Íslensk verslun verið blóraböggull fyrir hátt verðlag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 14:14 Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar segir íslenska verslun hafa verið blóraböggul fyrir hátt verðlag á mætvælum. Lítill markaður og háir tollar á landbúnaðarvörur hafi aftur á móti mikil áhrif og að stjórnvöld þurfi að koma til móts við neytendur. Á Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Emil B. Karlsson, forstöðumann Rannsóknarseturs verslunarinnar. Umfjöllunarefnið var sú bylting sem framundan er og stendur nú yfir í verslun hér á landi, eftir að alþjóðlegar verslunarkeðjur hafa sýnt íslenskum markaði aukinn áhuga. Opnun Costco hefur haft mikil áhrif á markaðinn og fyrirsjáanlegt að opnun H&M á Íslandi muni breyta landslaginu. Emil segir í raun undarlegt að þessar verslanir hafi ekki komið fyrr og nefnir þar tvær líklegar ástæður; lítinn markað og háa tolla. „Mér skilst að stór hluti af þeim fötum sem Íslendingar kaupa hafi þegar verið keypt í H&M erlendis. Fataverslun hér heima er að dragast saman. Það virðist annars vegar vera vegna þess að fólk fer til útlanda og kaupir þar föt og svo líka á netinu,“ segir Emil en mikil sprenging hefur orðið í fataverslun á netinu - „og þá er auðvitað lag fyrir H&M að koma hingað.“Emil B. Karlsson.Vísir/AntonEmil segir að með aukinni netverslun í bland við alþjóðlegar keðjur muni samkeppni aukast og verðið lækka. „Já, auðvitað eiga verslanir að reyna að grípa til einhverra ráðstafana; með kannski sameiningum eða einhverjum nýjungum. Þetta er það sem er spáð alls staðar, að það verði þessi verðþrýstingur.“Tali eins og þeir séu lausir undan einokunarverslun Emil segir neikvætt viðhorf einkenna umræðuna um íslenska verslun og það tengist verðlagi. Það sjáist nú við opnun Costco þar sem Íslendingar tali eins og þeir séu að losna undan einokunarverslun. Það sé þó ekki sé réttlátt að kenna versluninni um þar sem aðrir þættir en álagning skýri hátt verð á matvælum á Íslandi. Ef stjórnvöld vilji koma til móts við neytendur þurfi að breyta reglum um verndartolla á landbúnaðarvörum. „Við sjáum til dæmis að tollar á kjöt, mjólkurvörur, osta - við erum með 30% verðtolla og svo einhverja krónutölu á magnið, 715 krónur til dæmis á hvert ostakíló. Venjulega þegar verið er að flytja inn þessar vörur þá eru þær tvöfalt dýrari en innkaupsverðið er og þá er álagningin eftir“ segir Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Spjall þeirra Emils og Kristjáns má heyra hér að neðan. Costco H&M Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar segir íslenska verslun hafa verið blóraböggul fyrir hátt verðlag á mætvælum. Lítill markaður og háir tollar á landbúnaðarvörur hafi aftur á móti mikil áhrif og að stjórnvöld þurfi að koma til móts við neytendur. Á Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Emil B. Karlsson, forstöðumann Rannsóknarseturs verslunarinnar. Umfjöllunarefnið var sú bylting sem framundan er og stendur nú yfir í verslun hér á landi, eftir að alþjóðlegar verslunarkeðjur hafa sýnt íslenskum markaði aukinn áhuga. Opnun Costco hefur haft mikil áhrif á markaðinn og fyrirsjáanlegt að opnun H&M á Íslandi muni breyta landslaginu. Emil segir í raun undarlegt að þessar verslanir hafi ekki komið fyrr og nefnir þar tvær líklegar ástæður; lítinn markað og háa tolla. „Mér skilst að stór hluti af þeim fötum sem Íslendingar kaupa hafi þegar verið keypt í H&M erlendis. Fataverslun hér heima er að dragast saman. Það virðist annars vegar vera vegna þess að fólk fer til útlanda og kaupir þar föt og svo líka á netinu,“ segir Emil en mikil sprenging hefur orðið í fataverslun á netinu - „og þá er auðvitað lag fyrir H&M að koma hingað.“Emil B. Karlsson.Vísir/AntonEmil segir að með aukinni netverslun í bland við alþjóðlegar keðjur muni samkeppni aukast og verðið lækka. „Já, auðvitað eiga verslanir að reyna að grípa til einhverra ráðstafana; með kannski sameiningum eða einhverjum nýjungum. Þetta er það sem er spáð alls staðar, að það verði þessi verðþrýstingur.“Tali eins og þeir séu lausir undan einokunarverslun Emil segir neikvætt viðhorf einkenna umræðuna um íslenska verslun og það tengist verðlagi. Það sjáist nú við opnun Costco þar sem Íslendingar tali eins og þeir séu að losna undan einokunarverslun. Það sé þó ekki sé réttlátt að kenna versluninni um þar sem aðrir þættir en álagning skýri hátt verð á matvælum á Íslandi. Ef stjórnvöld vilji koma til móts við neytendur þurfi að breyta reglum um verndartolla á landbúnaðarvörum. „Við sjáum til dæmis að tollar á kjöt, mjólkurvörur, osta - við erum með 30% verðtolla og svo einhverja krónutölu á magnið, 715 krónur til dæmis á hvert ostakíló. Venjulega þegar verið er að flytja inn þessar vörur þá eru þær tvöfalt dýrari en innkaupsverðið er og þá er álagningin eftir“ segir Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Spjall þeirra Emils og Kristjáns má heyra hér að neðan.
Costco H&M Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira