Vilja sekta fyrir of mikinn meðalhraða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 19:30 Myndavélar sem mæla meðalhraða á vegum hafa leitt til umtalsverðrar fækkunar á alvarlegum umferðarslysum í Noregi. Sams konar eftirlit er nú komið í útboðsferli hér á landi. Vegagerðin leggur til eftirlitið verði sett upp víða þar sem slys vegna hraðaksturs eru algeng. Meðalhraðaeftirlit virkar þannig að tveimur myndavélum er komið fyrir sitt hvoru megin við endann á tilteknum vegkafla. Ein mynd er tekin af ökumanni þegar hann kemur inn á kaflann og önnur þegar farið er út af honum. Lengdin liggur fyrir og er meðalhraðinn reiknaður sjálfvirkt miðað við tímann sem það tekur ökumanninn að komast á milli myndavéla. Þeir sem fara of hratt eru sektaðir. Forstöðukona hjá Vegagerðinni segir þetta hafa reynst vel í Noregi. „Slysum og alvarlega slösuðum og látnum í Noregi fækkaði um 49 til 54% við uppsetningu þessa sjálfvirka meðaltalseftirlits," segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðukona hjá Vegagerðinni. Tæknin var nýverið prófuð á Hringveginum og hefur nú þegar verið leitað eftir tilboðum í uppsetningu á tveimur vegköflum. „Það hefur þegar verið ákveðið að hafa möguleika á að taka þetta sjálfvirka meðaltalseftirlit upp í nýjum Norðfjarðargöngum og jafnvel hugsanlega á Grindavíkurvegi á kaflanum milli Reykanesbrautar og Bláa Lónsins," segir Auður. Mun fleiri staðir koma þá einnig til greina og ætlar Vegagerðin að leggja til að meðalhraðaeftirliti verði komið fyrir í næstu samgönguáætlun. „Þetta hefur fengið ágætan hljómgrunn, bæði hér innan Vegagerðarinnar og hjá lögreglu en einnig hjá ráðuneytinu," segir Auður. Kostnaður við uppsetningu á hverjum kafla gæti verið um sextíu milljónir króna en samkvæmt skýrslu sem Mannvit vann fyrir Vegagerðina gæti fjárfestingin borgað sig upp á um það bil einu ári. Efitirlitið yrði þó einungis sett upp á köflum þar sem mörg slys verða sem hægt að tengja hraðakstri. „Þetta yrði mjög fljótt að borga sig upp, fyrst og fremst í minni slysakostnaði. Við erum ekki að þessu til að hanka ökumenn heldur fyrst og fremst til að auka öryggi fólks," segir Auður. Samgöngur Tengdar fréttir Lögreglan vill fara nýjar leiðir til að koma upp um hraðakstur Svokallaðar meðalhraðamyndavélar hafa gefið góða raun víða. Lögreglan hefur áhuga á að innleiða kerfið hér. 23. september 2015 13:03 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Sjá meira
Myndavélar sem mæla meðalhraða á vegum hafa leitt til umtalsverðrar fækkunar á alvarlegum umferðarslysum í Noregi. Sams konar eftirlit er nú komið í útboðsferli hér á landi. Vegagerðin leggur til eftirlitið verði sett upp víða þar sem slys vegna hraðaksturs eru algeng. Meðalhraðaeftirlit virkar þannig að tveimur myndavélum er komið fyrir sitt hvoru megin við endann á tilteknum vegkafla. Ein mynd er tekin af ökumanni þegar hann kemur inn á kaflann og önnur þegar farið er út af honum. Lengdin liggur fyrir og er meðalhraðinn reiknaður sjálfvirkt miðað við tímann sem það tekur ökumanninn að komast á milli myndavéla. Þeir sem fara of hratt eru sektaðir. Forstöðukona hjá Vegagerðinni segir þetta hafa reynst vel í Noregi. „Slysum og alvarlega slösuðum og látnum í Noregi fækkaði um 49 til 54% við uppsetningu þessa sjálfvirka meðaltalseftirlits," segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðukona hjá Vegagerðinni. Tæknin var nýverið prófuð á Hringveginum og hefur nú þegar verið leitað eftir tilboðum í uppsetningu á tveimur vegköflum. „Það hefur þegar verið ákveðið að hafa möguleika á að taka þetta sjálfvirka meðaltalseftirlit upp í nýjum Norðfjarðargöngum og jafnvel hugsanlega á Grindavíkurvegi á kaflanum milli Reykanesbrautar og Bláa Lónsins," segir Auður. Mun fleiri staðir koma þá einnig til greina og ætlar Vegagerðin að leggja til að meðalhraðaeftirliti verði komið fyrir í næstu samgönguáætlun. „Þetta hefur fengið ágætan hljómgrunn, bæði hér innan Vegagerðarinnar og hjá lögreglu en einnig hjá ráðuneytinu," segir Auður. Kostnaður við uppsetningu á hverjum kafla gæti verið um sextíu milljónir króna en samkvæmt skýrslu sem Mannvit vann fyrir Vegagerðina gæti fjárfestingin borgað sig upp á um það bil einu ári. Efitirlitið yrði þó einungis sett upp á köflum þar sem mörg slys verða sem hægt að tengja hraðakstri. „Þetta yrði mjög fljótt að borga sig upp, fyrst og fremst í minni slysakostnaði. Við erum ekki að þessu til að hanka ökumenn heldur fyrst og fremst til að auka öryggi fólks," segir Auður.
Samgöngur Tengdar fréttir Lögreglan vill fara nýjar leiðir til að koma upp um hraðakstur Svokallaðar meðalhraðamyndavélar hafa gefið góða raun víða. Lögreglan hefur áhuga á að innleiða kerfið hér. 23. september 2015 13:03 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Sjá meira
Lögreglan vill fara nýjar leiðir til að koma upp um hraðakstur Svokallaðar meðalhraðamyndavélar hafa gefið góða raun víða. Lögreglan hefur áhuga á að innleiða kerfið hér. 23. september 2015 13:03