Gunnar: Conor klárar Mayweather með rothöggi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Gunni og Conor eru góðir félagar. vísir/getty Einn stærsti íþróttaviðburður síðustu ára fer fram aðfaranótt sunnudags þegar Conor McGregor, skærasta UFC-stjarna heims, stígur úr búrinu inn í hnefaleikahringinn þar sem hann mun mæta Floyd Mayweather, einum besta boxara sögunnar. Mayweather er enn ósigraður og tók hanskana niður úr hillunni til að berjast við Írann kjaftfora. Ef Mayweather ber sigur úr býtum mun hann ljúka ferlinum á 50 sigrum í 50 bardögum. Fyrirfram mætti telja að besti hnefaleikamaður heims ætti ekki að lenda í vandræðum með mann sem hefur aldrei barist sem atvinnumaður í íþróttinni. En Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi Íslands og æfingafélagi Conors til margra ára, segir í samtali við Fréttablaðið að hann telji möguleika síns manns góða og að bardagastíll hans henti Mayweather illa.Espar hann upp „Conor mun reyna að setja pressu á Mayweather því hann gerir sér grein fyrir að Mayweather mun ekki koma inn í bardagann og reyna að rota hann þrátt fyrir yfirlýsingar um það,“ segir Gunnar. „Mayweather mun halda sér við sitt og reyna að vinna tólf lotu bardaga með dómaraákvörðun.“ Gunnar segir að fyrstu loturnar verði áhugaverðar og að Conor muni reyna að espa Mayweather upp, sem muni svara með því að reyna að láta Írann slá vindhögg –þreyta hann og hægja á honum. „En Conor er góður í að slá menn þegar þeir eiga síst von á því. Hann mun líka reyna að espa hann upp til að fá hann til að sækja. Þá getur Conor bakkað og svarað með þessari vinstri sleggju sem hann er alþekktur fyrir.“Getur klárað heilan bardaga Gunnar bendir á að Conor búi yfir ýmislegu í vopnabúri sínu sem muni henta Mayweather illa. Svo sem yfirhandarhöggi sem hefur verið áður notað gegn Bandaríkjamanninum með góðum árangri. En ef Mayweather tekst að verjast því, mun hann hafa úthald og þol til að endast í tólf lotu bardaga og vinna á stigum? „Já, það tel ég. Conor hefur aldrei verið í betra formi og á að baki 50-60 bardaga sem áhugamaður í hnefaleikum. Sem MMA-maður er hann alltaf betri standandi og er með skrokkinn í það. Ég hugsa að hann geti komið honum í vandræði snemma, unnið fyrstu loturnar og jafnvel þær síðustu líka,“ segir Gunnar. „Mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að hann klári bardagann í fyrstu lotunum og sé fyrir mér að það gæti gerst. Ég veit líka að Mayweather hefur aldrei farið gegn svona bardagamanni áður. Conor er ekki boxari þó svo að hann kunni það ótrúlega vel. Það er bara svo margt í stíl hans sem Mayweather hefur ekki séð. Hann hefur aldrei skipst á höggum við MMA-bardagamann. Það er bara öðruvísi.“Engin látalæti Óhætt er að segja að Conor McGregor njóti sín í sviðsljósinu. Hann hefur verið óhræddur við yfirlýsingar og lofar því að hann muni slá Mayweather í rot í fyrstu lotunum, fjórðu eða jafnvel annarri. En Gunnar bendir á að Conor hafi góða stjórn á tilfinningum sínum. „Hann er mjög rólegur og yfirvegaður þegar hann þarf að vera það. Svona er hann bara. Þetta eru ekki látalæti, hann er eins og hann hefur alltaf verið,“ segir Gunnar sem spáir vitaskuld sínum manni sigri. „Ég ætla að segja að hann klári Mayweather í sjöttu lotu með rothöggi.“ MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira
Einn stærsti íþróttaviðburður síðustu ára fer fram aðfaranótt sunnudags þegar Conor McGregor, skærasta UFC-stjarna heims, stígur úr búrinu inn í hnefaleikahringinn þar sem hann mun mæta Floyd Mayweather, einum besta boxara sögunnar. Mayweather er enn ósigraður og tók hanskana niður úr hillunni til að berjast við Írann kjaftfora. Ef Mayweather ber sigur úr býtum mun hann ljúka ferlinum á 50 sigrum í 50 bardögum. Fyrirfram mætti telja að besti hnefaleikamaður heims ætti ekki að lenda í vandræðum með mann sem hefur aldrei barist sem atvinnumaður í íþróttinni. En Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi Íslands og æfingafélagi Conors til margra ára, segir í samtali við Fréttablaðið að hann telji möguleika síns manns góða og að bardagastíll hans henti Mayweather illa.Espar hann upp „Conor mun reyna að setja pressu á Mayweather því hann gerir sér grein fyrir að Mayweather mun ekki koma inn í bardagann og reyna að rota hann þrátt fyrir yfirlýsingar um það,“ segir Gunnar. „Mayweather mun halda sér við sitt og reyna að vinna tólf lotu bardaga með dómaraákvörðun.“ Gunnar segir að fyrstu loturnar verði áhugaverðar og að Conor muni reyna að espa Mayweather upp, sem muni svara með því að reyna að láta Írann slá vindhögg –þreyta hann og hægja á honum. „En Conor er góður í að slá menn þegar þeir eiga síst von á því. Hann mun líka reyna að espa hann upp til að fá hann til að sækja. Þá getur Conor bakkað og svarað með þessari vinstri sleggju sem hann er alþekktur fyrir.“Getur klárað heilan bardaga Gunnar bendir á að Conor búi yfir ýmislegu í vopnabúri sínu sem muni henta Mayweather illa. Svo sem yfirhandarhöggi sem hefur verið áður notað gegn Bandaríkjamanninum með góðum árangri. En ef Mayweather tekst að verjast því, mun hann hafa úthald og þol til að endast í tólf lotu bardaga og vinna á stigum? „Já, það tel ég. Conor hefur aldrei verið í betra formi og á að baki 50-60 bardaga sem áhugamaður í hnefaleikum. Sem MMA-maður er hann alltaf betri standandi og er með skrokkinn í það. Ég hugsa að hann geti komið honum í vandræði snemma, unnið fyrstu loturnar og jafnvel þær síðustu líka,“ segir Gunnar. „Mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að hann klári bardagann í fyrstu lotunum og sé fyrir mér að það gæti gerst. Ég veit líka að Mayweather hefur aldrei farið gegn svona bardagamanni áður. Conor er ekki boxari þó svo að hann kunni það ótrúlega vel. Það er bara svo margt í stíl hans sem Mayweather hefur ekki séð. Hann hefur aldrei skipst á höggum við MMA-bardagamann. Það er bara öðruvísi.“Engin látalæti Óhætt er að segja að Conor McGregor njóti sín í sviðsljósinu. Hann hefur verið óhræddur við yfirlýsingar og lofar því að hann muni slá Mayweather í rot í fyrstu lotunum, fjórðu eða jafnvel annarri. En Gunnar bendir á að Conor hafi góða stjórn á tilfinningum sínum. „Hann er mjög rólegur og yfirvegaður þegar hann þarf að vera það. Svona er hann bara. Þetta eru ekki látalæti, hann er eins og hann hefur alltaf verið,“ segir Gunnar sem spáir vitaskuld sínum manni sigri. „Ég ætla að segja að hann klári Mayweather í sjöttu lotu með rothöggi.“
MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira