Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Eyþór Ingi Jónsson skrifar 20. ágúst 2017 17:03 Hvernig ætli Gylfa Sigurðssyni gengi í fyrsta leiknum á Goodison Park ef hann væri skikkaður til að vera með bundið fyrir augun, með iðnaðar eyrnatappa í eyrunum og skóreimarnar á skónum hans væru bundnar saman? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. Sumir hafa varið hann og þá yfirleitt gert hljóðmenn almennt að blórabögglum. Sumir verja meirihluta hljóðmanna en hafa mikla skoðun á hljóðmönnum ákveðins fyrirtækis. Sumir kenna Rúv um, jafnvel Óla Palla persónulega. Ég tek það fram að ég þekki umræddan tónlistarmann ekki neitt. Þekki hans tónlist lítið, hef ekki unnið með honum og hef því ekki myndað mér einhverja sérstaka skoðun á honum. En ég veit að hann er vinsæll og því væntanlega að gera eitthvað rétt (í þeim bransa þar sem vinsældir skipta máli). Hann hefur líka komið ótrúlega oft fram “live” og víst hann er með nokkuð óflekkað mannorð, þá hafa facebooktónlistargagnrýnendurnir ekki haft ástæðu til að drulla neitt sérstaklega mikið yfir hann áður. Ég tek það líka fram að ég horfði ekki á tónleikana í sjónvarpinu í kvöld. Mér finnst nefnilega tónleikar ekki skemmtilegt sjónvarspefni, en það er annað mál. Miðað við umræðuna þá var eitthvað bogið við sviðssándið í kvöld. Það er nefnilega þannig í rafmagnaðri tónlist, að þú sem söngvari verður, og ég endurtek, VERÐUR að heyra í þér. Til þess eru sérstakar græjur, svokallaðir mónitorar, sem eru hátalarar sem snúa að flytjendum, eða “in ear” kerfi, þar sem listamennirnir hafa litla “headfóna” í eyrunum. Komi eitthvað upp á, sem gerist stundum, þá er nánast ómögulegt að negla alla tóna. Ef önnur hljóðfæri eru ekki á sviðinu, ef undirleikur ef af “bandi” þá er ástandið enn verra. Vandamálið er nefnilega að ef maður er ekki með mónitora á sviði, þá heyrir maður kolranga hluti á sviðið, það á sér stað bjögun, endurkast af húsum og margt annað. Hávaðinn er samt mikill þannig að maður heyrir ekki eigin rödd. Svo eru það hljóðmennirnir. Ég hef unnið með þeim mörgum. Þetta eru allt úrvalsgæjar (hef því miður ekki hitt kvenmann í þessu starfi) Þeir hafa reyndar oft skrítinn húmor og villt áhugamál, en oftast miklir fagmenn. Ef mónitormaður heyrir að eitthvað er athugavert við flutninginn, þá bregst hann við. Maður er í augnsambandi við hvern annan á sviðinu ef eitthvað er að. Svona málum er kippt í liðinn á “núlleinni” Að kenna útsendingarmönnum RÚV um þetta er eins og að kenna RÚV um að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilaði ekki til úrslita á EM um daginn. Svo er það eitt enn. Einu sinni var ég á leið á tónleika í Hofi. Þeim var útvarpað og ég hlustaði á helming þeirra í bílnum á leiðinni (náði ekki byrjuninni vegna vinnu). Það sem ég heyrði í útvarpinu var svo sjúklega falskt að það var hræðilegt (fannst mér). Ég hljóp inn í Hof til að reyna að átta mig á því hvað væri eiginlega í gangi. Þegar ég gekk í salinn var allt í topplagi. Ekkert falskt (amk innan þægindamarka) og rosa fín stemmning. Í rafmagnaðri músík eru hlutirnir nefnilega oft þannig að bassi, sem hefur lága tíðni hljóðbylgja, er það sem eyrað miðar við. Þar eru skekkjuhlutföllin meiri en ef miðað er við háa tíðni. Ef bassaleikarainn hefði ákveðið að hlaupa á Götubarinn í pásu og ekki komið til baka, og fiðluleikarinn hefði allt í einu verið með lægstu tónana, þá hefði allt kannski hljómað falskt. Í dag erum við því miður oftast að njóta tónlistar úr lélegum hljóðgjöfum, sjónvarpstækjum, símum og tölvum sem ekki geta skilað frá sér góðum bassa. Við erum því að heyra sönginn með einungist hárri tíðni hljóðbylgja. Sem sagt, flytjandinn og tónleikagestir