Sport

Jon Jones féll aftur á lyfjaprófi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jon Jones.
Jon Jones. Vísir/Getty
Jon Jones féll á lyfjaprófi sem var tekið skömmu fyrir UFC 214. Frá þessu var greint í gærkvöldi.

Jones vann Daniel Cormier á umræddu kvöldi sem fór fram í lok síðasta mánaðar. Hann vann sigur á tæknilegu rothöggi í þriðju lotu og endurheimti þar með meistarabelti sitt í léttþungavigt.

Sjá einnig: Jon Jones með magnaða endurkomu

Þetta er mikið áfall fyrir Jones sem mun nú líklega missa titil sína aftur til Cormier. UFC hefur þó ekkert gefið út um það enn.

Bandaríska lyfjaeftirlitið staðfesti að sýnið sem felldi Jones var tekið eftir vigtunina fyrir bardagann, þann 28. júlí. Talið er að efnið sem fannst í sýninu hafi verið sterar en það hefur ekki enn verið staðfest.

Jones var nýbúinn að taka út eins árs keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi fyrir UFC 200 í júlí í fyrra. Líklegt er að hann verði nú dæmdur í allt að fjögurra ára bann.

Umboðsmaður Jones gaf í gær út yfirlýsingu þar sem fram kemur að bardagakappinn, þjálfarar hans og næringarfræðingar séu orðlausir vegna þessa. Jones sjálfur sé eyðilagður en verið sé að leita staðfestingar á því að ólögleg efni hafi fundist í sýni hans.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×