Enski boltinn

Kominn í enn eitt B-liðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chris Wood er stór og stæðilegur framherji.
Chris Wood er stór og stæðilegur framherji. vísir/getty
Burnley gerði í dag Chris Wood að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar það borgaði Leeds United um 15 milljónir punda hann.

Wood er ætlað að fylla skarð Andre Gray í framlínu Burnley en félagið seldi hann til Watford í þarsíðustu viku.

Wood átti frábært tímabil með Leeds í fyrra og varð markakóngur ensku B-deildarinnar með 27 mörk. Alls skoraði Nýsjálendingurinn 44 mörk í 88 leikjum fyrir Leeds.

Wood hefur einnig leikið með Waikato í heimalandinu og West Brom, Barnsley, Brighton, Birmingham City, Bristol City, Millwall, Leicester City og Ipswich Town á Englandi. Fimm af 11 liðum sem Wood hefur spilað með byrja á B.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×