Hryðjuverk í Turku: Mechkah hefur viðurkennt ódæðið Atli Ísleifsson skrifar 22. ágúst 2017 10:13 Hinn átján ára Mechkah dvelur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotinn í fótinn af lögreglu. Vísir/AFP Marokkómaðurinn Abderrahman Mechkah hefur viðurkennt að hafa borið ábyrgð á árásinni í finnsku borginni Turku á föstudag. Hann neitar þó að hafa gerst sekur um morð. Dómstóll í Finnlandi úrskurðaði Mechkah í tveggja mánaða gæsluvarðhald fyrr í dag. Auk Mechkah hefur lögregla farið fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum til viðbótar sem grunaðir eru um aðild að árásinni. Þá er fimmti maðurinn einnig grunaður um að hafa aðstoðað mennina. Allir eru þeir marokkóskir ríkisborgarar. Hinn átján ára Mechkah dvelur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotinn í fótinn af lögreglu og gaf hann skýrslu í gegnum myndsíma. Tveir létu lífið og átta særðust í árásinni sem varð á Markaðstoginu í Turku á föstudaginn. Málið er rannsakað af lögreglu sem hryðjuverkaárás, en hún beindist sérstaklega að konum. Mechkah hafði sótt um hæli í Finnlandi en umsókninni hafði verið hafnað. Samkvæmt finnska innanríkisráðuneytinu hafði maðurinn áfrýjað niðurstöðinni og var niðurstöðu þar beðið. Lögregla í Suðvestur-Finnlandi hafði áður fengið ábendingu um að Mechkah hafi snúist til öfgabyggju og hafði komið málinu áfram til leyniþjónustu landsins (Skypo). Ekki var þó talin stafa sérstök hætta af Mechkah og var hann ekki á lista Skypo yfir 350 grunaða hryðjuverkamenn. Þýska blaðið Deutsche Welle greinir frá því að maðurinn hafi komið til Finnlands frá Þýskalandi þar sem hann var grunaður um fjölda brota. Á hann að hafa notast við fjölda falsaðra persónuskilríkja þegar hann dvaldi í Þýskalandi. Lögregla í Þýskalandi var sömuleiðis með tvo til viðbótar í hópi hinna grunuðu á skrá. Tengdar fréttir Sorg í Finnlandi: Dóttir Silju varaði hana við árásinni í Turku Silja segir íbúa hafa óttast um ættingja sína og vini þegar fregnir bárust út. 19. ágúst 2017 20:09 Árásin í Turku: Tveggja mánaða gæsluvarðhalds krafist Tveir létu lífið og átta særðust í árás Abderrahman Mechkah, átján ára manns frá Marokkó, þegar hann stakk gangandi vegfarendur með hníf í miðborg Turku á föstudag. 21. ágúst 2017 10:15 Tveir látnir og átta særðir eftir hnífaárás í Finnlandi Lögreglan í Finnlandi segist hafa skotið mann sem grunaður er um að hafa stungið fjölda fólks í borginni Turku í suðvesturhluta landsins. 18. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Marokkómaðurinn Abderrahman Mechkah hefur viðurkennt að hafa borið ábyrgð á árásinni í finnsku borginni Turku á föstudag. Hann neitar þó að hafa gerst sekur um morð. Dómstóll í Finnlandi úrskurðaði Mechkah í tveggja mánaða gæsluvarðhald fyrr í dag. Auk Mechkah hefur lögregla farið fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum til viðbótar sem grunaðir eru um aðild að árásinni. Þá er fimmti maðurinn einnig grunaður um að hafa aðstoðað mennina. Allir eru þeir marokkóskir ríkisborgarar. Hinn átján ára Mechkah dvelur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotinn í fótinn af lögreglu og gaf hann skýrslu í gegnum myndsíma. Tveir létu lífið og átta særðust í árásinni sem varð á Markaðstoginu í Turku á föstudaginn. Málið er rannsakað af lögreglu sem hryðjuverkaárás, en hún beindist sérstaklega að konum. Mechkah hafði sótt um hæli í Finnlandi en umsókninni hafði verið hafnað. Samkvæmt finnska innanríkisráðuneytinu hafði maðurinn áfrýjað niðurstöðinni og var niðurstöðu þar beðið. Lögregla í Suðvestur-Finnlandi hafði áður fengið ábendingu um að Mechkah hafi snúist til öfgabyggju og hafði komið málinu áfram til leyniþjónustu landsins (Skypo). Ekki var þó talin stafa sérstök hætta af Mechkah og var hann ekki á lista Skypo yfir 350 grunaða hryðjuverkamenn. Þýska blaðið Deutsche Welle greinir frá því að maðurinn hafi komið til Finnlands frá Þýskalandi þar sem hann var grunaður um fjölda brota. Á hann að hafa notast við fjölda falsaðra persónuskilríkja þegar hann dvaldi í Þýskalandi. Lögregla í Þýskalandi var sömuleiðis með tvo til viðbótar í hópi hinna grunuðu á skrá.
Tengdar fréttir Sorg í Finnlandi: Dóttir Silju varaði hana við árásinni í Turku Silja segir íbúa hafa óttast um ættingja sína og vini þegar fregnir bárust út. 19. ágúst 2017 20:09 Árásin í Turku: Tveggja mánaða gæsluvarðhalds krafist Tveir létu lífið og átta særðust í árás Abderrahman Mechkah, átján ára manns frá Marokkó, þegar hann stakk gangandi vegfarendur með hníf í miðborg Turku á föstudag. 21. ágúst 2017 10:15 Tveir látnir og átta særðir eftir hnífaárás í Finnlandi Lögreglan í Finnlandi segist hafa skotið mann sem grunaður er um að hafa stungið fjölda fólks í borginni Turku í suðvesturhluta landsins. 18. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Sorg í Finnlandi: Dóttir Silju varaði hana við árásinni í Turku Silja segir íbúa hafa óttast um ættingja sína og vini þegar fregnir bárust út. 19. ágúst 2017 20:09
Árásin í Turku: Tveggja mánaða gæsluvarðhalds krafist Tveir létu lífið og átta særðust í árás Abderrahman Mechkah, átján ára manns frá Marokkó, þegar hann stakk gangandi vegfarendur með hníf í miðborg Turku á föstudag. 21. ágúst 2017 10:15
Tveir látnir og átta særðir eftir hnífaárás í Finnlandi Lögreglan í Finnlandi segist hafa skotið mann sem grunaður er um að hafa stungið fjölda fólks í borginni Turku í suðvesturhluta landsins. 18. ágúst 2017 14:15