Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður í 600 milljóna króna plús

Sæunn Gísladóttir skrifar
Eigið fé Íbúðalánasjóðs í lok júní nam 24.142 milljónum króna.
Eigið fé Íbúðalánasjóðs í lok júní nam 24.142 milljónum króna. Mynd/ÍLS
Rekstrarafgangur Íbúðalánasjóðs nam 614 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Eiginfjárhlutfall sjóðsins er nú 7,8 prósent en langtímamarkmið sjóðsins er að hlutfallið sé yfir 5 prósent.

Fram kemur í tilkynningu að eigið fé Íbúðalánasjóðs í lok tímabilsins sé 24.142 milljónir króna en var 23.528 milljónir króna þann 1. janúar 2017. Heildareignir sjóðsins nema 777.323 milljörðum og heildarskuldir nema 753.182 milljörðum.

Rekstur sjóðsins haldi áfram að batna. Rekstrarkostnaður tímabilsins var 843 milljónir króna og lækkar hann um 7 prósent á tímabilinu. Launakostnaður lækkar um 22 prósent og stöðugildum fækkar úr 85 á fyrri helmingi ársins 2016 í 70 í ár. Annar rekstrarkostnaður hækkar um 12,8 prósent, fyrst og fremst vegna greiðslna til embættis umboðsmanns skuldara.

Afkoma sjóðsins af sölu fullnustueigna var jákvæð á árinu og skilaði 370 milljónir króna umfram bókfært virði eignanna. Bætt gæði lánasafns höfðu þau áhrif að virðisaukning útlána nam 340 milljónum á tímabilinu. Áhrif einskiptisliða minnkar verulega á milli ára.

Í lok tímabilsins voru útlán sjóðsins 544 milljarðar króna og höfðu útlán dregist saman um 34 milljarða króna frá áramótum. Eignir utan lánasafns að meðtöldu lausafé jukust á tímabilinu og eru nú 217 milljarðar króna.

Útlán í vanskilum nema nú 2,4 prósent af heildarlánum en voru 4,8 prósent á sama tíma árið 2016. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×