Svipti hulunni af íburðarmiklum sumarbústað Pútíns Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 18:30 Sumarbústaður Pútíns er íburðarmikill og útbúinn þyrlupalli. Á skjáskotinu hér að ofan sést eitt af gestahúsum eignarinnar, að því er Navalny segir í myndbandinu. Skjáskot/Youtube Leiðtogi rússnesks stjórnarandstöðuflokks, Alexei Navalny, birti í gær myndband, sem hann segir sýna sumarbústað Pútíns, forseta Rússlands. Sumarbústaðurinn er gríðarstór og stendur í grennd við landamæri Rússlands og Finnlands en Nadvalny sakar Rússlandsforseta um spillingu. The Guardian greinir frá. Setrið er þekkt undir nafninu Villa Segren og er staðsett á landareign á og við eyjuna Lodocnhy í Kirjálabotni. Í myndbandinu, sem tekið er upp á drónamyndavél, sést að eignin samanstendur meðal annars af nokkrum húsum, þyrlupalli og bryggju. Alexei Navalny birti myndbandið á YouTube í gær en hann er leiðtogi rússneska Framsóknarflokksins (Progressive Party). Meðlimir hans eru andvígir Pútín.Alexei Navalny, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar.Vísir/AFPÍ myndbandinu segir Navalny mikla gæslu vera á svæðinu og að íbúum bæja í kring sé bannaður aðgangur. Þá segir hann nána vini Pútíns eiga eignina sjálfa en hún sé greinilega ætluð forsetanum til afnota. Því sé um að ræða eina af „hefðbundnu svikamyllum“ Pútíns og sakar hann um spillingu. Landið sem eignin er byggð á er leigt af viðskiptamanninum Sergei Rudnov, að því er Navalny segir í myndbandinu. Rudnov er sonur náins vinar Pútíns og vann einnig fyrir rússneska sellóleikarann Sergei Roldugin. Sá er einnig vinur forsetans en nafn hans er auk þess tengt Panama-skjölunum frægu. Navalny hefur ítrekað sakað háttsetta rússneska stjórnmálamenn um misferli og að sanka að sér ólöglegum fjármunum. Fyrir tveimur vikum greindi hann meðal annars ítarlega frá taumlausri eyðslu Nikolay Choles, sonar talsmanns Pútíns, Dmitry Peskov.Myndbandið sem Alexei Navalny birti má sjá hér að neðan. Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Leiðtogi rússnesks stjórnarandstöðuflokks, Alexei Navalny, birti í gær myndband, sem hann segir sýna sumarbústað Pútíns, forseta Rússlands. Sumarbústaðurinn er gríðarstór og stendur í grennd við landamæri Rússlands og Finnlands en Nadvalny sakar Rússlandsforseta um spillingu. The Guardian greinir frá. Setrið er þekkt undir nafninu Villa Segren og er staðsett á landareign á og við eyjuna Lodocnhy í Kirjálabotni. Í myndbandinu, sem tekið er upp á drónamyndavél, sést að eignin samanstendur meðal annars af nokkrum húsum, þyrlupalli og bryggju. Alexei Navalny birti myndbandið á YouTube í gær en hann er leiðtogi rússneska Framsóknarflokksins (Progressive Party). Meðlimir hans eru andvígir Pútín.Alexei Navalny, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar.Vísir/AFPÍ myndbandinu segir Navalny mikla gæslu vera á svæðinu og að íbúum bæja í kring sé bannaður aðgangur. Þá segir hann nána vini Pútíns eiga eignina sjálfa en hún sé greinilega ætluð forsetanum til afnota. Því sé um að ræða eina af „hefðbundnu svikamyllum“ Pútíns og sakar hann um spillingu. Landið sem eignin er byggð á er leigt af viðskiptamanninum Sergei Rudnov, að því er Navalny segir í myndbandinu. Rudnov er sonur náins vinar Pútíns og vann einnig fyrir rússneska sellóleikarann Sergei Roldugin. Sá er einnig vinur forsetans en nafn hans er auk þess tengt Panama-skjölunum frægu. Navalny hefur ítrekað sakað háttsetta rússneska stjórnmálamenn um misferli og að sanka að sér ólöglegum fjármunum. Fyrir tveimur vikum greindi hann meðal annars ítarlega frá taumlausri eyðslu Nikolay Choles, sonar talsmanns Pútíns, Dmitry Peskov.Myndbandið sem Alexei Navalny birti má sjá hér að neðan.
Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira