftir 20 mínútur þá má ég fara aftur á minn stað í röðinni. Öryggisverðir sjá um þetta.“Freydís segir að H&M sé biðarinnar virðiVísir/Sylvía RutFreydís græðir 25.000 krónur á því að bíða í rúmar 24 klukkustundir í röð en henni finnst það algjörlega þess virði. „Ég er nemi í hárgreiðslu og er ekki í skólanum á föstudögum og var ekki að vinna í dag. Ég er með opið Snapchat með notendanafnið frella00 og hef sýnt á Snapchat að ég er mætt. Fólk hefur miklar áhyggjur af því að ég nái ekki að borða eða fara á salernið. Ég er búin að fá sendar ótrúlega margar spurningar.“ Freydís mætti með símann sinn og heyrnatól svo að hún hefði einhverja afþreyingu á meðan hún bíður. „Ég átti alls ekki von á því að vera fyrst,“ segir Freydís en hún hafði beðið ein í rúma klukkustund þegar blaðamaður hitti hana „H&M er uppáhalds búðin mín svo þetta er bara gaman.“ H&M Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Ég mætti þegar það var einn sólahringur og 22 mínútur í opnun,“ segir Freydís Björg Óttarsdóttir en hún situr á rauða dreglinum fyrir utan H&M í Smáralind. Freydís var sú fyrsta til þess að mæta en búist er við langri röð þegar verslunin opnar á hádegi á morgun. „Ég elska H&M. Alltaf þegar ég fer til útlanda þá versla ég geðveikt mikið,“ segir Freydís í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún sé mætt svona snemma að bíða fyrir utan verslunina. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún ætli að kaupa og er ótrúlega spennt að sjá verslunina. „Ég ætla bara að versla fyrir gjafabréfið mitt og sjá svo til.“ H&M hafði auglýst að fyrsti viðskiptavinurinn í röðinni fær 25.000 króna gjafabréf í verslunina.Fær að fara fimm sinnum á salernið Hún hefur ekki áhyggjur af því að geta ekki borðað eða að þurfa að fara á salernið. „Vinkona mín ætlar að koma og færa mér mat. Svo get ég fimm sinnum fengið svona pásupassa, þá má ég fara á salernið og ef ég verð komin aftur til baka eftir 20 mínútur þá má ég fara aftur á minn stað í röðinni. Öryggisverðir sjá um þetta.“Freydís segir að H&M sé biðarinnar virðiVísir/Sylvía RutFreydís græðir 25.000 krónur á því að bíða í rúmar 24 klukkustundir í röð en henni finnst það algjörlega þess virði. „Ég er nemi í hárgreiðslu og er ekki í skólanum á föstudögum og var ekki að vinna í dag. Ég er með opið Snapchat með notendanafnið frella00 og hef sýnt á Snapchat að ég er mætt. Fólk hefur miklar áhyggjur af því að ég nái ekki að borða eða fara á salernið. Ég er búin að fá sendar ótrúlega margar spurningar.“ Freydís mætti með símann sinn og heyrnatól svo að hún hefði einhverja afþreyingu á meðan hún bíður. „Ég átti alls ekki von á því að vera fyrst,“ segir Freydís en hún hafði beðið ein í rúma klukkustund þegar blaðamaður hitti hana „H&M er uppáhalds búðin mín svo þetta er bara gaman.“
H&M Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira