Innlent

Dökk mynd dregin upp af stöðu sauðfjárbænda

Gissur Sigurðsson skrifar
Sauðfjárbændur sjá fram á erfiða tíð vegna stórfelldrar lækkunar á afurðaverði.
Sauðfjárbændur sjá fram á erfiða tíð vegna stórfelldrar lækkunar á afurðaverði. Vísir/Pjetur
Á fjórða hundruð manns fjölmenntu á fund í félagsheimilinu á Blönduósi í gærkvöldi þar sem vandi sauðfjárbænda á landinu var til umræðu. Þar kom fram svartsýni á að ríkið bregðist við á viðunandi hátt fyrir greinina.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, dregur á Facebook-síðu sinni fram þá mynd að ef ekki verði brugðist við, blasi við alger forsendubrestur í rekstri sauðfjárbúa.

Segir formaðurinn að fjöldi ungra bænda muni missa bú sín og heimili. Byggðaröskun verði með tilheyrandi áhrifum á ímynd lands og þjóðar auk þess sem fjöldi beinna og óbeinna starfa við landbúnað muni glatast.

Ríkisstjórnin verði að hætta aðgerðarleysi og pólitískum sandkassaleik, eins og Sigurður Ingi orðar það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×