Enski boltinn

Zlatan er kominn aftur til United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zlatan Ibrahimovic með Evrópudeildarbikarinn.
Zlatan Ibrahimovic með Evrópudeildarbikarinn. Vísir/Getty
Zlatan Ibrahimovic hefur gengið aftur til liðs við Manchester United.

Svíinn skoraði 28 mörk í 46 leikjum fyrir United á síðasta tímabili, en meiddist í lok tímabilsins og yfirgaf herbúðir United í sumar. Nú hefur þessi einstaki leikmaður snúið aftur til Manchester-borgar.

„Ég er kominn til baka til að klára það sem ég byrjaði á,“ sagði Zlatan. „Ég ætlaði mér alltaf að vera hér áfram og ég get ekki beðið eftir að snúa aftur til leiks á Old Trafford. Ég mun samt taka mér minn tíma í að ganga úr skugga um að ég sé tilbúinn í að koma til baka.“

Samningurinn sem hinn 35 ára Zlatan gerir við United er til eins árs.

United hefur farið ákaflega vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og sitja á toppi deildarinnar eftir tvo leiki með fullt hús stiga og markatöluna 8-0.










Tengdar fréttir

Meistarabyrjun manna Mourinhos í Manchester

Manchester United hefur byrjað leiktíðina á Englandi frábærlega og unnið tvo 4-0 sigra í fyrstu tveimur umferðum úrvalsdeildarinnar. Jose Mourinho, þjálfari United, sagði gleði hafa einkennt leik liðsins gegn Swansea á laugardaginn þar sem Paul Pogba blómstraði og Romelu Lukaku skoraði í öðrum leiknum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×