Innlent

Skólasetningu frestað vegna veikinda starfsmanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nemendur í Hvassaleiti mæta til leiks á fimmtudaginn en ekki á morgun vegna veikinda starfsfólks.
Nemendur í Hvassaleiti mæta til leiks á fimmtudaginn en ekki á morgun vegna veikinda starfsfólks. Vísir/GVA
Fresta þarf skólasetningu í Hvassaleiti, annarri af tveimur starfsstöðvum Háaleitisskóla, sem fram átti að fara á morgun, þriðjudaginn 22. ágúst, vegna veikinda starfsfólks til fimmtudags.



Svo segir í tilkynningu á vef skólans
. Viðtöl við foreldra 1. bekkinga frestast sömuleiðis af þessum sökum.

„Margir starfsmenn í Hvassaleiti veiktust í liðinni viku af magakveisu og er ekki ráðlegt að hefja skólastarfið á meðan smithætta getur verið fyrir hendi. Verið er að kanna ástæður veikinda starfsfólks í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og sóttvarnalækni,“ segir á vef skólans.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×