Kúludalsárbóndi ekki af baki dottinn þrátt fyrir frávísun Benedikt Bóas skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Hestur sem veiktist á Kúludalsá og var felldur árið 2015. Ragnheiður segist hafa gert allt sem hún gat til að koma honum til heilsu á ný. Ragnheiður Þorgrímsdóttir Ragnheiður Þorgrímsdóttir, bóndi á Kúludalsá í Hvalfirði, segir baráttu sinni vegna mengunar frá iðjuverunum á Grundartanga og veikinda í hrossum sínum hvergi nærri lokið. Nýlega vísaði atvinnuvegaráðuneytið kæru Ragnheiðar vegna vinnubragða Matvælastofnunar frá, en meðal þess sem kært var voru rangfærslur um málavexti, rannsókn sem hefði leitt til rangra niðurstaðna svo og synjun MAST á að fjarlægja persónuupplýsingar og ærumeiðandi aðdróttanir um Ragnheiði af vef sínum. Ráðuneytið taldi háttsemi MAST ekki vera kæranlega og tók því ekki efnislega afstöðu til veikinda hrossanna eða ástæðna fyrir þeim.Ragnheiður Þorgrímsdóttir„Ég er hissa og ósátt við þessa niðurstöðu ráðuneytisins. Þarna er æðra stjórnvald að neita því að taka afstöðu til mjög svo vafasamra vinnubragða undirstofnunar.“ Ragnheiðar hefur ítrekað vakið athygli á því að skömmu áður en hross hennar tóku að veikjast varð alvarlegt mengunarslys í álveri Norðuráls á Grundartanga. „Að halda því fram, eins og MAST gerir, að það sé ekkert eðlilegra en að yfir 20 hross á sama bænum veikist vegna offitu á nokkrum árum og fella þurfi 17 þeirra er auðvitað alveg út í hött. MAST hefur ekki getað bent á nein sambærileg tilvik. Eftir á að hyggja eru það mikil mistök að hafa leitað til Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar um aðstoð vegna hrossanna. Þessar stofnanir hafa ekki gert annað en að drepa málinu á dreif og jafnvel spilla fyrir. Maður spyr sig stundum hvort þær séu til staðar til að þjóna fólkinu í landinu eða einhverjum allt öðrum.“ Í fyrra lauk þriggja ára langri rannsókn á vegum atvinnuvegaráðuneytisins á veikindum hrossanna á Kúludalsá. Niðurstöður hennar voru þær að það væru yfirgnæfandi líkur á að veikindin stöfuðu af flúorálagi og lögðu til að rannsókninni yrði haldið áfram. Ragnheiður tekur undir mikilvægi þess að rannsaka hvað íslenski hesturinn þolir mikið af flúor en það er ekki vitað í dag. Viðmiðunarmörkin sem Umhverfisstofnun notar komi frá 23 ára gamalli rannsókn á norskum dádýrum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46 Bóndinn á Kúludalsá fær gögn ekki fjarlægð af vefsíðu MAST Baráttunni lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 11. ágúst 2017 06:00 Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ragnheiður Þorgrímsdóttir, bóndi á Kúludalsá í Hvalfirði, segir baráttu sinni vegna mengunar frá iðjuverunum á Grundartanga og veikinda í hrossum sínum hvergi nærri lokið. Nýlega vísaði atvinnuvegaráðuneytið kæru Ragnheiðar vegna vinnubragða Matvælastofnunar frá, en meðal þess sem kært var voru rangfærslur um málavexti, rannsókn sem hefði leitt til rangra niðurstaðna svo og synjun MAST á að fjarlægja persónuupplýsingar og ærumeiðandi aðdróttanir um Ragnheiði af vef sínum. Ráðuneytið taldi háttsemi MAST ekki vera kæranlega og tók því ekki efnislega afstöðu til veikinda hrossanna eða ástæðna fyrir þeim.Ragnheiður Þorgrímsdóttir„Ég er hissa og ósátt við þessa niðurstöðu ráðuneytisins. Þarna er æðra stjórnvald að neita því að taka afstöðu til mjög svo vafasamra vinnubragða undirstofnunar.“ Ragnheiðar hefur ítrekað vakið athygli á því að skömmu áður en hross hennar tóku að veikjast varð alvarlegt mengunarslys í álveri Norðuráls á Grundartanga. „Að halda því fram, eins og MAST gerir, að það sé ekkert eðlilegra en að yfir 20 hross á sama bænum veikist vegna offitu á nokkrum árum og fella þurfi 17 þeirra er auðvitað alveg út í hött. MAST hefur ekki getað bent á nein sambærileg tilvik. Eftir á að hyggja eru það mikil mistök að hafa leitað til Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar um aðstoð vegna hrossanna. Þessar stofnanir hafa ekki gert annað en að drepa málinu á dreif og jafnvel spilla fyrir. Maður spyr sig stundum hvort þær séu til staðar til að þjóna fólkinu í landinu eða einhverjum allt öðrum.“ Í fyrra lauk þriggja ára langri rannsókn á vegum atvinnuvegaráðuneytisins á veikindum hrossanna á Kúludalsá. Niðurstöður hennar voru þær að það væru yfirgnæfandi líkur á að veikindin stöfuðu af flúorálagi og lögðu til að rannsókninni yrði haldið áfram. Ragnheiður tekur undir mikilvægi þess að rannsaka hvað íslenski hesturinn þolir mikið af flúor en það er ekki vitað í dag. Viðmiðunarmörkin sem Umhverfisstofnun notar komi frá 23 ára gamalli rannsókn á norskum dádýrum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46 Bóndinn á Kúludalsá fær gögn ekki fjarlægð af vefsíðu MAST Baráttunni lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 11. ágúst 2017 06:00 Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bóndi á Kúludalsá hafði betur í fyrstu byltunni við Norðurál í héraðsdómi Vill skaðabætur vegna menguar frá álverinu á Grundartanga. 3. apríl 2017 13:46
Bóndinn á Kúludalsá fær gögn ekki fjarlægð af vefsíðu MAST Baráttunni lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 11. ágúst 2017 06:00
Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar „Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga.“ 9. júní 2016 11:54