Fótbolti

Heimir: Búnir að velja okkur stað á HM í Rússlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson á fundinum í dag.
Heimir Hallgrímsson á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, talaði um það að blaðamannafundi í dag að hann og KSÍ eru byrjaðir að undirbúa lokakeppni HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar.

Íslenska landsliðið á enn eftir að spila fjóra leiki í riðli sínum og þótt að staðan sé góð þá er liðið langt frá því að vera öruggt með sæti á heimsmeistaramótinu. Efsta sætið í riðlinum tryggir beint sæti á HM en annað sætið gefur þáttökurétt í umspili um laust sæti.

Heimir sagði það að fundi með fjölmiðlamönnum í dag að Knattspyrnusambandið sé þegar búið að velja sér stað í Rússlandi næsta sumar þar sem íslenska liðið mun hafa sem heimastöð á meðan mótinu stendur.

„Við erum búnir að velja okkur stað á HM í Rússlandi. Við högum undirbúningi okkar eins og við séum að fara til Rússlands næsta sumar,“ sagði Heimir á fundinum í dag.

Íslenska liðið hafði aðsetur í smábænum Annecy í frönku Ölpunum á meðan Evrópumótinu í Frakklandi stóð og þar tókst valið mjög vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×