Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 06:00 Hörður Axel Vilhjálmsson á hóteli íslenska liðsins í gær. vísir/óskaró Hörður Axel Vilhjálmsson ætti að þekkja grískan körfubolta betur en flestir aðrir í íslenska hópnum. Hann spilaði með Aries Trikala í grísku deildinni tímabilið 2015-16 en í dag verður hann í íslenska liðinu sem mætir Grikklandi í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki. Hörður Axel og félagar fengu flottar móttökur í Leifsstöð og það var þá sem kviknaði fyrir alvöru á kappanum. „Þegar við fórum upp á flugvöll þá kom svona fiðringur sem ég var búinn að sakna í sjálfum mér,“ segir Hörður. Fyrsta verkefnið er ekki af minni gerðinni heldur tvöfaldir Evrópumeistarar Grikkja sem unnu Evrópumótið síðast árið 2005. Grikkir urðu í fimmta sæti á síðasta Eurobasket 2015. „Þetta er hörkulið sem við erum að fara að mæta en við erum búnir að finna nokkrar glufur á varnarleiknum þeirra sem við vonandi náum að nýta okkur til hins ýtrasta," segir Hörður Axel en þarna eru að hans mati að mætast lið sem spila ólíkan körfubolta.Af æfingu Íslands í gær.vísir/óskaróSvart og hvítt „Þetta er eins og svart og hvítt miðað við íslenskan bolta. Þeir eru alveg hrikalega agaðir, nota skotklukkuna og allir eru í sínum hlutverkum sem þeir fara ekkert út fyrir. Við verðum að reyna að brjóta það upp og sjá til hvernig þeir bregðast við því,“ segir Hörður Axel. Hann hugsar vel til tímabilsins sem hann eyddi í Grikklandi. „Ég kann mjög vel við Grikkland og Grikki yfirhöfuð. Þeir eru mjög skemmtilegt fólk og ég var mjög ánægður. Ég er líka að fara til þjálfarans núna sem var með mig í Grikklandi. Grikkir hafa reynst mér mjög vel,“ segir Hörður Axel en hann spilar í Kasakstan í vetur þar sem hann hittir fyrir Kostas Flevarakis sem þjálfaði hann hjá Aries Trikala. Hörður Axel býst við að reynslan frá EM í Berlín hjálpi strákunum að þessu sinni. „Við getum verið afslappaðri að koma inn í þetta núna því við vitum hvað við erum að fara út í. Núna langar okkur í eitthvað meira, sama hvort það kemur í úrslitum í einhverjum leikjum eða hvað,“ segir Hörður Axel.Hörður Axel í leik gegn Serbíu á EM fyrir tveimur árum.vísir/valliBestur þegar ég er á fullu Hann var mjög öflugur á Evrópumótinu og þá sérstaklega þegar kom að varnarleik og lét engan vaða yfir sig þótt það munaði oft ansi mörgum sentimetrum. „Þannig er ég bara og þannig spila ég best eða þegar ég er á fullu og er út um allt. Það mun hjálpa helling að vera þannig og finna orku í það þegar maður finnur fyrir öllum þessum stuðningi sem við erum að fara að fá. Ég er mjög spenntur að sjá fólkið mitt uppi í stúku,“ segir Hörður. NBA-stórstjarnan Giannis Antetokounmpo verður ekki með Grikkjum á EM. „Þetta er einn besti leikmaður í heimi þannig að það breytir heilmiklu. Allir leikmenn liðsins eru Euroleague-leikmenn og það er því ekki eins og það séu einhverjir kjúklingar að spila þó að hann sé ekki með,“ segir Hörður en hann bendir á eitt í tengslum við fjarveru „The Greek Freak“.Giannis Antetokounmpo spilar ekki með Grikkjum á EM.vísir/gettyVantar leiðtogann „Fljótt á litið þá finnst mér vanta einhvern leiðtoga hjá þeim sem hann hefði átt að vera og Spanoulis var fyrir. Vonandi getum við nýtt okkur það ef þetta verður jafn leikur að þeir vita ekki alveg hvert þeir eiga að leita. Kannski verða þeir óöruggir ef þeir vita ekki hver á að taka af skarið. Það er oft óþægilegt í svona liðum þegar maður er ekki alveg með hlutverkið sitt á hreinu. Þá fara einhverjir út fyrir sín hlutverk og það er það sem við ætlum að reyna að ýta þeim út í,“ segir Hörður Axel. Það efast aftur á móti enginn um hlutverk sitt í íslenska liðinu. „Við erum búnir að vera svo lengi saman að þetta er orðið helvíti heilsteypt hjá okkur. Allir eru að vinna saman í því sem við erum að gera og það skiptir öllu máli. Við munum bakka hver annan upp,“ segir Hörður Axel. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson ætti að þekkja grískan körfubolta betur en flestir aðrir í íslenska hópnum. Hann spilaði með Aries Trikala í grísku deildinni tímabilið 2015-16 en í dag verður hann í íslenska liðinu sem mætir Grikklandi í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki. Hörður Axel og félagar fengu flottar móttökur í Leifsstöð og það var þá sem kviknaði fyrir alvöru á kappanum. „Þegar við fórum upp á flugvöll þá kom svona fiðringur sem ég var búinn að sakna í sjálfum mér,“ segir Hörður. Fyrsta verkefnið er ekki af minni gerðinni heldur tvöfaldir Evrópumeistarar Grikkja sem unnu Evrópumótið síðast árið 2005. Grikkir urðu í fimmta sæti á síðasta Eurobasket 2015. „Þetta er hörkulið sem við erum að fara að mæta en við erum búnir að finna nokkrar glufur á varnarleiknum þeirra sem við vonandi náum að nýta okkur til hins ýtrasta," segir Hörður Axel en þarna eru að hans mati að mætast lið sem spila ólíkan körfubolta.Af æfingu Íslands í gær.vísir/óskaróSvart og hvítt „Þetta er eins og svart og hvítt miðað við íslenskan bolta. Þeir eru alveg hrikalega agaðir, nota skotklukkuna og allir eru í sínum hlutverkum sem þeir fara ekkert út fyrir. Við verðum að reyna að brjóta það upp og sjá til hvernig þeir bregðast við því,“ segir Hörður Axel. Hann hugsar vel til tímabilsins sem hann eyddi í Grikklandi. „Ég kann mjög vel við Grikkland og Grikki yfirhöfuð. Þeir eru mjög skemmtilegt fólk og ég var mjög ánægður. Ég er líka að fara til þjálfarans núna sem var með mig í Grikklandi. Grikkir hafa reynst mér mjög vel,“ segir Hörður Axel en hann spilar í Kasakstan í vetur þar sem hann hittir fyrir Kostas Flevarakis sem þjálfaði hann hjá Aries Trikala. Hörður Axel býst við að reynslan frá EM í Berlín hjálpi strákunum að þessu sinni. „Við getum verið afslappaðri að koma inn í þetta núna því við vitum hvað við erum að fara út í. Núna langar okkur í eitthvað meira, sama hvort það kemur í úrslitum í einhverjum leikjum eða hvað,“ segir Hörður Axel.Hörður Axel í leik gegn Serbíu á EM fyrir tveimur árum.vísir/valliBestur þegar ég er á fullu Hann var mjög öflugur á Evrópumótinu og þá sérstaklega þegar kom að varnarleik og lét engan vaða yfir sig þótt það munaði oft ansi mörgum sentimetrum. „Þannig er ég bara og þannig spila ég best eða þegar ég er á fullu og er út um allt. Það mun hjálpa helling að vera þannig og finna orku í það þegar maður finnur fyrir öllum þessum stuðningi sem við erum að fara að fá. Ég er mjög spenntur að sjá fólkið mitt uppi í stúku,“ segir Hörður. NBA-stórstjarnan Giannis Antetokounmpo verður ekki með Grikkjum á EM. „Þetta er einn besti leikmaður í heimi þannig að það breytir heilmiklu. Allir leikmenn liðsins eru Euroleague-leikmenn og það er því ekki eins og það séu einhverjir kjúklingar að spila þó að hann sé ekki með,“ segir Hörður en hann bendir á eitt í tengslum við fjarveru „The Greek Freak“.Giannis Antetokounmpo spilar ekki með Grikkjum á EM.vísir/gettyVantar leiðtogann „Fljótt á litið þá finnst mér vanta einhvern leiðtoga hjá þeim sem hann hefði átt að vera og Spanoulis var fyrir. Vonandi getum við nýtt okkur það ef þetta verður jafn leikur að þeir vita ekki alveg hvert þeir eiga að leita. Kannski verða þeir óöruggir ef þeir vita ekki hver á að taka af skarið. Það er oft óþægilegt í svona liðum þegar maður er ekki alveg með hlutverkið sitt á hreinu. Þá fara einhverjir út fyrir sín hlutverk og það er það sem við ætlum að reyna að ýta þeim út í,“ segir Hörður Axel. Það efast aftur á móti enginn um hlutverk sitt í íslenska liðinu. „Við erum búnir að vera svo lengi saman að þetta er orðið helvíti heilsteypt hjá okkur. Allir eru að vinna saman í því sem við erum að gera og það skiptir öllu máli. Við munum bakka hver annan upp,“ segir Hörður Axel.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum