Fimm aðildarfélög SUS hyggjast segja sig úr sambandinu Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. ágúst 2017 23:31 Á annað hundrað virkir félagsmenn fá ekki sæti á þingið segir Ingvar Smári Birgisson Vísir/Pjetur Fimm aðildarfélög Sambands ungra sjálfstæðismanna hyggjast segja sig úr sambandinu ef stjórn Heimdallar endurskoðar ekki val sitt á fulltrúum til komandi sambandsþings. Sambandsþing ungra sjálfstæðismanna verður haldið á Eskifirði helgina 8. – 10. september og verður kosið um nýjan formann á þinginu. Tveir eru í framboði til formanns, Ingvar Smári Birgisson og Ísak Rúnarsson.Segir stjórn Heimdallar styðja framboð ÍsaksIngvar Smári segir í bréfi sem hann sendi í dag á trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins að „stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem leynt og ljóst styður framboð Ísaks Rúnarssonar, til formennsku gætti þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn hans.“ Taka aðildarfélögin fimm undir þessi orð Ingvars í fréttatilkynningu. „Valið hjá Heimdalli á fulltrúalistann fyrir þetta þing er með öllu fordæmislaust,“ segir Ingvar Smári í samtali við Vísi. „Þetta snýst um það að á annað hundrað sjálfstæðismönnum er neitað um sæti á þingið vegna þess að þeir styðja mig og það finnst mér ósanngjarnt.“ Heimdallur er með 45% allra þingsæta á þinginu eða 263 sæti alls.Þá segir hann í bréfinu að stjórnin hafi gripið til þess ráðs að biðja hátt í hundrað manns að færa lögheimili sín til Reykjavíkur og fengu þau þannig forgang fram yfir Reykvíkinga með áralanga reynslu á bakinu af störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.Gróf dæmi um að gengið hafi verið fram hjá virkum félagsmönnumIngvar smári segir að oft hafi hallað á einn frambjóðanda en að tilfellin séu bersýnilegri og grófari í ár. „Í þessu tilfelli eru dæmin gróf. Mun grófari en þau hafa nokkru sinni verið áður. Fyrrverandi formönnum Heimdallar er hafnað, fyrrverandi varaformönnum Heimdallar er hafnað, tugum fyrrverandi stjórnarmanna og enn stærri hóp virkra félagsmanna. Þessi staða er með öllu fordæmislaus.“ Segir hann að ávallt hafi verið sú regla að trúnaðarmenn fái sæti á þinginu en það sé ekki á þessu þingi.Kannast ekki við að fordæmi séu fyrir því að aðildarfélög segi sig úr sambandinu„Ég kannast ekki við það að það séu fordæmi fyrir því að aðildarfélög segi sig úr Sambandi ungra sjálfstæðismanna en það lýsir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp innan sambands ungra sjálfstæðismanna,“ segir Ingvar. „Það er skiljanlegt að fólk sé ekki spennt fyrir því að mæta á þingið og taka þátt í því þegar slíkum skugga er varpað á það.“Vill að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins grípi inn íIngvar telur mikilvægt að fólk sem hefur starfað fyrir flokkinn í mörg ár fái sæti. „Ég er að kalla eftir því að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins grípi inn í og tryggi það að fólk sem hefur verið í mörg ár að sinna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn fái sæti á stærsta málefnaþingi SUS.“ Þá hvetur hann jafnframt stjórn Heimdallar til að breyta fulltrúalistanum og „leiðrétta þessa vitleysu sem stjórnin er farin út í.“Ísak segist ekki vita hvað var haft til hliðsjónar við val á listaMótframbjóðandi Ingvar Smára, Ísak Rúnarsson, segist ekki geta svarað fyrir ákvarðanir Heimdallar. „Ég er ekki í stjórn Heimdallar. Ég veit ekki hvað þau höfðu til hliðsjónar við val á lista.“ Spurður hvort hann telji það ámælisvert að gengið sé fram hjá virkum félagsmönnum innan ungliðahreyfingarinnar segist hann ekki vita nákvæmlega hverjir það eru. „Listarnir hafa ekki verið gerðir opinberir. Ég veit að það voru margir sem sóttu um, yfir 500 manns. Vissulega þarf alltaf að fara fram hefðbundin nýliðun í svona félagsstarfi.“ „Gjörsamlega fordæmislaust ef miðstjórn færi að grípa inn í val aðildarfélaganna“Ísak segir að kosningakerfið sé gamalt og að það megi vissulega skoða breytingar á því. „Þetta er gamalt kosningakerfi. Mér finnst mjög mikilvægt að stjórnirnar hagi sínu vali á eigin lista. Ég hef sagt að það sé tímabært að endurskoða kosningakerfið. Við búum í breyttum heimi með breyttri tækni. Það hafa sögulega oft verið deilur um hvernig fulltrúar hafa verið valdir. Menn eru oft ósáttir en það fylgir því í pólitík að fólk þarf að taka afstöðu.“ Þá segir Ísak janframt að hann efist um að miðstjórn flokksins vilji skerast í leikinn af þeim hætti sem Ingvar vill að miðstjórnin geri. „Það væri gjörsamlega fordæmislaust ef miðstjórn færi að grípa inn í það val. Það þyrfti að skoða það mál í mun stærra samhengi og þá skoða það fyrir öll aðildarfélögin. Ég efast um að það sé eitthvað sem miðstjórn vilji gera.“„Auðvitað vona ég að allir fjölmenni á þingið og við getum átt góða og málefnalega umræðu á þinginu og reynt að vinna að því að koma hugmyndum okkar áleiðis og vinna gott málefnastarf.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Fimm aðildarfélög Sambands ungra sjálfstæðismanna hyggjast segja sig úr sambandinu ef stjórn Heimdallar endurskoðar ekki val sitt á fulltrúum til komandi sambandsþings. Sambandsþing ungra sjálfstæðismanna verður haldið á Eskifirði helgina 8. – 10. september og verður kosið um nýjan formann á þinginu. Tveir eru í framboði til formanns, Ingvar Smári Birgisson og Ísak Rúnarsson.Segir stjórn Heimdallar styðja framboð ÍsaksIngvar Smári segir í bréfi sem hann sendi í dag á trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins að „stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem leynt og ljóst styður framboð Ísaks Rúnarssonar, til formennsku gætti þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn hans.“ Taka aðildarfélögin fimm undir þessi orð Ingvars í fréttatilkynningu. „Valið hjá Heimdalli á fulltrúalistann fyrir þetta þing er með öllu fordæmislaust,“ segir Ingvar Smári í samtali við Vísi. „Þetta snýst um það að á annað hundrað sjálfstæðismönnum er neitað um sæti á þingið vegna þess að þeir styðja mig og það finnst mér ósanngjarnt.“ Heimdallur er með 45% allra þingsæta á þinginu eða 263 sæti alls.Þá segir hann í bréfinu að stjórnin hafi gripið til þess ráðs að biðja hátt í hundrað manns að færa lögheimili sín til Reykjavíkur og fengu þau þannig forgang fram yfir Reykvíkinga með áralanga reynslu á bakinu af störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.Gróf dæmi um að gengið hafi verið fram hjá virkum félagsmönnumIngvar smári segir að oft hafi hallað á einn frambjóðanda en að tilfellin séu bersýnilegri og grófari í ár. „Í þessu tilfelli eru dæmin gróf. Mun grófari en þau hafa nokkru sinni verið áður. Fyrrverandi formönnum Heimdallar er hafnað, fyrrverandi varaformönnum Heimdallar er hafnað, tugum fyrrverandi stjórnarmanna og enn stærri hóp virkra félagsmanna. Þessi staða er með öllu fordæmislaus.“ Segir hann að ávallt hafi verið sú regla að trúnaðarmenn fái sæti á þinginu en það sé ekki á þessu þingi.Kannast ekki við að fordæmi séu fyrir því að aðildarfélög segi sig úr sambandinu„Ég kannast ekki við það að það séu fordæmi fyrir því að aðildarfélög segi sig úr Sambandi ungra sjálfstæðismanna en það lýsir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp innan sambands ungra sjálfstæðismanna,“ segir Ingvar. „Það er skiljanlegt að fólk sé ekki spennt fyrir því að mæta á þingið og taka þátt í því þegar slíkum skugga er varpað á það.“Vill að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins grípi inn íIngvar telur mikilvægt að fólk sem hefur starfað fyrir flokkinn í mörg ár fái sæti. „Ég er að kalla eftir því að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins grípi inn í og tryggi það að fólk sem hefur verið í mörg ár að sinna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn fái sæti á stærsta málefnaþingi SUS.“ Þá hvetur hann jafnframt stjórn Heimdallar til að breyta fulltrúalistanum og „leiðrétta þessa vitleysu sem stjórnin er farin út í.“Ísak segist ekki vita hvað var haft til hliðsjónar við val á listaMótframbjóðandi Ingvar Smára, Ísak Rúnarsson, segist ekki geta svarað fyrir ákvarðanir Heimdallar. „Ég er ekki í stjórn Heimdallar. Ég veit ekki hvað þau höfðu til hliðsjónar við val á lista.“ Spurður hvort hann telji það ámælisvert að gengið sé fram hjá virkum félagsmönnum innan ungliðahreyfingarinnar segist hann ekki vita nákvæmlega hverjir það eru. „Listarnir hafa ekki verið gerðir opinberir. Ég veit að það voru margir sem sóttu um, yfir 500 manns. Vissulega þarf alltaf að fara fram hefðbundin nýliðun í svona félagsstarfi.“ „Gjörsamlega fordæmislaust ef miðstjórn færi að grípa inn í val aðildarfélaganna“Ísak segir að kosningakerfið sé gamalt og að það megi vissulega skoða breytingar á því. „Þetta er gamalt kosningakerfi. Mér finnst mjög mikilvægt að stjórnirnar hagi sínu vali á eigin lista. Ég hef sagt að það sé tímabært að endurskoða kosningakerfið. Við búum í breyttum heimi með breyttri tækni. Það hafa sögulega oft verið deilur um hvernig fulltrúar hafa verið valdir. Menn eru oft ósáttir en það fylgir því í pólitík að fólk þarf að taka afstöðu.“ Þá segir Ísak janframt að hann efist um að miðstjórn flokksins vilji skerast í leikinn af þeim hætti sem Ingvar vill að miðstjórnin geri. „Það væri gjörsamlega fordæmislaust ef miðstjórn færi að grípa inn í það val. Það þyrfti að skoða það mál í mun stærra samhengi og þá skoða það fyrir öll aðildarfélögin. Ég efast um að það sé eitthvað sem miðstjórn vilji gera.“„Auðvitað vona ég að allir fjölmenni á þingið og við getum átt góða og málefnalega umræðu á þinginu og reynt að vinna að því að koma hugmyndum okkar áleiðis og vinna gott málefnastarf.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira