Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2017 14:15 Samflug tveggja þrista yfir Reykjavík og Vesturlandi í fyrrakvöld vakti mikla athygli og um tíma voru aðeins um þrjátíu metrar á milli vélanna. Myndir frá fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Tómas Dag Helgason, formann Þristavinafélagsins, og Francisco Agullo, flugstjóra svissneska Breitling-þristsins. Formanni Þristavinafélagsins telst til að fara þurfi meira en sextíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um samflug þrista yfir Íslandi. Tækifærið gafst þegar þessir tveir öldungar áttu stefnumót, hinn 77 ára gamli Breitling-þristur og hinn 74 ára gamli Páll Sveinsson, - og litli módelþristurinn Gljáfaxi fékk að horfa á. Eftir að hafa ekið saman í flugtaksstöðu fóru þristarnir í flugtaksbrun en lyftan sem kemur fyrst á stélhlutann á örugglega einhvern þátt í því að þetta er einhver ástsælasta vél flugsögunnar. Flugáhugamenn elska meira að segja í þeim hljóðið. Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Vélarnar tóku fyrst hring yfir Reykjavíkursvæðinu en því næst var flogið í átt til Akraness. Tvær minni vélar fylgdu með en um borð í þeim voru ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn sem fylgja Breitling-þristinum í hnattfluginu, en ef það heppnast verður hún elsta flugvélin til að komast umhverfis jörðina. Sjaldgæft er að svo stórum vélum sé flogið svo nærri hvor annarri en áætla má að aðeins hafi skilið um þrjátíu metrar á milli vélanna þegar styst var. Flogið var norður að Snæfellsnesi, Búðahrauni og Arnarstapa þar sem snúið var snúið við og flogin sama leið til baka. Og menn voru himinlifandi að lokinni lendingu. „Þetta var alveg geggjað, eins og við segjum. Þetta var æðislegt, að vera þarna um borð og upplifa þetta og ég vona að þetta hafi líka sést vel af jörðinni,“ sagði Tómas Dagur, formaður Þristavina. Hann sagði þetta einstakan viðburð hér á landi, að tvær vélar af þessari gerð skyldu fljúga svona nálægt í samflugi.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Mér fannst þetta stórkostlegt flug,“ sagði Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins. „Við vorum mjög heppnir. Það var skýjað en við fengum smásólskin í lokin og um leið fengum við regnboga, heilan regnboga utan um DC-3 vél Icelandair. Ég vona að við getum sýnt öllum fallegar myndir,“ sagði Agullo. Breitling-þristurinn kvaddi Ísland í gær og flaug til Skotlands. Fylgjast má með hnattfluginu á heimasíðu Breitling og ljósmyndir af samfluginu má sjá á facebook-síðu flugsins. Tengdar fréttir Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Samflug tveggja þrista yfir Reykjavík og Vesturlandi í fyrrakvöld vakti mikla athygli og um tíma voru aðeins um þrjátíu metrar á milli vélanna. Myndir frá fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Tómas Dag Helgason, formann Þristavinafélagsins, og Francisco Agullo, flugstjóra svissneska Breitling-þristsins. Formanni Þristavinafélagsins telst til að fara þurfi meira en sextíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um samflug þrista yfir Íslandi. Tækifærið gafst þegar þessir tveir öldungar áttu stefnumót, hinn 77 ára gamli Breitling-þristur og hinn 74 ára gamli Páll Sveinsson, - og litli módelþristurinn Gljáfaxi fékk að horfa á. Eftir að hafa ekið saman í flugtaksstöðu fóru þristarnir í flugtaksbrun en lyftan sem kemur fyrst á stélhlutann á örugglega einhvern þátt í því að þetta er einhver ástsælasta vél flugsögunnar. Flugáhugamenn elska meira að segja í þeim hljóðið. Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Vélarnar tóku fyrst hring yfir Reykjavíkursvæðinu en því næst var flogið í átt til Akraness. Tvær minni vélar fylgdu með en um borð í þeim voru ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn sem fylgja Breitling-þristinum í hnattfluginu, en ef það heppnast verður hún elsta flugvélin til að komast umhverfis jörðina. Sjaldgæft er að svo stórum vélum sé flogið svo nærri hvor annarri en áætla má að aðeins hafi skilið um þrjátíu metrar á milli vélanna þegar styst var. Flogið var norður að Snæfellsnesi, Búðahrauni og Arnarstapa þar sem snúið var snúið við og flogin sama leið til baka. Og menn voru himinlifandi að lokinni lendingu. „Þetta var alveg geggjað, eins og við segjum. Þetta var æðislegt, að vera þarna um borð og upplifa þetta og ég vona að þetta hafi líka sést vel af jörðinni,“ sagði Tómas Dagur, formaður Þristavina. Hann sagði þetta einstakan viðburð hér á landi, að tvær vélar af þessari gerð skyldu fljúga svona nálægt í samflugi.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Mér fannst þetta stórkostlegt flug,“ sagði Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins. „Við vorum mjög heppnir. Það var skýjað en við fengum smásólskin í lokin og um leið fengum við regnboga, heilan regnboga utan um DC-3 vél Icelandair. Ég vona að við getum sýnt öllum fallegar myndir,“ sagði Agullo. Breitling-þristurinn kvaddi Ísland í gær og flaug til Skotlands. Fylgjast má með hnattfluginu á heimasíðu Breitling og ljósmyndir af samfluginu má sjá á facebook-síðu flugsins.
Tengdar fréttir Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30
Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44
Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56