Borgin geti ekki verið stikkfrí Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. ágúst 2017 09:54 Hinn umdeildi, útlenski innkaupapoki fær að standa á Lækjartorgi fram að mánaðamótum. Vísir/Stefán Íslenskufræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson segir hinn flennistóra H&M-poka sem nú stendur á Læjartorgi vera dæmigerðan fyrir það andvaraleysi sem ríkir gagnvart tungumálinu. Innkaupapokinn auglýsir opnun verslunarinnar um næstu helgi og er öll á ensku, eins og sjá má myndinni hér að ofan. Auglýsingin er umdeild en fær þó að standa fram yfir mánaðamótin eins og Vísir greindi frá á mánudag. „Enskan flæðir alls staðar yfir án þess að nokkur geri nokkuð í því og það veikir varnir íslenskunnar,“ segir Eiríkur í færslu á Facebook nú í morgun þar sem hann færir rök fyrir því að Reykjavíkurborg hafi brotið lög með því að leyfa pokanum að standa. Í ákvæði laga nr. 57/2005 segir að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslenskri tungu og segir Eiríkur augljóst að pokinn sé ætlaður íslenskum viðskiptavinum verslunarinnar. Borgin geti ekki þóst vera stikkfrí. „Borgin telur það greinilega ekki hlutverk sitt að sjá til þess að lög séu virt að þessu leyti,“ segir Eiríkur og bætir því við að Neytendastofa hafi ekki svarað fyrirspurn han um hvað stofnunin geri til framfylgja lagaskyldu sinni í þessu efni. Breyti kannski litlu en er lýsandi Þó svo að ein auglýsing breyti engu um stöðu íslenskunnar að sögn Eiríks segir hann auglýsingu H&M dæmigerða fyrir andvaraleysið sem ríkir gagnvart tungumálinu - „enginn telur það hlutverk sitt að gæta hagsmuna þess,“ segir Eiríkur sem hefur verið duglegur að gagnrýna síaukna tilhneigingu fyrirtækja til að hafa markaðsefni sitt á ensku í takt við mikla fjölgun ferðamanna. Það gerði hann til að mynda í upphafi sumars þegar hann sagði það vera „frekar hallærislegt“ af Flugfélagi Íslands að breyta nafni sínu í Air Iceland Connect. Þá kvartaði hann jafnframt undan nafni vöru- og þjónustusýningarinnar Amazing Home Show sem fram fór í Laugardalshöll um miðjan maí. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru,“ sagði Eiríkur. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36 Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30 Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira
Íslenskufræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson segir hinn flennistóra H&M-poka sem nú stendur á Læjartorgi vera dæmigerðan fyrir það andvaraleysi sem ríkir gagnvart tungumálinu. Innkaupapokinn auglýsir opnun verslunarinnar um næstu helgi og er öll á ensku, eins og sjá má myndinni hér að ofan. Auglýsingin er umdeild en fær þó að standa fram yfir mánaðamótin eins og Vísir greindi frá á mánudag. „Enskan flæðir alls staðar yfir án þess að nokkur geri nokkuð í því og það veikir varnir íslenskunnar,“ segir Eiríkur í færslu á Facebook nú í morgun þar sem hann færir rök fyrir því að Reykjavíkurborg hafi brotið lög með því að leyfa pokanum að standa. Í ákvæði laga nr. 57/2005 segir að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslenskri tungu og segir Eiríkur augljóst að pokinn sé ætlaður íslenskum viðskiptavinum verslunarinnar. Borgin geti ekki þóst vera stikkfrí. „Borgin telur það greinilega ekki hlutverk sitt að sjá til þess að lög séu virt að þessu leyti,“ segir Eiríkur og bætir því við að Neytendastofa hafi ekki svarað fyrirspurn han um hvað stofnunin geri til framfylgja lagaskyldu sinni í þessu efni. Breyti kannski litlu en er lýsandi Þó svo að ein auglýsing breyti engu um stöðu íslenskunnar að sögn Eiríks segir hann auglýsingu H&M dæmigerða fyrir andvaraleysið sem ríkir gagnvart tungumálinu - „enginn telur það hlutverk sitt að gæta hagsmuna þess,“ segir Eiríkur sem hefur verið duglegur að gagnrýna síaukna tilhneigingu fyrirtækja til að hafa markaðsefni sitt á ensku í takt við mikla fjölgun ferðamanna. Það gerði hann til að mynda í upphafi sumars þegar hann sagði það vera „frekar hallærislegt“ af Flugfélagi Íslands að breyta nafni sínu í Air Iceland Connect. Þá kvartaði hann jafnframt undan nafni vöru- og þjónustusýningarinnar Amazing Home Show sem fram fór í Laugardalshöll um miðjan maí. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru,“ sagði Eiríkur.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36 Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30 Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira
Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36
Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30
Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13