Biðraðir með tugum bíla enn daglegt brauð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Á 15 mínútum keyrðu 43 ökumenn inn á dæluplan Costco. vísir/ernir „Þeir eru að taka til sín stóra markaðshlutdeild á þessa einu stöð,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, um eldsneytisstöð Costco sem var opnuð fyrir þremur mánuðum. Tólf dælur á stöð Costco hafa gengið nánast linnulaust frá morgni til kvölds alla daga frá opnun enda fyrirtækið boðið lítraverð sem er allt að 30 krónum ódýrara. Það virðist sama hvenær dags er komið að dælustöðinni, alltaf er planið smekkfullt af bílum og biðröð með tugum bíla utan þess. Forsvarsmenn Costco hafa hingað til ekki viljað gefa mikið upp um eldsneytissölu sína. Blaðamaður gerði sér ferð að dælustöð Costco um klukkan ellefu á föstudagsmorgun til að gera óformlega athugun á traffíkinni. Á aðeins fimmtán mínútum taldi hann 43 bíla sem komust inn á dæluplanið, sem fyrir var fullt að vanda. Það gerir rétt tæplega þrjá bíla á mínútu og að þessum 15 mínútum loknum taldi hann 21 bíl í biðröðinni til að komast inn á planið þar sem taka við fleiri biðraðir við eina af dælum stöðvarinnar.Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.Ef við gefum okkur að hver þessara 43 bíla hafi tekið 45 lítra af eldsneyti má áætla að ríflega 1.900 lítrar af viðskiptum hafi komið inn á dæluplanið á þessu korteri. Costco selur bensínlítrann á 167,9 krónur og dísillítrann á 158,9 og ef marka má þessar 15 mínútur þá eru daglegir viðskiptavinir ekki taldir í hundruðum, heldur þúsundum. Biðraðir líkt og þær sem eru daglegt brauð í Kauptúni eru eitthvað sem sést ekki á öðrum stöðvum og undir það tekur Guðrún. „Maður sér þetta bara hvergi annars staðar.“ Guðrún segir að Atlantsolía finni fyrir áhrifum Costco líkt og aðrir en þar á bæ ætli þau sér að leyfa tímanum að líða og sjá hvernig málin þróast. „Maður hefur engar tölur og áttar sig ekki á því hvað þeir eru að taka mikla hlutdeild eða frá hverjum. Ætli þeir séu ekki að taka jafn mikið af öllum.“ Guðrún segir aðspurð áhrifin ekki það alvarleg að grípa þurfi til niðurskurðar líkt og Fréttablaðið hefur greint frá að önnur fyrirtæki á borð við Papco hafi neyðst til að gera vegna samdráttar í kjölfar komu Costco. Vöruhúsið lúti þó allt öðrum lögmálum en Atlantsolía. „Við seljum bara bensín og olíu á meðan þeir eru með eina stöð sem í raun er notuð sem aðdráttarafl fyrir verslunina en er ekki aðaltekjulind þeirra. Það var ljóst frá fyrsta degi að við myndum aldrei getað jafnað verðið þeirra þannig að við höfum farið aðrar leiðir.“ Bendir Guðrún á að félagið bjóði lægra verð á völdum stöðvum, til dæmis á Skemmuvegi þar sem lítrinn er tólf krónum ódýrari en ella. Þar gildi sömuleiðis afsláttarkjör í ofanálag þannig að minni munur sé á Atlantsolíu og Costco þar. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Sjá meira
„Þeir eru að taka til sín stóra markaðshlutdeild á þessa einu stöð,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, um eldsneytisstöð Costco sem var opnuð fyrir þremur mánuðum. Tólf dælur á stöð Costco hafa gengið nánast linnulaust frá morgni til kvölds alla daga frá opnun enda fyrirtækið boðið lítraverð sem er allt að 30 krónum ódýrara. Það virðist sama hvenær dags er komið að dælustöðinni, alltaf er planið smekkfullt af bílum og biðröð með tugum bíla utan þess. Forsvarsmenn Costco hafa hingað til ekki viljað gefa mikið upp um eldsneytissölu sína. Blaðamaður gerði sér ferð að dælustöð Costco um klukkan ellefu á föstudagsmorgun til að gera óformlega athugun á traffíkinni. Á aðeins fimmtán mínútum taldi hann 43 bíla sem komust inn á dæluplanið, sem fyrir var fullt að vanda. Það gerir rétt tæplega þrjá bíla á mínútu og að þessum 15 mínútum loknum taldi hann 21 bíl í biðröðinni til að komast inn á planið þar sem taka við fleiri biðraðir við eina af dælum stöðvarinnar.Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.Ef við gefum okkur að hver þessara 43 bíla hafi tekið 45 lítra af eldsneyti má áætla að ríflega 1.900 lítrar af viðskiptum hafi komið inn á dæluplanið á þessu korteri. Costco selur bensínlítrann á 167,9 krónur og dísillítrann á 158,9 og ef marka má þessar 15 mínútur þá eru daglegir viðskiptavinir ekki taldir í hundruðum, heldur þúsundum. Biðraðir líkt og þær sem eru daglegt brauð í Kauptúni eru eitthvað sem sést ekki á öðrum stöðvum og undir það tekur Guðrún. „Maður sér þetta bara hvergi annars staðar.“ Guðrún segir að Atlantsolía finni fyrir áhrifum Costco líkt og aðrir en þar á bæ ætli þau sér að leyfa tímanum að líða og sjá hvernig málin þróast. „Maður hefur engar tölur og áttar sig ekki á því hvað þeir eru að taka mikla hlutdeild eða frá hverjum. Ætli þeir séu ekki að taka jafn mikið af öllum.“ Guðrún segir aðspurð áhrifin ekki það alvarleg að grípa þurfi til niðurskurðar líkt og Fréttablaðið hefur greint frá að önnur fyrirtæki á borð við Papco hafi neyðst til að gera vegna samdráttar í kjölfar komu Costco. Vöruhúsið lúti þó allt öðrum lögmálum en Atlantsolía. „Við seljum bara bensín og olíu á meðan þeir eru með eina stöð sem í raun er notuð sem aðdráttarafl fyrir verslunina en er ekki aðaltekjulind þeirra. Það var ljóst frá fyrsta degi að við myndum aldrei getað jafnað verðið þeirra þannig að við höfum farið aðrar leiðir.“ Bendir Guðrún á að félagið bjóði lægra verð á völdum stöðvum, til dæmis á Skemmuvegi þar sem lítrinn er tólf krónum ódýrari en ella. Þar gildi sömuleiðis afsláttarkjör í ofanálag þannig að minni munur sé á Atlantsolíu og Costco þar.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Sjá meira