Innlent

Handtóku mann í Hafnarfirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðinni í Hafnarfirði en myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðinni í Hafnarfirði en myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/eyþór
Maður var handtekinn nú síðdegis í aðgerð sérsveitarinnar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna tengsla hans við mál sem upp kom við Ölhúsið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag þar sem talið er að maður hafi ógnað öðrum manni með skammbyssu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði liggur ekki fyrir hvort að sá handtekni sé sá sem ógnaði hinum með byssunni en sérsveitin handtók tvo menn í Borgartúni á laugardag vegna gruns um að þeir tengdust málinu.

Rannsókn lögreglu stendur enn yfir en í gær sendi hún frá sér tilkynningu þar sem óskað var eftir því að ná tali af manninum sem var ógnað með byssunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×