Yfir 200 tilkynningar til netöryggissveitarinnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Fyrirtækjum er ekki skylt að tilkynna netöryggisveit um atvik sem varða netöryggi. Vísir/Getty CERT-ÍS netöryggissveitinni bárust alls 208 tilkynningar sem varða netöryggi á árinu 2016. Þetta kemur fram í nýrri árskýrslu. Innlendar tilkynningar voru 35 en 173 tilkynningar frá útlöndum. Innlendu tölurnar segja þó ekki alla söguna enda hafa íslensk fyrirtæki ekki tilkynningaskyldu gagnvart sveitinni og er það töluverður akkillesarhæll, segir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður CERT-ÍS. Unnið er að gerð þjónustusamninga við þá geira sem starfa á sviðum mikilvægra innviða samfélagsins. Ákveðið var að fara þessa leið eftir að fallið var frá áformum um að færa CERT-ÍS til Ríkislögreglustjóra, þegar ljóst varð að ekki var unnt að fjármagna starfsemina með skattheimtu hjá helstu geirum. „Við höfum þegar kynnt drög að samningum fyrir aðilum fjármálageirans, orkugeirans og stjórnsýslunnar. Við erum komin vel á veg með samninga við orkugeirann. Svo tökum við þetta bara skref fyrir skref,“ segir Þorleifur. Þjónustusamningarnir yrðu þá grundvöllur fyrir fjármögnun sveitarinnar en þeir eru einnig forsenda þess að sveitin fái nauðsynlega yfirsýn og svokallaða ástandsvitund um internetið. Forsenda ástandsvitundar er að sveitin fái tilkynningar um þau atvik sem upp koma. „Ef árás er til dæmis gerð á orkugeirann, er ekki ólíklegt að sambærileg árás sé í bígerð gagnvart öðrum geirum. Tilkynning til okkar er mikilvæg til þess að við getum greint atvikið og aðvarað aðra geira,“ segir Þorleifur: „Í dag hafa fyrirtæki hvorki skyldu til að tilkynna þessi atvik til okkar né heldur verða við tilmælum sveitarinnar að öðru leyti.“ Aðspurður segir Þorleifur að tilkynningar frá einstaklingum varði yfirleitt ólöglegt athæfi eins og fjárkúgun, miðlun höfundarvarins efnis og sölu fíkniefna. Tilkynna beri öll slík atvik til lögreglu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
CERT-ÍS netöryggissveitinni bárust alls 208 tilkynningar sem varða netöryggi á árinu 2016. Þetta kemur fram í nýrri árskýrslu. Innlendar tilkynningar voru 35 en 173 tilkynningar frá útlöndum. Innlendu tölurnar segja þó ekki alla söguna enda hafa íslensk fyrirtæki ekki tilkynningaskyldu gagnvart sveitinni og er það töluverður akkillesarhæll, segir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður CERT-ÍS. Unnið er að gerð þjónustusamninga við þá geira sem starfa á sviðum mikilvægra innviða samfélagsins. Ákveðið var að fara þessa leið eftir að fallið var frá áformum um að færa CERT-ÍS til Ríkislögreglustjóra, þegar ljóst varð að ekki var unnt að fjármagna starfsemina með skattheimtu hjá helstu geirum. „Við höfum þegar kynnt drög að samningum fyrir aðilum fjármálageirans, orkugeirans og stjórnsýslunnar. Við erum komin vel á veg með samninga við orkugeirann. Svo tökum við þetta bara skref fyrir skref,“ segir Þorleifur. Þjónustusamningarnir yrðu þá grundvöllur fyrir fjármögnun sveitarinnar en þeir eru einnig forsenda þess að sveitin fái nauðsynlega yfirsýn og svokallaða ástandsvitund um internetið. Forsenda ástandsvitundar er að sveitin fái tilkynningar um þau atvik sem upp koma. „Ef árás er til dæmis gerð á orkugeirann, er ekki ólíklegt að sambærileg árás sé í bígerð gagnvart öðrum geirum. Tilkynning til okkar er mikilvæg til þess að við getum greint atvikið og aðvarað aðra geira,“ segir Þorleifur: „Í dag hafa fyrirtæki hvorki skyldu til að tilkynna þessi atvik til okkar né heldur verða við tilmælum sveitarinnar að öðru leyti.“ Aðspurður segir Þorleifur að tilkynningar frá einstaklingum varði yfirleitt ólöglegt athæfi eins og fjárkúgun, miðlun höfundarvarins efnis og sölu fíkniefna. Tilkynna beri öll slík atvik til lögreglu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira