Hjörleifur svarar fyrir sjómannsmálið: Segir alvarlega bresti í stjórnkerfi Reykjavíkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 13:00 Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, svaraði fyrir aðild sína í sjómannsmálinu í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Vísir/Vilhelm Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, er harðorður í garð Reykjavíkurborgar og fjölmiðla í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hann segir alvarlega bresti í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og sakar Fréttablaðið og borgarstjórn um „rógsherferð“ í sinn garð. Pistilinn ritar Hjörleifur sem svar við umfjöllun um aðild sína að hvarfi sjómannsins á Sjávarútvegshúsinu sem málað var yfir í júlí síðastliðnum. Um miðjan ágúst var greint frá því að búið væri að mála yfir stóra mynd af sjómanni, sem prýddi austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4, en myndin var á vegum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, og máluð á húsið árið 2015. Þá var fyrst greint frá því í Fréttablaðinu þann 15. ágúst að Hjörleifur Guttormsson hefði verið einn háværasti andstæðingur myndarinnar af sjómanninum.Skrifar umfjöllunina á svokallaða gúrkutíð í fjölmiðlum Hjörleifur svarar fyrir þessar ásakanir Fréttablaðsins í pistli sínum í Morgunblaðinu en fyrst nefnir hann málið sérstaklega í samhengi við „gúrkutíð hjá innlendum fréttastofum.“ „Ef ekki kæmu til tilfallandi kjólasýningar í þingsölum, fregnir af óviðeigandi kynhegðun á útihátíðum og margbreytilegur og sívaxandi ferðamannastraumur væri hægt að loka í Efstaleiti og á fréttastofum dagblaðanna,“ ritar Hjörleifur. Þá segir hann sjómanninn hafa reynst fjölmiðlum hjálplegan „þegar neyðin er stærst“ og að í kjölfar umfjöllunarinnar hafi sökudólgsins verið leitað. „Og nú hófst leitin að gjörningsmanni þessa voðaverks, en það fór líkt og í sögunni um gömlu konuna og svínið, sem slapp frá henni yfir girðinguna, að hver vísaði á annan: Ekki ég, ekki ég. En var það ekki skúrkurinn hann Hjörleifur sem kom þessu öllu af stað?“Myndin af sjómanninum fór ekki framhjá neinum sem ók eftir Sæbraut í austurátt.Vísir/VilhelmÍtrekar að hann telji skipulagslög hafa verið brotin Í samtali við Vísi þann 16. ágúst sagði Hjörleifur að hann teldi skipulagslög hafa verið brotin þegar myndin af sjómanninum var máluð. Þá sagði hann að grenndarkynningu þyrfti þegar sett væru upp verk af þessum toga. Þessa afstöðu sína ítrekar Hjörleifur í pistli sínum í Morgunblaðinu í morgun. „Borgarstjórn brást skjótt við og á fundi hennar var fallist á þessa ósk [að mála myndir á nokkur hús í borginni í aðdraganda Iceland Airwaves] án nokkurra skilyrða, hvorki tekið fram hversu lengi verk þessi mættu standa né um fyrirvara um grenndarkynningu,“ ritar Hjörleifur. „Með þessum handahófsgjörningi gekk sveitarstjórnin sameinuð gegn ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2011, sérstaklega grein 44 sem kveður skýlaust á um tilskilda málsmeðferð.“ Hjörleifur skrifar einnig að málið kunni að virðast léttvægt og ómerkilegt en „sýni mikla bresti hjá stjórnendum og stjórnkerfi höfuðstaðarins.“ „Lítilsvirðingin gagnvart almenningi og þeim sem næstir eru vettvangi blasir hér við. Brotin eru lög og samþykktir í þágu skemmtanahalds og einkaaðila,“ skrifar Hjörleifur enn fremur. Ekki er ljóst hvort skipulagslög hafi verið brotin við málun sjómannsins á gafl Sjávarútvegshússins. Blaðamaður Vísis hefur sent skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar fyrirspurn vegna málsins.Hjörleifur Guttormsson kvartaði ítrekað undir sjómanninum á vegg Sjávarútvegshússins.Vísir/Valgarður„Sáldrað út tölvupóstum af samskiptum íbúa við stjórnkerfi borgarinnar“ Þá gagnrýnir Hjörleifur sérstaklega meðferð fjölmiðla á tölvupóstsamskiptum sínum við Reykjavíkurborg. „Í þokkabot er sáldrað út tölvupóstum af samskiptum íbúa við stjórnkerfi borgarinnar,“ ritar Hjörleifur og gagnrýnir einnig hlut fréttastofu Ríkisútvarpsins í þeim efnum, sem hann segir afar sérstakan. „Þar á bæ veita menn móttöku tölvupóstum úr borgarkerfinu frá fólki sem er greinilega mikið í mun að beina athygli frá eigin samþykktum og gjörðum og benda þess í stað á sökudólg úti í bæ.“ Þar á Hjörleifur líklega við sjálfan sig.Sjá einnig: Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Í tölvupóstsamskiptunum, sem Hjörleifur minnist þarna á og Ríkisútvarpið sagði fyrst frá um miðjan mánuðinn, má lesa að Hjörleifur hafi í lok maí á síðasta ári sent byggingarfulltrúanum Nikulási Úlfari Mássyni fyrirspurn í þremur liðum. Vildi hann meðal annars fá að vita hvenær mætti búast við því að „þessi mynd verði fjarlægð af húsinu.“ Þá var hann einnig í sambandi við formann borgarráðs, S. Björn Blöndal, og krafðist þess að fá staðfestingu á því að myndin yrði fjarlægð um haustið.Tekur sjárt að sjá RÚV láta misnota sigPistli sínum lýkur Hjörleifur með því að setja enn frekar út á vinnubrögð fjölmiðla í umfjöllun um málið. „Í þessu máli eins og mörgum öðrum sakna ég þess að fjölmiðlar kafi undir yfirborðið og vinni heimavinnuna. Gúrkufréttin um sjómanninn sem hvarf af sjávarútvegshúsinu snýst um annað og meira en einn húsgafl.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að efna til samkeppni um nýja mynd á vegg Sjávarútvegshússins.Þá gagnrýnir hann aftur Ríkisútvarpið en Hjörleifur sakar fréttastofu RÚV um að taka á móti tölvupóstum frá fólki í borgarkerfinu sem vilji beina athygli frá eigin gjörðum og benda á „sökudólg úti í bæ.“ Alvarlegri þykir honum þó brestir í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. „Mann tekur sárt að sjá „útvarp allra landsmanna“ láta misnota sig með þessum hætti. Alvarlegri eru þó þeir brestir sem endurspeglast nú um stundir í stjórnkerfi Reykjavíkur á mörgum sviðum og veggjakrot í kjölfar handauppréttinga í borgarstjórninni er aðeins örlítið dæmi um.“ Þann 18. ágúst greindi Fréttablaðið frá því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hygðist undirbúa samkeppni um nýja mynd á vegg Sjávarútvegshússins í stað sjómannsmyndarinnar. Í frétt blaðsins kom fram að hugmyndin hafi verið rædd meðal þeirra sem í húsinu eru og að allir séu sammála um að vegginn skuli prýða mynd sem fellur að starfsemi hússins, líkt og hin horfna mynd gerði. Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta mála Hjörleif á vegginn Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, "er ekki sáttur“ við að myndin af sjómanninum á austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4 sé horfinn. 16. ágúst 2017 18:02 Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22 Búið að mála yfir sjómanninn á Sjávarútvegshúsinu Veggmyndin á austuvegg Skúlagötu 4 er nú á bak og burt. 14. ágúst 2017 12:00 Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, er harðorður í garð Reykjavíkurborgar og fjölmiðla í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hann segir alvarlega bresti í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og sakar Fréttablaðið og borgarstjórn um „rógsherferð“ í sinn garð. Pistilinn ritar Hjörleifur sem svar við umfjöllun um aðild sína að hvarfi sjómannsins á Sjávarútvegshúsinu sem málað var yfir í júlí síðastliðnum. Um miðjan ágúst var greint frá því að búið væri að mála yfir stóra mynd af sjómanni, sem prýddi austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4, en myndin var á vegum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, og máluð á húsið árið 2015. Þá var fyrst greint frá því í Fréttablaðinu þann 15. ágúst að Hjörleifur Guttormsson hefði verið einn háværasti andstæðingur myndarinnar af sjómanninum.Skrifar umfjöllunina á svokallaða gúrkutíð í fjölmiðlum Hjörleifur svarar fyrir þessar ásakanir Fréttablaðsins í pistli sínum í Morgunblaðinu en fyrst nefnir hann málið sérstaklega í samhengi við „gúrkutíð hjá innlendum fréttastofum.“ „Ef ekki kæmu til tilfallandi kjólasýningar í þingsölum, fregnir af óviðeigandi kynhegðun á útihátíðum og margbreytilegur og sívaxandi ferðamannastraumur væri hægt að loka í Efstaleiti og á fréttastofum dagblaðanna,“ ritar Hjörleifur. Þá segir hann sjómanninn hafa reynst fjölmiðlum hjálplegan „þegar neyðin er stærst“ og að í kjölfar umfjöllunarinnar hafi sökudólgsins verið leitað. „Og nú hófst leitin að gjörningsmanni þessa voðaverks, en það fór líkt og í sögunni um gömlu konuna og svínið, sem slapp frá henni yfir girðinguna, að hver vísaði á annan: Ekki ég, ekki ég. En var það ekki skúrkurinn hann Hjörleifur sem kom þessu öllu af stað?“Myndin af sjómanninum fór ekki framhjá neinum sem ók eftir Sæbraut í austurátt.Vísir/VilhelmÍtrekar að hann telji skipulagslög hafa verið brotin Í samtali við Vísi þann 16. ágúst sagði Hjörleifur að hann teldi skipulagslög hafa verið brotin þegar myndin af sjómanninum var máluð. Þá sagði hann að grenndarkynningu þyrfti þegar sett væru upp verk af þessum toga. Þessa afstöðu sína ítrekar Hjörleifur í pistli sínum í Morgunblaðinu í morgun. „Borgarstjórn brást skjótt við og á fundi hennar var fallist á þessa ósk [að mála myndir á nokkur hús í borginni í aðdraganda Iceland Airwaves] án nokkurra skilyrða, hvorki tekið fram hversu lengi verk þessi mættu standa né um fyrirvara um grenndarkynningu,“ ritar Hjörleifur. „Með þessum handahófsgjörningi gekk sveitarstjórnin sameinuð gegn ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2011, sérstaklega grein 44 sem kveður skýlaust á um tilskilda málsmeðferð.“ Hjörleifur skrifar einnig að málið kunni að virðast léttvægt og ómerkilegt en „sýni mikla bresti hjá stjórnendum og stjórnkerfi höfuðstaðarins.“ „Lítilsvirðingin gagnvart almenningi og þeim sem næstir eru vettvangi blasir hér við. Brotin eru lög og samþykktir í þágu skemmtanahalds og einkaaðila,“ skrifar Hjörleifur enn fremur. Ekki er ljóst hvort skipulagslög hafi verið brotin við málun sjómannsins á gafl Sjávarútvegshússins. Blaðamaður Vísis hefur sent skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar fyrirspurn vegna málsins.Hjörleifur Guttormsson kvartaði ítrekað undir sjómanninum á vegg Sjávarútvegshússins.Vísir/Valgarður„Sáldrað út tölvupóstum af samskiptum íbúa við stjórnkerfi borgarinnar“ Þá gagnrýnir Hjörleifur sérstaklega meðferð fjölmiðla á tölvupóstsamskiptum sínum við Reykjavíkurborg. „Í þokkabot er sáldrað út tölvupóstum af samskiptum íbúa við stjórnkerfi borgarinnar,“ ritar Hjörleifur og gagnrýnir einnig hlut fréttastofu Ríkisútvarpsins í þeim efnum, sem hann segir afar sérstakan. „Þar á bæ veita menn móttöku tölvupóstum úr borgarkerfinu frá fólki sem er greinilega mikið í mun að beina athygli frá eigin samþykktum og gjörðum og benda þess í stað á sökudólg úti í bæ.“ Þar á Hjörleifur líklega við sjálfan sig.Sjá einnig: Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Í tölvupóstsamskiptunum, sem Hjörleifur minnist þarna á og Ríkisútvarpið sagði fyrst frá um miðjan mánuðinn, má lesa að Hjörleifur hafi í lok maí á síðasta ári sent byggingarfulltrúanum Nikulási Úlfari Mássyni fyrirspurn í þremur liðum. Vildi hann meðal annars fá að vita hvenær mætti búast við því að „þessi mynd verði fjarlægð af húsinu.“ Þá var hann einnig í sambandi við formann borgarráðs, S. Björn Blöndal, og krafðist þess að fá staðfestingu á því að myndin yrði fjarlægð um haustið.Tekur sjárt að sjá RÚV láta misnota sigPistli sínum lýkur Hjörleifur með því að setja enn frekar út á vinnubrögð fjölmiðla í umfjöllun um málið. „Í þessu máli eins og mörgum öðrum sakna ég þess að fjölmiðlar kafi undir yfirborðið og vinni heimavinnuna. Gúrkufréttin um sjómanninn sem hvarf af sjávarútvegshúsinu snýst um annað og meira en einn húsgafl.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að efna til samkeppni um nýja mynd á vegg Sjávarútvegshússins.Þá gagnrýnir hann aftur Ríkisútvarpið en Hjörleifur sakar fréttastofu RÚV um að taka á móti tölvupóstum frá fólki í borgarkerfinu sem vilji beina athygli frá eigin gjörðum og benda á „sökudólg úti í bæ.“ Alvarlegri þykir honum þó brestir í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. „Mann tekur sárt að sjá „útvarp allra landsmanna“ láta misnota sig með þessum hætti. Alvarlegri eru þó þeir brestir sem endurspeglast nú um stundir í stjórnkerfi Reykjavíkur á mörgum sviðum og veggjakrot í kjölfar handauppréttinga í borgarstjórninni er aðeins örlítið dæmi um.“ Þann 18. ágúst greindi Fréttablaðið frá því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hygðist undirbúa samkeppni um nýja mynd á vegg Sjávarútvegshússins í stað sjómannsmyndarinnar. Í frétt blaðsins kom fram að hugmyndin hafi verið rædd meðal þeirra sem í húsinu eru og að allir séu sammála um að vegginn skuli prýða mynd sem fellur að starfsemi hússins, líkt og hin horfna mynd gerði.
Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta mála Hjörleif á vegginn Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, "er ekki sáttur“ við að myndin af sjómanninum á austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4 sé horfinn. 16. ágúst 2017 18:02 Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22 Búið að mála yfir sjómanninn á Sjávarútvegshúsinu Veggmyndin á austuvegg Skúlagötu 4 er nú á bak og burt. 14. ágúst 2017 12:00 Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sjómenn vilja láta mála Hjörleif á vegginn Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, "er ekki sáttur“ við að myndin af sjómanninum á austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4 sé horfinn. 16. ágúst 2017 18:02
Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22
Búið að mála yfir sjómanninn á Sjávarútvegshúsinu Veggmyndin á austuvegg Skúlagötu 4 er nú á bak og burt. 14. ágúst 2017 12:00
Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30
Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00