Enski boltinn

Keyptu vonarstjörnu Skota frá silfurliðinu í Þýskalandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oliver Burke í leik með RB Leipzig á síðasta tímabili.
Oliver Burke í leik með RB Leipzig á síðasta tímabili. vísir/getty
West Brom hefur fest kaup á skoska kantmanninum Oliver Burke frá RB Leipzig.

Hinn tvítugi Burke skrifaði undir fimm ára samning við West Brom sem er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni.

Burke er uppalinn hjá Nottingham Forest en Leipzig keypti hann fyrir ári síðan á 13 milljónir punda.

Burke fékk fá tækifæri í byrjunarliði Leipzig á síðasta tímabili en kom samt við sögu í 25 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni. Leipzig endaði í 2. sæti deildarinnar og vann sér þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í stuttri sögu félagsins.

Burke, sem hefur leikið fimm landsleiki fyrir Skotland, er fimmti leikmaðurinn sem West Brom kaupir í sumar. Áður voru Jay Rodríguez, Ahmed Hegazi, Yuning Zhang og Gareth Barry komnir á The Hawthornes.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×