hafa lágu tíðnina, ekki þeir sem hlusta heima. Þetta er afleitt. Það hefur bara eitthvað tæknilegt komið upp á í kvöld sem ekki hefur verið hægt að laga strax. Auðvitað hefur tónlistarmaðurinn áttað sig strax á því að það var eitthvað bilað, en pressan á að halda áfram sama hvað á dynur er mikil. Tugþúsund að fylgjast með á staðnum. Tugþúsund að horfa á í sjónvarpi. Fullt af Facebooktónlistargagnrýnendum við tölvuna. Ekkert má klikka. The show must go on! Það þarf kjark til að stoppa og segja: “Sorrý, það er eitthvað að, ég heyri ekkert í sjálfum mér” Og af því að ég hef séð talsvert mikið af kórfólki tjá sig, þá langar mig til að bæta við: Kórfólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir því að heyra illa í öðrum röddum. Stundum gerist eitthvað. Í hátíðarmessu söng kirkjukórinn minn nýtt lag sem var búið að æfa mikið. Í messunni stóð kórinn aðeins öðruvísi en venjulega og ein rödd kórsins, hörku söngvarar, heyrði greinilega illa í öðrum röddum. Sú rödd varu því ekki alveg í takt við hina auk þess sem þeir voru lágir í tóni og lagið féll um ca hálftón (sem er mjög mikið fyrir stutt lag). Þarna komu upp aðstæður sem enginn réði við og sönvararnir brostu út að eyrum eins og venjulega. Nú hefur komið í ljós að sviðshljóð á tónleikunum umtöluðu var ekkert vegna rafmagnsleysis. Auðvitað ber einhver ábyrgð á útkomu á tónleikum. Einhversstaðar er röng ákvörðun tekin. Stundum er það þannig að söngvarar eru falskir við bestu aðstæður. Stundum klikka hljóðmenn. En yfirleitt eru allir að reyna að gera sitt besta fyrir okkur sem hlustum. Því miður er eins og að það sé í lagi að jarða tónlistarmenn lifandi á Facebook, og þá sérstaklega söngvara. Nær alltaf er það ósanngjarnt og þungir sleggjudómar felldir án umhugsunar. Eigum við ekki bara að breyta umræðuhefðinni, svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig ætli Gylfa Sigurðssyni gengi í fyrsta leiknum á Goodison Park ef hann væri skikkaður til að vera með bundið fyrir augun, með iðnaðar eyrnatappa í eyrunum og skóreimarnar á skónum hans væru bundnar saman? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. Sumir hafa varið hann og þá yfirleitt gert hljóðmenn almennt að blórabögglum. Sumir verja meirihluta hljóðmanna en hafa mikla skoðun á hljóðmönnum ákveðins fyrirtækis. Sumir kenna Rúv um, jafnvel Óla Palla persónulega. Ég tek það fram að ég þekki umræddan tónlistarmann ekki neitt. Þekki hans tónlist lítið, hef ekki unnið með honum og hef því ekki myndað mér einhverja sérstaka skoðun á honum. En ég veit að hann er vinsæll og því væntanlega að gera eitthvað rétt (í þeim bransa þar sem vinsældir skipta máli). Hann hefur líka komið ótrúlega oft fram “live” og víst hann er með nokkuð óflekkað mannorð, þá hafa facebooktónlistargagnrýnendurnir ekki haft ástæðu til að drulla neitt sérstaklega mikið yfir hann áður. Ég tek það líka fram að ég horfði ekki á tónleikana í sjónvarpinu í kvöld. Mér finnst nefnilega tónleikar ekki skemmtilegt sjónvarspefni, en það er annað mál. Miðað við umræðuna þá var eitthvað bogið við sviðssándið í kvöld. Það er nefnilega þannig í rafmagnaðri tónlist, að þú sem söngvari verður, og ég endurtek, VERÐUR að heyra í þér. Til þess eru sérstakar græjur, svokallaðir mónitorar, sem eru hátalarar sem snúa að flytjendum, eða “in ear” kerfi, þar sem listamennirnir hafa litla “headfóna” í eyrunum. Komi eitthvað upp á, sem gerist stundum, þá er nánast ómögulegt að negla alla tóna. Ef önnur hljóðfæri eru ekki á sviðinu, ef undirleikur ef af “bandi” þá er ástandið enn verra. Vandamálið er nefnilega að ef maður er ekki með mónitora á sviði, þá heyrir maður kolranga hluti á sviðið, það á sér stað bjögun, endurkast af húsum og margt annað. Hávaðinn er samt mikill þannig að maður heyrir ekki eigin rödd. Svo eru það hljóðmennirnir. Ég hef unnið með þeim mörgum. Þetta eru allt úrvalsgæjar (hef því miður ekki hitt kvenmann í þessu starfi) Þeir hafa reyndar oft skrítinn húmor og villt áhugamál, en oftast miklir fagmenn. Ef mónitormaður heyrir að eitthvað er athugavert við flutninginn, þá bregst hann við. Maður er í augnsambandi við hvern annan á sviðinu ef eitthvað er að. Svona málum er kippt í liðinn á “núlleinni” Að kenna útsendingarmönnum RÚV um þetta er eins og að kenna RÚV um að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilaði ekki til úrslita á EM um daginn. Svo er það eitt enn. Einu sinni var ég á leið á tónleika í Hofi. Þeim var útvarpað og ég hlustaði á helming þeirra í bílnum á leiðinni (náði ekki byrjuninni vegna vinnu). Það sem ég heyrði í útvarpinu var svo sjúklega falskt að það var hræðilegt (fannst mér). Ég hljóp inn í Hof til að reyna að átta mig á því hvað væri eiginlega í gangi. Þegar ég gekk í salinn var allt í topplagi. Ekkert falskt (amk innan þægindamarka) og rosa fín stemmning. Í rafmagnaðri músík eru hlutirnir nefnilega oft þannig að bassi, sem hefur lága tíðni hljóðbylgja, er það sem eyrað miðar við. Þar eru skekkjuhlutföllin meiri en ef miðað er við háa tíðni. Ef bassaleikarainn hefði ákveðið að hlaupa á Götubarinn í pásu og ekki komið til baka, og fiðluleikarinn hefði allt í einu verið með lægstu tónana, þá hefði allt kannski hljómað falskt. Í dag erum við því miður oftast að njóta tónlistar úr lélegum hljóðgjöfum, sjónvarpstækjum, símum og tölvum sem ekki geta skilað frá sér góðum bassa. Við erum því að heyra sönginn með einungist hárri tíðni hljóðbylgja. Sem sagt, flytjandinn og tónleikagestir hafa lágu tíðnina, ekki þeir sem hlusta heima. Þetta er afleitt. Það hefur bara eitthvað tæknilegt komið upp á í kvöld sem ekki hefur verið hægt að laga strax. Auðvitað hefur tónlistarmaðurinn áttað sig strax á því að það var eitthvað bilað, en pressan á að halda áfram sama hvað á dynur er mikil. Tugþúsund að fylgjast með á staðnum. Tugþúsund að horfa á í sjónvarpi. Fullt af Facebooktónlistargagnrýnendum við tölvuna. Ekkert má klikka. The show must go on! Það þarf kjark til að stoppa og segja: “Sorrý, það er eitthvað að, ég heyri ekkert í sjálfum mér” Og af því að ég hef séð talsvert mikið af kórfólki tjá sig, þá langar mig til að bæta við: Kórfólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir því að heyra illa í öðrum röddum. Stundum gerist eitthvað. Í hátíðarmessu söng kirkjukórinn minn nýtt lag sem var búið að æfa mikið. Í messunni stóð kórinn aðeins öðruvísi en venjulega og ein rödd kórsins, hörku söngvarar, heyrði greinilega illa í öðrum röddum. Sú rödd varu því ekki alveg í takt við hina auk þess sem þeir voru lágir í tóni og lagið féll um ca hálftón (sem er mjög mikið fyrir stutt lag). Þarna komu upp aðstæður sem enginn réði við og sönvararnir brostu út að eyrum eins og venjulega. Nú hefur komið í ljós að sviðshljóð á tónleikunum umtöluðu var ekkert vegna rafmagnsleysis. Auðvitað ber einhver ábyrgð á útkomu á tónleikum. Einhversstaðar er röng ákvörðun tekin. Stundum er það þannig að söngvarar eru falskir við bestu aðstæður. Stundum klikka hljóðmenn. En yfirleitt eru allir að reyna að gera sitt besta fyrir okkur sem hlustum. Því miður er eins og að það sé í lagi að jarða tónlistarmenn lifandi á Facebook, og þá sérstaklega söngvara. Nær alltaf er það ósanngjarnt og þungir sleggjudómar felldir án umhugsunar. Eigum við ekki bara að breyta umræðuhefðinni, svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann?
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun