Yfir 200 tilkynningar til netöryggissveitarinnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Fyrirtækjum er ekki skylt að tilkynna netöryggisveit um atvik sem varða netöryggi. Vísir/Getty CERT-ÍS netöryggissveitinni bárust alls 208 tilkynningar sem varða netöryggi á árinu 2016. Þetta kemur fram í nýrri árskýrslu. Innlendar tilkynningar voru 35 en 173 tilkynningar frá útlöndum. Innlendu tölurnar segja þó ekki alla söguna enda hafa íslensk fyrirtæki ekki tilkynningaskyldu gagnvart sveitinni og er það töluverður akkillesarhæll, segir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður CERT-ÍS. Unnið er að gerð þjónustusamninga við þá geira sem starfa á sviðum mikilvægra innviða samfélagsins. Ákveðið var að fara þessa leið eftir að fallið var frá áformum um að færa CERT-ÍS til Ríkislögreglustjóra, þegar ljóst varð að ekki var unnt að fjármagna starfsemina með skattheimtu hjá helstu geirum. „Við höfum þegar kynnt drög að samningum fyrir aðilum fjármálageirans, orkugeirans og stjórnsýslunnar. Við erum komin vel á veg með samninga við orkugeirann. Svo tökum við þetta bara skref fyrir skref,“ segir Þorleifur. Þjónustusamningarnir yrðu þá grundvöllur fyrir fjármögnun sveitarinnar en þeir eru einnig forsenda þess að sveitin fái nauðsynlega yfirsýn og svokallaða ástandsvitund um internetið. Forsenda ástandsvitundar er að sveitin fái tilkynningar um þau atvik sem upp koma. „Ef árás er til dæmis gerð á orkugeirann, er ekki ólíklegt að sambærileg árás sé í bígerð gagnvart öðrum geirum. Tilkynning til okkar er mikilvæg til þess að við getum greint atvikið og aðvarað aðra geira,“ segir Þorleifur: „Í dag hafa fyrirtæki hvorki skyldu til að tilkynna þessi atvik til okkar né heldur verða við tilmælum sveitarinnar að öðru leyti.“ Aðspurður segir Þorleifur að tilkynningar frá einstaklingum varði yfirleitt ólöglegt athæfi eins og fjárkúgun, miðlun höfundarvarins efnis og sölu fíkniefna. Tilkynna beri öll slík atvik til lögreglu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
CERT-ÍS netöryggissveitinni bárust alls 208 tilkynningar sem varða netöryggi á árinu 2016. Þetta kemur fram í nýrri árskýrslu. Innlendar tilkynningar voru 35 en 173 tilkynningar frá útlöndum. Innlendu tölurnar segja þó ekki alla söguna enda hafa íslensk fyrirtæki ekki tilkynningaskyldu gagnvart sveitinni og er það töluverður akkillesarhæll, segir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður CERT-ÍS. Unnið er að gerð þjónustusamninga við þá geira sem starfa á sviðum mikilvægra innviða samfélagsins. Ákveðið var að fara þessa leið eftir að fallið var frá áformum um að færa CERT-ÍS til Ríkislögreglustjóra, þegar ljóst varð að ekki var unnt að fjármagna starfsemina með skattheimtu hjá helstu geirum. „Við höfum þegar kynnt drög að samningum fyrir aðilum fjármálageirans, orkugeirans og stjórnsýslunnar. Við erum komin vel á veg með samninga við orkugeirann. Svo tökum við þetta bara skref fyrir skref,“ segir Þorleifur. Þjónustusamningarnir yrðu þá grundvöllur fyrir fjármögnun sveitarinnar en þeir eru einnig forsenda þess að sveitin fái nauðsynlega yfirsýn og svokallaða ástandsvitund um internetið. Forsenda ástandsvitundar er að sveitin fái tilkynningar um þau atvik sem upp koma. „Ef árás er til dæmis gerð á orkugeirann, er ekki ólíklegt að sambærileg árás sé í bígerð gagnvart öðrum geirum. Tilkynning til okkar er mikilvæg til þess að við getum greint atvikið og aðvarað aðra geira,“ segir Þorleifur: „Í dag hafa fyrirtæki hvorki skyldu til að tilkynna þessi atvik til okkar né heldur verða við tilmælum sveitarinnar að öðru leyti.“ Aðspurður segir Þorleifur að tilkynningar frá einstaklingum varði yfirleitt ólöglegt athæfi eins og fjárkúgun, miðlun höfundarvarins efnis og sölu fíkniefna. Tilkynna beri öll slík atvik til lögreglu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira