Meirihluti starfsfólks með magakveisu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 20:15 Skólasetningu í Hvassaleitishluta Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. Skólasetningu hefur verið frestað fram á fimmtudag þar sem 26 af 36 manna starfsliði skólans hefur veikst af magapest á síðustu dögum. Skólasetningu sem átti að vera á morgun hefur verið frestað um að minnsta kosti tvo daga, eða þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að nokkur sýni væru til rannsóknar og er niðurstöðu að vænta á næstu dögum. Næstu skref verða ákveðin í kjölfarið. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir að svör þurfi að fást áður en börnin mæta í skólann. „Við erum að fresta þessu til þess að fá betri mynd af stöðunni og til þess að börnin fái að njóta vafans. Þannig að við séum ekki að stefna þeim í neina hugsanlega magakveisu," segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Ef veikindin reynast nóróveirusýking er ljóst að mikið hreinsunarstarf þarf að fara fram í skólanum og gæti skólastarf því frestast enn frekar. Sviðsstjórinn segir þó allt eins líklegt að um matareitrun eða aðra pest sé að ræða og verða ákvarðanir um áframhaldið teknar þegar það liggur fyrir. „Við bara byrjum á þessu og síðan upplýsum við skólasamfélagið; foreldra og starfsmenn, um áframhaldið," segir Helgi. Leikskólabörn eru nú í Háaleitisskóla sökum myglu sem kom upp í þeirra húsnæði en veikindin hafa hvorki hrjáð börnin né starfsfólkið á þeirri deild. „Þetta á ekki að hafa nein áhrif á það svæði. Það eru hvorki dæmi um einkenni hjá starfsfólki né börnum sem hafa verið að nýta þann hluta skólahúsnæðisins," segir Helgi. Skátar leigðu Háaleitisskóla í lok júlímánaðar en hópsýking kom síðar upp hjá þeim. Sviðsstjóri skólamála telur þó ólíklegt að veikindin tengist þar sem nokkrar vikur séu liðnar frá dvöl skátanna í skólanum. „Það var hópur sem gisti þarna í seinni hluta júlí og þetta er að koma núna í miðjum ágúst. Þannig að tengslin þarna á milli eru engin," segir Helgi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Skólasetningu í Hvassaleitishluta Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. Skólasetningu hefur verið frestað fram á fimmtudag þar sem 26 af 36 manna starfsliði skólans hefur veikst af magapest á síðustu dögum. Skólasetningu sem átti að vera á morgun hefur verið frestað um að minnsta kosti tvo daga, eða þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að nokkur sýni væru til rannsóknar og er niðurstöðu að vænta á næstu dögum. Næstu skref verða ákveðin í kjölfarið. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir að svör þurfi að fást áður en börnin mæta í skólann. „Við erum að fresta þessu til þess að fá betri mynd af stöðunni og til þess að börnin fái að njóta vafans. Þannig að við séum ekki að stefna þeim í neina hugsanlega magakveisu," segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Ef veikindin reynast nóróveirusýking er ljóst að mikið hreinsunarstarf þarf að fara fram í skólanum og gæti skólastarf því frestast enn frekar. Sviðsstjórinn segir þó allt eins líklegt að um matareitrun eða aðra pest sé að ræða og verða ákvarðanir um áframhaldið teknar þegar það liggur fyrir. „Við bara byrjum á þessu og síðan upplýsum við skólasamfélagið; foreldra og starfsmenn, um áframhaldið," segir Helgi. Leikskólabörn eru nú í Háaleitisskóla sökum myglu sem kom upp í þeirra húsnæði en veikindin hafa hvorki hrjáð börnin né starfsfólkið á þeirri deild. „Þetta á ekki að hafa nein áhrif á það svæði. Það eru hvorki dæmi um einkenni hjá starfsfólki né börnum sem hafa verið að nýta þann hluta skólahúsnæðisins," segir Helgi. Skátar leigðu Háaleitisskóla í lok júlímánaðar en hópsýking kom síðar upp hjá þeim. Sviðsstjóri skólamála telur þó ólíklegt að veikindin tengist þar sem nokkrar vikur séu liðnar frá dvöl skátanna í skólanum. „Það var hópur sem gisti þarna í seinni hluta júlí og þetta er að koma núna í miðjum ágúst. Þannig að tengslin þarna á milli eru engin," segir Helgi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira