Geta beðið átekta uns leigutíminn rennur út Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Fjármálaráðuneytið segir 70 milljónir of háa greiðslu fyrir húsgrunn á lóð sem ríkið geti endurheimt eftir fjögur ár. Eignin var auglýst til sölu í fyrrasumar. Vísir/Garðar Fjármálaráðuneytið bendir á að í stað þess að ríkið kaupi húsgrunn á leigulóð ríkisins við Þingvallavatn á 70 milljónir króna eins og Þingvallanefnd vildi sé hægt að bíða þar til leigusamningurinn rennur út eftir fjögur ár og fá þá lóðina til baka. Eins og áður hefur verið sagt frá í Fréttablaðinu ákvað þáverandi Þingvallanefnd í lok október í fyrra á síðasta fundi sínum að neyta forkaupsréttar og ganga inn í kaup á uppsteyptum húsgrunni á Valhallarstíg 7. Grunnurinn er að nýju húsi sem eigendur lóðarinnar hófust handa við skömmu fyrir hrun og koma átti í stað eldri bústaðar. Þeir voru með 70 milljóna króna tilboð í höndunum. Vegna stjórnarskipta tafðist afgreiðsla málsins. Þegar málið barst loks til samþykktar í fjármálaráðuneytinu var svarið þar að ekki væru fyrir hendi fullnægjandi forsendur til að hefja viðræður um kaup á lóðarréttindunum og húsgrunninum eins og Þingvallanefnd óskaði eftir. Fréttblaðið óskaði nánari skýringa á afstöðu fjármálaráðuneytisins. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir um helstu ástæðurnar að í fyrsta lagi hafi ríkissjóður ekki neytt forkaupsréttar. Það þýðir einfaldlega að kerfið var of svifaseint og missti forkaupsréttinn. Elva tiltekur einnig að upphaflegur tilboðsgjafi hafi dregið tilboð sitt til baka. „Fyrir liggur að fjárhæðin sem hér um ræðir er umtalsvert hærri en í öðrum sambærilegum kaupum sem ríkið hefur staðið fyrir í þjóðgarðinum á síðustu árum, en þau nema alls rúmlega 113 milljónum króna vegna átta sumarhúsa,“ segir áfram í svari upplýsingafulltrúans. Þá nefnir Elva Björk að fyrir liggi að stutt sé eftir af lóðarleigusamningi fyrir Valhallarstíg 7, eða fjögur ár. „Ríkissjóður er eigandi landsins en að leigutíma liðnum mælir leigusamningurinn fyrir um að lóðarréttindin falli aftur til Þingvallanefndar án sérstakrar uppsagnar,“ undirstrikar upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið telur að Þingvallagrunnurinn sé of dýr Að mati fjármálaráðuneytisins eru ekki nægilegar forsendur til að hefja viðræður um kaup á húsgrunni á Þingvöllum sem þjóðgarðurinn vill eignast. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fjármálaráðuneytið bendir á að í stað þess að ríkið kaupi húsgrunn á leigulóð ríkisins við Þingvallavatn á 70 milljónir króna eins og Þingvallanefnd vildi sé hægt að bíða þar til leigusamningurinn rennur út eftir fjögur ár og fá þá lóðina til baka. Eins og áður hefur verið sagt frá í Fréttablaðinu ákvað þáverandi Þingvallanefnd í lok október í fyrra á síðasta fundi sínum að neyta forkaupsréttar og ganga inn í kaup á uppsteyptum húsgrunni á Valhallarstíg 7. Grunnurinn er að nýju húsi sem eigendur lóðarinnar hófust handa við skömmu fyrir hrun og koma átti í stað eldri bústaðar. Þeir voru með 70 milljóna króna tilboð í höndunum. Vegna stjórnarskipta tafðist afgreiðsla málsins. Þegar málið barst loks til samþykktar í fjármálaráðuneytinu var svarið þar að ekki væru fyrir hendi fullnægjandi forsendur til að hefja viðræður um kaup á lóðarréttindunum og húsgrunninum eins og Þingvallanefnd óskaði eftir. Fréttblaðið óskaði nánari skýringa á afstöðu fjármálaráðuneytisins. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir um helstu ástæðurnar að í fyrsta lagi hafi ríkissjóður ekki neytt forkaupsréttar. Það þýðir einfaldlega að kerfið var of svifaseint og missti forkaupsréttinn. Elva tiltekur einnig að upphaflegur tilboðsgjafi hafi dregið tilboð sitt til baka. „Fyrir liggur að fjárhæðin sem hér um ræðir er umtalsvert hærri en í öðrum sambærilegum kaupum sem ríkið hefur staðið fyrir í þjóðgarðinum á síðustu árum, en þau nema alls rúmlega 113 milljónum króna vegna átta sumarhúsa,“ segir áfram í svari upplýsingafulltrúans. Þá nefnir Elva Björk að fyrir liggi að stutt sé eftir af lóðarleigusamningi fyrir Valhallarstíg 7, eða fjögur ár. „Ríkissjóður er eigandi landsins en að leigutíma liðnum mælir leigusamningurinn fyrir um að lóðarréttindin falli aftur til Þingvallanefndar án sérstakrar uppsagnar,“ undirstrikar upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið telur að Þingvallagrunnurinn sé of dýr Að mati fjármálaráðuneytisins eru ekki nægilegar forsendur til að hefja viðræður um kaup á húsgrunni á Þingvöllum sem þjóðgarðurinn vill eignast. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fjármálaráðuneytið telur að Þingvallagrunnurinn sé of dýr Að mati fjármálaráðuneytisins eru ekki nægilegar forsendur til að hefja viðræður um kaup á húsgrunni á Þingvöllum sem þjóðgarðurinn vill eignast. 25. ágúst 2017 06:00