Erlent

Ætla að fjölga hermönnum í Afganistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Bandarískir hermenn í Afganistan.
Bandarískir hermenn í Afganistan. Vísir/AFP
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skrifaði í dag undir skipun um að fjölga hermönnum í Afganistan. Ekki liggur enn fyrir hve margir verða sendir til Bandaríkjanna til viðbótar við þá um ellefu þúsund hermenn sem eru þar nú.

Um er að ræða hermenn sem munu koma að þjálfun og stuðningi við her Afganistan. Samkvæmt heimildum Reuters hefur Donald Trump, forseti, heimilað að allt að fjögur þúsund hermenn verði sendir. 



Búist er við því að fjölgunin muni taka einhverja daga.

Samkvæmt AP fréttaveitunni draga gagnrýnendur í efa að nokkur þúsund hermenn til viðbótar muni hafa mikil áhrif á gang stríðsins í Afganistan sem hófst þegar Bandaríkin réðust þar inn árið 2001. Markmið Bandaríkjanna var að koma Talibönum frá völdum, en þeir studdu hryðjuverkasamtökin al-Qaeda sem gerðu árásirnar á Tvíburaturnana sama ár.



Þegar mest var, árið 2010 voru um hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×