Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2017 10:01 Vatnselgur liggur yfir aðalveginum að Arkema-efnaverksmiðjunni í Crosby, skammt frá Houston. Vísir/AFP Tvær sprengingar hafa heyrst og svartur reykur sést stíga upp frá efnaverksmiðju í útjaðrir Houston í Texas. Fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna hefur varað við því að hún geti sprungið eða brunnið. Flóðin miklu af völdum fellibyljarins Harvey hafa sökkt verksmiðju fyrirtækisins Arkema og stöðvað kælikerfi þess. Án kælingarinnar ofhitna efnin sem þar er unnið með. Forsvarsmenn Arkema segja óhjákvæmilegt að verksmiðjan springi eða verði eldsvoða að bráð.Breska ríkisútvarpið BBC segir að flytja hafi þurft lögreglumann á sjúkrahús sem vann við að tryggja svæðið í kringum verksmiðjuna eftir að hann andaði að sér eiturgufum skömmu áður en sprengingarnar heyrðust.Ertandi reykur frá eldinumYfirvöld hafa skipað fólki í rúmlega tveggja kílómetra radíus í kringum verksmiðjuna að yfirgefa svæðið vegna hættunnar. Verksmiðjan er 34 kílómetra fyrir utan Houston. Verksmiðjan framleiðir lífrænt peroxíð sem er meðal annars notað í lyfjaiðnaði og byggingarefni. Efnið getur orðið hættulegt við háan hita. Flóðin slógu út rafmagni til verksmiðjunnar og vararafstöðvar urðu einnig fyrir skemmdum af völdum vatnavaxtanna. Richard Rowe, forstjóri fyrirtækisins, sagði að svartur reykur frá sprengingum og eldi í verksmiðjunni yrði ertandi fyrir húð, augu og lungu.Fólk var enn að yfirgefa heimili sín á Houston-svæðinu í gær vegna flóðanna.Vísir/AFPHarvey nú talinn hitabeltislægðNú eru 33 sagðir látnir af völdum Harvey í austurhluta Texas. Hann er nú skilgreindur sem hitabeltislægð en var fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld. Veður er nú orðið skaplegra í Texas en áfram er spáð úrhellisrigningu næstu þrjá dagana allt frá Lúisíana til Kentucky. Varað er við flóðum í suðausturhluta Texas og suðvesturhluta Lúisíana. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Tvær sprengingar hafa heyrst og svartur reykur sést stíga upp frá efnaverksmiðju í útjaðrir Houston í Texas. Fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna hefur varað við því að hún geti sprungið eða brunnið. Flóðin miklu af völdum fellibyljarins Harvey hafa sökkt verksmiðju fyrirtækisins Arkema og stöðvað kælikerfi þess. Án kælingarinnar ofhitna efnin sem þar er unnið með. Forsvarsmenn Arkema segja óhjákvæmilegt að verksmiðjan springi eða verði eldsvoða að bráð.Breska ríkisútvarpið BBC segir að flytja hafi þurft lögreglumann á sjúkrahús sem vann við að tryggja svæðið í kringum verksmiðjuna eftir að hann andaði að sér eiturgufum skömmu áður en sprengingarnar heyrðust.Ertandi reykur frá eldinumYfirvöld hafa skipað fólki í rúmlega tveggja kílómetra radíus í kringum verksmiðjuna að yfirgefa svæðið vegna hættunnar. Verksmiðjan er 34 kílómetra fyrir utan Houston. Verksmiðjan framleiðir lífrænt peroxíð sem er meðal annars notað í lyfjaiðnaði og byggingarefni. Efnið getur orðið hættulegt við háan hita. Flóðin slógu út rafmagni til verksmiðjunnar og vararafstöðvar urðu einnig fyrir skemmdum af völdum vatnavaxtanna. Richard Rowe, forstjóri fyrirtækisins, sagði að svartur reykur frá sprengingum og eldi í verksmiðjunni yrði ertandi fyrir húð, augu og lungu.Fólk var enn að yfirgefa heimili sín á Houston-svæðinu í gær vegna flóðanna.Vísir/AFPHarvey nú talinn hitabeltislægðNú eru 33 sagðir látnir af völdum Harvey í austurhluta Texas. Hann er nú skilgreindur sem hitabeltislægð en var fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld. Veður er nú orðið skaplegra í Texas en áfram er spáð úrhellisrigningu næstu þrjá dagana allt frá Lúisíana til Kentucky. Varað er við flóðum í suðausturhluta Texas og suðvesturhluta Lúisíana.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51
Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30
Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47