Svipti hulunni af íburðarmiklum sumarbústað Pútíns Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 18:30 Sumarbústaður Pútíns er íburðarmikill og útbúinn þyrlupalli. Á skjáskotinu hér að ofan sést eitt af gestahúsum eignarinnar, að því er Navalny segir í myndbandinu. Skjáskot/Youtube Leiðtogi rússnesks stjórnarandstöðuflokks, Alexei Navalny, birti í gær myndband, sem hann segir sýna sumarbústað Pútíns, forseta Rússlands. Sumarbústaðurinn er gríðarstór og stendur í grennd við landamæri Rússlands og Finnlands en Nadvalny sakar Rússlandsforseta um spillingu. The Guardian greinir frá. Setrið er þekkt undir nafninu Villa Segren og er staðsett á landareign á og við eyjuna Lodocnhy í Kirjálabotni. Í myndbandinu, sem tekið er upp á drónamyndavél, sést að eignin samanstendur meðal annars af nokkrum húsum, þyrlupalli og bryggju. Alexei Navalny birti myndbandið á YouTube í gær en hann er leiðtogi rússneska Framsóknarflokksins (Progressive Party). Meðlimir hans eru andvígir Pútín.Alexei Navalny, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar.Vísir/AFPÍ myndbandinu segir Navalny mikla gæslu vera á svæðinu og að íbúum bæja í kring sé bannaður aðgangur. Þá segir hann nána vini Pútíns eiga eignina sjálfa en hún sé greinilega ætluð forsetanum til afnota. Því sé um að ræða eina af „hefðbundnu svikamyllum“ Pútíns og sakar hann um spillingu. Landið sem eignin er byggð á er leigt af viðskiptamanninum Sergei Rudnov, að því er Navalny segir í myndbandinu. Rudnov er sonur náins vinar Pútíns og vann einnig fyrir rússneska sellóleikarann Sergei Roldugin. Sá er einnig vinur forsetans en nafn hans er auk þess tengt Panama-skjölunum frægu. Navalny hefur ítrekað sakað háttsetta rússneska stjórnmálamenn um misferli og að sanka að sér ólöglegum fjármunum. Fyrir tveimur vikum greindi hann meðal annars ítarlega frá taumlausri eyðslu Nikolay Choles, sonar talsmanns Pútíns, Dmitry Peskov.Myndbandið sem Alexei Navalny birti má sjá hér að neðan. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Leiðtogi rússnesks stjórnarandstöðuflokks, Alexei Navalny, birti í gær myndband, sem hann segir sýna sumarbústað Pútíns, forseta Rússlands. Sumarbústaðurinn er gríðarstór og stendur í grennd við landamæri Rússlands og Finnlands en Nadvalny sakar Rússlandsforseta um spillingu. The Guardian greinir frá. Setrið er þekkt undir nafninu Villa Segren og er staðsett á landareign á og við eyjuna Lodocnhy í Kirjálabotni. Í myndbandinu, sem tekið er upp á drónamyndavél, sést að eignin samanstendur meðal annars af nokkrum húsum, þyrlupalli og bryggju. Alexei Navalny birti myndbandið á YouTube í gær en hann er leiðtogi rússneska Framsóknarflokksins (Progressive Party). Meðlimir hans eru andvígir Pútín.Alexei Navalny, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar.Vísir/AFPÍ myndbandinu segir Navalny mikla gæslu vera á svæðinu og að íbúum bæja í kring sé bannaður aðgangur. Þá segir hann nána vini Pútíns eiga eignina sjálfa en hún sé greinilega ætluð forsetanum til afnota. Því sé um að ræða eina af „hefðbundnu svikamyllum“ Pútíns og sakar hann um spillingu. Landið sem eignin er byggð á er leigt af viðskiptamanninum Sergei Rudnov, að því er Navalny segir í myndbandinu. Rudnov er sonur náins vinar Pútíns og vann einnig fyrir rússneska sellóleikarann Sergei Roldugin. Sá er einnig vinur forsetans en nafn hans er auk þess tengt Panama-skjölunum frægu. Navalny hefur ítrekað sakað háttsetta rússneska stjórnmálamenn um misferli og að sanka að sér ólöglegum fjármunum. Fyrir tveimur vikum greindi hann meðal annars ítarlega frá taumlausri eyðslu Nikolay Choles, sonar talsmanns Pútíns, Dmitry Peskov.Myndbandið sem Alexei Navalny birti má sjá hér að neðan.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira