Innlent

Alda Hrönn aftur á Suðurnes

Sæunn Gísladóttir skrifar
Alda Hrönn Jóhannsdóttir snýr aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hafa lokið starfi innleiðingarhóps og innleiðingu á nýju verklagi í heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir snýr aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hafa lokið starfi innleiðingarhóps og innleiðingu á nýju verklagi í heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Pjetur
Alda Hrönn Jóhannsdóttir snýr aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hafa lokið starfi innleiðingarhóps og innleiðingu á nýju verklagi í heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem starfsmenn fengu í dag.

Fram kemur í póstinum að nokkrar breytingar hafo orðið í yfirstjórn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur tekið við sem yfirmaður ákærusviðs og er hún nú staðgengill lögreglustjóra, en Jón H.B. Snorrason fór til starfa hjá embætti ríkissaksóknara. Helgi Valberg Jensson er nýr aðallögfræðingur embættisins. Arinbjörn Snorrason varðstjóri færir sig um set og tekur við starfi umsjónarmanns.

Öldu Hrönn var tímabundið vikið úr starfi í október vegna LÖKE-málsins svokallaða sem hún kom að þegar hún var staðgengill lögreglustjóra á Suðurnesjum. Málið var fellt niður en hún var kærð af Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, og starfsmanni Nova þegar hún rannsakaði LÖKE-málið fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að dreift hefði verið myndum úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin.


Tengdar fréttir

Alda Hrönn stígur til hliðar vegna ásakana um að hafa misbeitt valdi sínu

Lúðvík Bergvinsson héraðsdómslögmaður er settur héraðssaksóknari í máli sem varðar ásakanir á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðllögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hún er sökuð um að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn á LÖKE-málinu svokallaða.

Alda Hrönn fær öll gögnin afhent

Meðal gagna eru vitnaskýrslur yfir lögreglumönnum, afrit af framburðarskýrslu hennar og öll rannsóknargögn málsins.

Kæra á hendur Öldu Hrönn felld niður

Ekki eru líkur á sakfellingu að mati Lúðvíks Bergvinssonar, setts héraðssaksóknara í máli aðallögfræðings lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðingu. Verður áfrýjað segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður kæranda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×