Viðreisn fékk milljónir frá Helga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Helgi Magnússon er einn af stofnendum Viðreisnar og hefur verið áhrifamaður á bak við tjöldin. Vísir/GVA Fjárfestirinn Helgi Magnússon og félög honum tengd lögðu Viðreisn til 2,4 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Helgi er stærsti einstaki bakhjarl flokksins sem fékk alls rúmar 26,7 milljónir króna í framlög frá einstaklingum og lögaðilum á stofnári hans. Athygli vekur að þó nokkrir bakhjarlar styrkja flokkinn um meira en 400 þúsund krónur sem er lögbundin hámarksfjárhæð sem einstakur aðili má styrkja flokka með. Skýringin liggur í því að þar sem um var að ræða fyrsta starfsár flokksins skilgreindi stjórn hans öll framlög sem stofnframlög. Er vísað til þess að í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka sé kveðið á um að framlög, sem veitt eru í beinum tengslum við stofnun stjórnmálasamtaka, megi að hámarki nema sem svarar tvöföldu hámarksframlagi, eða 800 þúsund krónum. Tuttugu félög styrktu flokkinn um 400 þúsund krónur og einn einstaklingur. Helgi, sem var einn af stofnendum Viðreisnar og áhrifamaður á bak við tjöldin þar frá upphafi, styrkti flokkinn um 800 þúsund krónur persónulega. Félög hans Varðberg ehf. og Hofgarðar ehf. lögðu síðan til 400 þúsund krónur hvort og bein framlög í hans nafni því komin í 1,6 milljónir. Helgi er einn af stærstu hluthöfum N1 í gegnum Hofgarða og er varaformaður stjórnar félagsins. Olíufélagið styrkti Viðreisn um 400 þúsund krónur líkt og Bláa lónið þar sem Helgi er stjórnarformaður og meðal helstu eigenda í gegnum Hofgarða. Alls nema framlög Helga og félaga sem honum tengjast til Viðreisnar því 2,4 milljónum króna eða ellefu prósentum af heildarframlögum til flokksins í fyrra. Af öðrum bakhjörlum flokksins er náinn viðskiptafélagi Helga, Sigurður Arngrímsson, sem styrkti flokkinn um 1,2 milljónir; 400 þúsund persónulega og annað eins í gegnum félög sín Ursus Maritimus og Saffron Holding. Eitt framlag vekur þó sérstaka athygli þótt það sé ekki af sömu stærðargráðu en það eru 200 þúsund krónur frá félaginu Miðeind ehf. Það er í eigu fjárfestisins Vilhjálms Þorsteinssonar sem þar til í lok mars í fyrra var gjaldkeri Samfylkingarinnar. Lét hann af störfum þar eftir umfjöllun um tengsl félags í hans eigu við Panama-skjölin. Viðreisn var rekin með ríflega tíu milljóna króna tapi á stofnárinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjárfestirinn Helgi Magnússon og félög honum tengd lögðu Viðreisn til 2,4 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Helgi er stærsti einstaki bakhjarl flokksins sem fékk alls rúmar 26,7 milljónir króna í framlög frá einstaklingum og lögaðilum á stofnári hans. Athygli vekur að þó nokkrir bakhjarlar styrkja flokkinn um meira en 400 þúsund krónur sem er lögbundin hámarksfjárhæð sem einstakur aðili má styrkja flokka með. Skýringin liggur í því að þar sem um var að ræða fyrsta starfsár flokksins skilgreindi stjórn hans öll framlög sem stofnframlög. Er vísað til þess að í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka sé kveðið á um að framlög, sem veitt eru í beinum tengslum við stofnun stjórnmálasamtaka, megi að hámarki nema sem svarar tvöföldu hámarksframlagi, eða 800 þúsund krónum. Tuttugu félög styrktu flokkinn um 400 þúsund krónur og einn einstaklingur. Helgi, sem var einn af stofnendum Viðreisnar og áhrifamaður á bak við tjöldin þar frá upphafi, styrkti flokkinn um 800 þúsund krónur persónulega. Félög hans Varðberg ehf. og Hofgarðar ehf. lögðu síðan til 400 þúsund krónur hvort og bein framlög í hans nafni því komin í 1,6 milljónir. Helgi er einn af stærstu hluthöfum N1 í gegnum Hofgarða og er varaformaður stjórnar félagsins. Olíufélagið styrkti Viðreisn um 400 þúsund krónur líkt og Bláa lónið þar sem Helgi er stjórnarformaður og meðal helstu eigenda í gegnum Hofgarða. Alls nema framlög Helga og félaga sem honum tengjast til Viðreisnar því 2,4 milljónum króna eða ellefu prósentum af heildarframlögum til flokksins í fyrra. Af öðrum bakhjörlum flokksins er náinn viðskiptafélagi Helga, Sigurður Arngrímsson, sem styrkti flokkinn um 1,2 milljónir; 400 þúsund persónulega og annað eins í gegnum félög sín Ursus Maritimus og Saffron Holding. Eitt framlag vekur þó sérstaka athygli þótt það sé ekki af sömu stærðargráðu en það eru 200 þúsund krónur frá félaginu Miðeind ehf. Það er í eigu fjárfestisins Vilhjálms Þorsteinssonar sem þar til í lok mars í fyrra var gjaldkeri Samfylkingarinnar. Lét hann af störfum þar eftir umfjöllun um tengsl félags í hans eigu við Panama-skjölin. Viðreisn var rekin með ríflega tíu milljóna króna tapi á stofnárinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira