„Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Gissur Sigurðsson skrifar 24. ágúst 2017 14:45 Kísilver United Silicon í Helguvík. VÍSIR/VILHELM Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. Andstaða við hana fari vaxandi í bæjarfélaginu og verður efnt til íbúafundar í Stapa í kvöld. Eins og komið hefur fram í fréttum sendi Umhverfisstofnun verksmiðjunni bréf í gærkvöldi þar sem kom fram að ef ekki verði ráðist í frekari úrbætur verði slökkt á henni í upphafi næsta mánuðar. En hvernig ætli Einar Már Atlason, formaður andstæðinga stóriðju í Helguvík, meti stöðuna í ljósi þessa? „Hún er bara handónýt, það er ekkert annað hægt að segja. Hún er ekki að virka og það á bara að loka þessu.“Fer andstaða íbúa vaxandi?„Já, mér finnst það. Mengunin er að færast meira og meira yfir bæinn og þrátt fyrir að hún hafi ekki verið í gangi undanfarna daga eins og þeir segja, þá veit maður ekki lengur hverju maður á að trúa. Þeir hafa, að mér skilst, verið að baka eitthvað í ofninum, eitthvað nýtt rafskaut eða eitthvað, þannig að það er nú ekki búið að vera slökkt á honum. Fólk hefur verið að kvarta yfir fýlu á hverjum degi og við förum og tékkum á þessu, keyrum í kringum verksmiðjuna til að kanna og staðfesta og þetta er klárlega að koma frá þeim,“ segir Einar.Nú vinna margir tugir í verksmiðjunni, hefur þetta ekki neikvæð áhrif á atvinnulífið þarna?„Ég veit ekki alveg hversu margir Íslendingar starfa þarna en ég hef grun um það að meirihlutinn af starfsfólkinu þarna sé erlent vinnuafl frá starfsleigum.“ Á fundinum í kvöld hyggjast íbúar leggja fram formlega beiðni um að verskmiðjunni verði lokað. „Það er búið að gefa þessu tækifæri. Þeir óskuðu eftir því fyrir um fimm mánuðum síðan eftir sex mánaða aðlögunartíma og hann er að verða liðinn. Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur. Það er bara ekki í boði og það verður að stöðva þetta áður en það verður um seinan.“ Borgarafundurinn í Stapanum hefst klukkan sjö í kvöld. Tengdar fréttir Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. Andstaða við hana fari vaxandi í bæjarfélaginu og verður efnt til íbúafundar í Stapa í kvöld. Eins og komið hefur fram í fréttum sendi Umhverfisstofnun verksmiðjunni bréf í gærkvöldi þar sem kom fram að ef ekki verði ráðist í frekari úrbætur verði slökkt á henni í upphafi næsta mánuðar. En hvernig ætli Einar Már Atlason, formaður andstæðinga stóriðju í Helguvík, meti stöðuna í ljósi þessa? „Hún er bara handónýt, það er ekkert annað hægt að segja. Hún er ekki að virka og það á bara að loka þessu.“Fer andstaða íbúa vaxandi?„Já, mér finnst það. Mengunin er að færast meira og meira yfir bæinn og þrátt fyrir að hún hafi ekki verið í gangi undanfarna daga eins og þeir segja, þá veit maður ekki lengur hverju maður á að trúa. Þeir hafa, að mér skilst, verið að baka eitthvað í ofninum, eitthvað nýtt rafskaut eða eitthvað, þannig að það er nú ekki búið að vera slökkt á honum. Fólk hefur verið að kvarta yfir fýlu á hverjum degi og við förum og tékkum á þessu, keyrum í kringum verksmiðjuna til að kanna og staðfesta og þetta er klárlega að koma frá þeim,“ segir Einar.Nú vinna margir tugir í verksmiðjunni, hefur þetta ekki neikvæð áhrif á atvinnulífið þarna?„Ég veit ekki alveg hversu margir Íslendingar starfa þarna en ég hef grun um það að meirihlutinn af starfsfólkinu þarna sé erlent vinnuafl frá starfsleigum.“ Á fundinum í kvöld hyggjast íbúar leggja fram formlega beiðni um að verskmiðjunni verði lokað. „Það er búið að gefa þessu tækifæri. Þeir óskuðu eftir því fyrir um fimm mánuðum síðan eftir sex mánaða aðlögunartíma og hann er að verða liðinn. Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur. Það er bara ekki í boði og það verður að stöðva þetta áður en það verður um seinan.“ Borgarafundurinn í Stapanum hefst klukkan sjö í kvöld.
Tengdar fréttir Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00
Viðbragða að vænta vegna United Silicon Frá því að ljósbogaofn United Silicon var gangsettur á síðasta ári hefur Umhverfisstofnun borist meira en fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðjunni. 23. ágúst 2017 19:45