Vinsæl í Ungfrú Ísland: Brýtur niður staðalímyndir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 11:30 Stefanía Tara hefur vakið mikla athygli með þátttöku sinni í Ungfrú Ísland. Rafn Rafnsson Förðunarfræðingurinn Stefanía Tara Þrastardóttir er ein þeirra sem keppir í Ungfrú Ísland á laugardaginn. Í viðtali við Brennsluna á FM957 í morgunn sagði Stefanía að þetta væri langt fyrir utan hennar þægindaramma. Stefanía segist ánægð með að vera valin til þess að setja þetta fordæmi í þessa keppni. „Stelpur í mínum stærðarflokki hafa kannski ekki verið að keppa mikið í svona keppnum.“ Hún hefur upplifað gríðarlega mikinn stuðning og jákvæð viðbrögð vegna þátttökunnar í keppninni. „Ég bjóst við neikvæðri umfjöllun og var alveg tilbúin til að takast á við það.“ Stefanía segir að hún sé að ryðja brautina fyrir aðrar stelpur í þessari keppni. „Mér finnst svo jákvætt að taka þessa staðalímynd og henda henni í ruslið. Það er hægt að gera allt sem þú vilt, sama hvernig þú lítur út.“Vildi breyta staðalímyndinni Keppnin er töluvert breytt og er meiri áhersla lögð á góðgerðarmál. „Ég var guðslifandi fegin að þurfa ekki að fara upp á svið í sundfötunum en ég hefði alveg gert það ef það hefði verið,“ segir Stefanía Tara en eins og kom fram í viðtali við Birgittu Líf framkvæmdastjóra keppninnar hefur sundfatahluta Ungfrú Ísland keppninnar verið hætt.Sjá einnig:Birgitta Líf framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland: „Enginn þátttakandi hefur verið vigtaður á okkar vegum“ Keppendur Ungfrú Ísland 2017Birgitta LífStefanía Tara er efst í vinsældarkeppni Ungfrú Íslands sem stendur en vinsælasta stúlkan er valin með netkosningu. „Það er verið að kjósa mig á þessum forsendum of ég er með þennan boðskap og fólki líkar það.“Sjá einnig: Þetta eru stúlkurnar sem taka þátt í Ungfrú Ísland í ár Stefanía Tara sótti líka um í keppnina á síðasta ári en fékk þá neitun. Ástæða þess að hún sótti um er að hún vildi brjóta niður staðalímyndir. „Ekki endilega á þessum vettvangi heldur bara einhverjum vettvangi, langaði mig að breyta þessari staðalímynd. Þetta er náttúrulega sjúklega góður vettvangur því að það hefur alltaf verið þessi staðlaða fegurðardrottning og ég er langt frá því að vera hún.“ Þessu vildi Stefanía Tara breyta. „Af hverju á ég ekki heima þarna eins og allir aðrir? Mér finnst það og þetta er bara boðskapur sem er greinilega búinn að hafa áhrif.“ Það stefnir í að Stefanía Tara verði valin vinsælasta stúlkan í Ungfrú Ísland í ár en hún er með gott forskot á aðra keppendur í netkosningunni. nn og verður keppnin sýnd í beinni á Facebook síðu keppinnar.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Birgitta Líf framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland: „Enginn þátttakandi hefur verið vigtaður á okkar vegum“ Keppendur í Miss World Iceland þurfa ekki að skrifa undir samning tengdan útliti sínu og koma ekki fram á svið á sundfötum. 11. ágúst 2017 15:00 Þetta eru stúlkurnar sem taka þátt í Ungfrú Ísland í ár Netkosningin fyrir Miss Peoples Choice Iceland 2017 er hafin. 16. ágúst 2017 23:41 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Förðunarfræðingurinn Stefanía Tara Þrastardóttir er ein þeirra sem keppir í Ungfrú Ísland á laugardaginn. Í viðtali við Brennsluna á FM957 í morgunn sagði Stefanía að þetta væri langt fyrir utan hennar þægindaramma. Stefanía segist ánægð með að vera valin til þess að setja þetta fordæmi í þessa keppni. „Stelpur í mínum stærðarflokki hafa kannski ekki verið að keppa mikið í svona keppnum.“ Hún hefur upplifað gríðarlega mikinn stuðning og jákvæð viðbrögð vegna þátttökunnar í keppninni. „Ég bjóst við neikvæðri umfjöllun og var alveg tilbúin til að takast á við það.“ Stefanía segir að hún sé að ryðja brautina fyrir aðrar stelpur í þessari keppni. „Mér finnst svo jákvætt að taka þessa staðalímynd og henda henni í ruslið. Það er hægt að gera allt sem þú vilt, sama hvernig þú lítur út.“Vildi breyta staðalímyndinni Keppnin er töluvert breytt og er meiri áhersla lögð á góðgerðarmál. „Ég var guðslifandi fegin að þurfa ekki að fara upp á svið í sundfötunum en ég hefði alveg gert það ef það hefði verið,“ segir Stefanía Tara en eins og kom fram í viðtali við Birgittu Líf framkvæmdastjóra keppninnar hefur sundfatahluta Ungfrú Ísland keppninnar verið hætt.Sjá einnig:Birgitta Líf framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland: „Enginn þátttakandi hefur verið vigtaður á okkar vegum“ Keppendur Ungfrú Ísland 2017Birgitta LífStefanía Tara er efst í vinsældarkeppni Ungfrú Íslands sem stendur en vinsælasta stúlkan er valin með netkosningu. „Það er verið að kjósa mig á þessum forsendum of ég er með þennan boðskap og fólki líkar það.“Sjá einnig: Þetta eru stúlkurnar sem taka þátt í Ungfrú Ísland í ár Stefanía Tara sótti líka um í keppnina á síðasta ári en fékk þá neitun. Ástæða þess að hún sótti um er að hún vildi brjóta niður staðalímyndir. „Ekki endilega á þessum vettvangi heldur bara einhverjum vettvangi, langaði mig að breyta þessari staðalímynd. Þetta er náttúrulega sjúklega góður vettvangur því að það hefur alltaf verið þessi staðlaða fegurðardrottning og ég er langt frá því að vera hún.“ Þessu vildi Stefanía Tara breyta. „Af hverju á ég ekki heima þarna eins og allir aðrir? Mér finnst það og þetta er bara boðskapur sem er greinilega búinn að hafa áhrif.“ Það stefnir í að Stefanía Tara verði valin vinsælasta stúlkan í Ungfrú Ísland í ár en hún er með gott forskot á aðra keppendur í netkosningunni. nn og verður keppnin sýnd í beinni á Facebook síðu keppinnar.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Birgitta Líf framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland: „Enginn þátttakandi hefur verið vigtaður á okkar vegum“ Keppendur í Miss World Iceland þurfa ekki að skrifa undir samning tengdan útliti sínu og koma ekki fram á svið á sundfötum. 11. ágúst 2017 15:00 Þetta eru stúlkurnar sem taka þátt í Ungfrú Ísland í ár Netkosningin fyrir Miss Peoples Choice Iceland 2017 er hafin. 16. ágúst 2017 23:41 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Birgitta Líf framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland: „Enginn þátttakandi hefur verið vigtaður á okkar vegum“ Keppendur í Miss World Iceland þurfa ekki að skrifa undir samning tengdan útliti sínu og koma ekki fram á svið á sundfötum. 11. ágúst 2017 15:00
Þetta eru stúlkurnar sem taka þátt í Ungfrú Ísland í ár Netkosningin fyrir Miss Peoples Choice Iceland 2017 er hafin. 16. ágúst 2017 23:41