Erlent

Tveir menn handteknir vegna hryðjuverksins í Finnlandi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Tveir létu lífið og átta særðust í árás Abderrahman Mechkah.
Tveir létu lífið og átta særðust í árás Abderrahman Mechkah. Vísir/AFP
Tveir menn voru handteknir í dag grunaðir um að hafa átt aðild að árásinn í Turku í Finnlandi á föstudag. Samkvæmt frétt finnska ríkisútvarpsins er lögregla ekki viss um þjóðerni mannanna.

Fimm aðrir eru nú þegar í haldi lögreglu vegna hnífaárásinnar sem rannsökuð er sem hryðjuverk. Einn þeirra, 18 ára hælisleitandinn Abderrahman Mechkah frá Marokkó, hefur viðurkennt að hafa borið ábyrgð á árásinni en neitar að hafa gerst sekur um morð.

Tveir létu lífið og átta særðust í hnífaárásinni sem talið er að hafi verið beint sérstaklega að konum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×