Harry á erfitt með að fyrirgefa afskiptaleysi ljósmyndaranna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 23:08 Prinsarnir minnast Díönu þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar. Vísir/getty Harry segist eiga erfitt með að sætta sig við þá staðreynd að ljósmyndarar, sem talið er að hafi valdið dauða hennar, hafi, í stað þess að hjálpa Díönu, tekið myndir af henni þegar hún var stórslösuð en þó með lífsmarki í aftursæti bílsins.Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC lofa bræðurnir föður sinn, Karl Bretaprins, fyrir þá umhyggju sem hann hafi sýnt þeim eftir dauða Díönu. „Það erfiðasta sem foreldri þarf að gera er segja börnunum sínum að hitt foreldrið sé látið,“ segir Harry sem bætir við að Karl hafi ætíð verið til staðar fyrir þá. Vilhjálmur Bretaprins opnaði sig um áfallið sem hann gekk í gegnum í kjölfar dauða móður sinnar. Hann segir að áföll geti annað hvort brotið mann eða styrkt. Vilhjálmur segist hafa reynt að láta ekki hugfallast.Í nýrri heimildamynd um Prinsessuna, In Her Own Words, kemur fram að Díana reyndi að veita sonum sínum eðlilegt fjölskyldulíf. Henni var það mikilvægt að Harry og Vilhjálmur vissu að það væri líf handan hallarinnar.Vísir/gettyDíana er Vilhjálmi ætíð ofarlega í huga og hann segir einmitt hana hafa orðið til þess að hann hafi neitað að gefast upp gagnvart sorginni því hann vildi að hún hefði orðið stolt af sér. Hugsunin um að allsherjar uppgjöf hans og Harrys yrði samofin arfleifð Díönu var honum þyrnir í augum. Haldreipi í gegnum sorgina var ástin, orkan og alúðin sem Díana lagði í uppeldið. Hann vildi ekki að það hefði verið til einskis. Harry og Vilhjálmur hafa fjallað, í röð viðtala, um móður sína þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar en Díana lést 31. ágúst, 1997 þegar hún var aðeins þrjátíu og sex ára. Í öðru viðtali segir Harry þá bræður vera mjög ástríðufulla þegar komi að góðgerðamálum. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt þá út í góðgerðarmál.Prince William's moving account of how his mother's death, in a car crash in Paris 20 years ago, affected himhttps://t.co/bIszpgcbfW pic.twitter.com/xrb0pgvvJR— BBC News (World) (@BBCWorld) August 23, 2017 Kóngafólk Tengdar fréttir Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Prinsessan sagði brúðkaupsdaginn vera þann versta í lífi sínu. 27. júlí 2017 20:04 „Ég vildi óska að hún gæti hitt Katrínu og börnin“ Vilhjálmur Bretaprins er á forsíðu GQ þar sem hann opnar sig um móðurmissinn í einlægu forsíðuviðtali við breska tímaritið. 30. maí 2017 22:00 Bróðir Díönu vill stöðva birtingu umdeildra myndbrota Segist óttast að það muni valda prinsunum Vilhjálmi og Harry þjáningu. 30. júlí 2017 23:53 Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna. 25. júní 2017 10:32 Prinsarnir minnast hinsta símtalsins við móður sína Prinsarnir Vilhjámur og Harry ræða símtalið sem þeir áttu við Díönu prinsessu síðasta dag ágústmánaðar 1997 í nýrri heimildarmynd ITV. 23. júlí 2017 09:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Harry segist eiga erfitt með að sætta sig við þá staðreynd að ljósmyndarar, sem talið er að hafi valdið dauða hennar, hafi, í stað þess að hjálpa Díönu, tekið myndir af henni þegar hún var stórslösuð en þó með lífsmarki í aftursæti bílsins.Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC lofa bræðurnir föður sinn, Karl Bretaprins, fyrir þá umhyggju sem hann hafi sýnt þeim eftir dauða Díönu. „Það erfiðasta sem foreldri þarf að gera er segja börnunum sínum að hitt foreldrið sé látið,“ segir Harry sem bætir við að Karl hafi ætíð verið til staðar fyrir þá. Vilhjálmur Bretaprins opnaði sig um áfallið sem hann gekk í gegnum í kjölfar dauða móður sinnar. Hann segir að áföll geti annað hvort brotið mann eða styrkt. Vilhjálmur segist hafa reynt að láta ekki hugfallast.Í nýrri heimildamynd um Prinsessuna, In Her Own Words, kemur fram að Díana reyndi að veita sonum sínum eðlilegt fjölskyldulíf. Henni var það mikilvægt að Harry og Vilhjálmur vissu að það væri líf handan hallarinnar.Vísir/gettyDíana er Vilhjálmi ætíð ofarlega í huga og hann segir einmitt hana hafa orðið til þess að hann hafi neitað að gefast upp gagnvart sorginni því hann vildi að hún hefði orðið stolt af sér. Hugsunin um að allsherjar uppgjöf hans og Harrys yrði samofin arfleifð Díönu var honum þyrnir í augum. Haldreipi í gegnum sorgina var ástin, orkan og alúðin sem Díana lagði í uppeldið. Hann vildi ekki að það hefði verið til einskis. Harry og Vilhjálmur hafa fjallað, í röð viðtala, um móður sína þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar en Díana lést 31. ágúst, 1997 þegar hún var aðeins þrjátíu og sex ára. Í öðru viðtali segir Harry þá bræður vera mjög ástríðufulla þegar komi að góðgerðamálum. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt þá út í góðgerðarmál.Prince William's moving account of how his mother's death, in a car crash in Paris 20 years ago, affected himhttps://t.co/bIszpgcbfW pic.twitter.com/xrb0pgvvJR— BBC News (World) (@BBCWorld) August 23, 2017
Kóngafólk Tengdar fréttir Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Prinsessan sagði brúðkaupsdaginn vera þann versta í lífi sínu. 27. júlí 2017 20:04 „Ég vildi óska að hún gæti hitt Katrínu og börnin“ Vilhjálmur Bretaprins er á forsíðu GQ þar sem hann opnar sig um móðurmissinn í einlægu forsíðuviðtali við breska tímaritið. 30. maí 2017 22:00 Bróðir Díönu vill stöðva birtingu umdeildra myndbrota Segist óttast að það muni valda prinsunum Vilhjálmi og Harry þjáningu. 30. júlí 2017 23:53 Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna. 25. júní 2017 10:32 Prinsarnir minnast hinsta símtalsins við móður sína Prinsarnir Vilhjámur og Harry ræða símtalið sem þeir áttu við Díönu prinsessu síðasta dag ágústmánaðar 1997 í nýrri heimildarmynd ITV. 23. júlí 2017 09:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Prinsessan sagði brúðkaupsdaginn vera þann versta í lífi sínu. 27. júlí 2017 20:04
„Ég vildi óska að hún gæti hitt Katrínu og börnin“ Vilhjálmur Bretaprins er á forsíðu GQ þar sem hann opnar sig um móðurmissinn í einlægu forsíðuviðtali við breska tímaritið. 30. maí 2017 22:00
Bróðir Díönu vill stöðva birtingu umdeildra myndbrota Segist óttast að það muni valda prinsunum Vilhjálmi og Harry þjáningu. 30. júlí 2017 23:53
Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna. 25. júní 2017 10:32
Prinsarnir minnast hinsta símtalsins við móður sína Prinsarnir Vilhjámur og Harry ræða símtalið sem þeir áttu við Díönu prinsessu síðasta dag ágústmánaðar 1997 í nýrri heimildarmynd ITV. 23. júlí 2017 09:09