Enski boltinn

Bony að snúa aftur til Swansea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wilfried Bony var duglegur að skora þegar hann lék með Swansea á árunum 2013-15.
Wilfried Bony var duglegur að skora þegar hann lék með Swansea á árunum 2013-15. vísir/getty
Swansea City er nálægt því að ganga frá kaupunum á Wilfried Bony frá Manchester City. BBC greinir frá.

Fílabeinsstrendingurinn lék með Swansea á árunum 2013-15 og skoraði 35 mörk í 70 leikjum fyrir félagið.

City keypti Bony fyrir 25 milljónir punda í janúar 2015. Hann skoraði 10 mörk í 46 leikjum á einu og hálfu tímabili fyrir City.

Á síðasta tímabili lék Bony sem lánsmaður með Stoke City en gat lítið. Einu tvö mörkin sem hann skoraði fyrir Stoke komu gegn Swansea.

Búist er við því að Bony kosti Swansea um helmingi minna en City keypti hann á fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

Swansea er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni og á enn eftir að skora mark.


Tengdar fréttir

Clucas kominn til Swansea

Swansea City hefur staðfest kaup á miðjumanninum Sam Clucas frá Hull City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×