„Okkur finnst eins og að hann hafi sannað sakleysi sitt með uppreist æru“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 12:53 Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, á nefndarfundinum í dag. vísir/ernir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, sem sat fyrir svörum hjá allsherjar-og menntamálanefnd þar sem fjallað var um uppreist æru segir að baráttan fyrir breytingum á reglum og verklagi varðandi uppreist æru hafi verið eins og vekja steinrunnið tröll af dvala. Þá finnist brotaþolum og aðstandendum eins og Robert hafi sannað sakleysi sitt með því að fá uppreist æru. Bergur hefur mikið látið til sín taka í sumar í varðandi þessi mál og farið fyrir brotaþolum og aðstandendum þeirra en Robert Downey fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Mál hans komst þó ekki í hámæli fyrr en í sumar eftir að Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Robert geti fengið lögmannsréttindi á ný. Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum.Misnotkun á uppreist æru og æðstu valdastofnunum samfélagsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem óskaði eftir fundinum, bað Berg um að lýsa því hvernig viðbrögð kerfisins í þessu máli hefðu haft áhrif á brotaþola. Bergur sagði að sú flétta sem hefði átt sér staði í máli Roberts Downey væri misnotkun á uppreist æru og æðstu valdastofnunum samfélagsins. Vísaði hann meðal annars í dóm Hæstaréttar í málinu sem svipti Robert starfsréttindum sínum og sagði hann ekki verðugan að hafa réttindi héraðsdómslögmanns vegna alvarleika brotanna.„Eins og að vekja steinrunnið tröll af dvala“ „Okkar upplifun er sú að uppreist æra hafi verið misnotuð í þessu tilfelli. Að hlusta á það hér að forsetinn beri ekki ábyrgð, þó að hann skrifi undir, það þarf samt undirskrift hans, þetta hljómar fáránlega í eyrum fólks. Að þetta fari fyrir ríkisráð og ríkisstjórn og þeir hafi ekkert um þetta að segja, þetta hljómar líka fáránlega. Þetta sýnir líka að lögin um uppreist æru eru úr sér gengin,“ sagði Bergur. Hann benti síðan á það að Robert hefur aldrei játað sín brot eða viðurkennt þau þrátt fyrir ótvíræðan dóm Hæstaréttar um að hann hafi brotið alvarlega af sér. „Okkur finnst eins og að hann hafi sannað sakleysi sitt með uppreist æru. Þannig snýr þetta að okkur. Okkur finnst hann hafa misnotað lögin og komi til með að starfa sem lögmaður með sama viðhorfi og þegar hann braut af sér. Við höfum þurft að hafa hátt í 77 daga samfleytt, skrifa greinar, fara í fjölmiðlaviðtöl og skrifa inn á netmiðla til að það hafi heyrst í okkur. Þetta hefur verið eins og að vekja steinrunnið tröll af dvala,“ sagði Bergur.Verst þegar menn í yfirburðastöðu smætta brotin Hann sagði að smám saman hafi komið eyru og heyrt í þeim, nokkrir þingmenn hafi haft samband og að þau væru þakklát fyrir það. „En það versta er þegar þessi brot eru smættuð af opinberum aðilum í fjölmiðlum og þeir koma fram í fjölmiðlum og segja að til séu verri brot og því ætti ekki að vera að ræða þetta. Þetta gerist á sama tíma og stelpurnar eru heima hjá sér ælandi af áfallastreituröskun. [...] Að menn í yfirburðastöðu, eins og brotamaðurinn, haldi áfram að smætta brotin, það voru skelfilegustu tímarnir í þessu,“ sagði Bergur og beindi svo eftirfarandi til nefndarmanna: „Hysjið upp um ykkur buxurnar og skoðið þetta.“ Sjá má upptöku frá fyrsta innleggi Bergs á fundinum hér fyrir neðan.Hér má sjá upptöku frá fundinum í heild sinni. Uppreist æru Tengdar fréttir Segir erfitt að sannreyna góða hegðun sem er skilyrði fyrir uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. 30. ágúst 2017 12:11 Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, sem sat fyrir svörum hjá allsherjar-og menntamálanefnd þar sem fjallað var um uppreist æru segir að baráttan fyrir breytingum á reglum og verklagi varðandi uppreist æru hafi verið eins og vekja steinrunnið tröll af dvala. Þá finnist brotaþolum og aðstandendum eins og Robert hafi sannað sakleysi sitt með því að fá uppreist æru. Bergur hefur mikið látið til sín taka í sumar í varðandi þessi mál og farið fyrir brotaþolum og aðstandendum þeirra en Robert Downey fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Mál hans komst þó ekki í hámæli fyrr en í sumar eftir að Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Robert geti fengið lögmannsréttindi á ný. Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum.Misnotkun á uppreist æru og æðstu valdastofnunum samfélagsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem óskaði eftir fundinum, bað Berg um að lýsa því hvernig viðbrögð kerfisins í þessu máli hefðu haft áhrif á brotaþola. Bergur sagði að sú flétta sem hefði átt sér staði í máli Roberts Downey væri misnotkun á uppreist æru og æðstu valdastofnunum samfélagsins. Vísaði hann meðal annars í dóm Hæstaréttar í málinu sem svipti Robert starfsréttindum sínum og sagði hann ekki verðugan að hafa réttindi héraðsdómslögmanns vegna alvarleika brotanna.„Eins og að vekja steinrunnið tröll af dvala“ „Okkar upplifun er sú að uppreist æra hafi verið misnotuð í þessu tilfelli. Að hlusta á það hér að forsetinn beri ekki ábyrgð, þó að hann skrifi undir, það þarf samt undirskrift hans, þetta hljómar fáránlega í eyrum fólks. Að þetta fari fyrir ríkisráð og ríkisstjórn og þeir hafi ekkert um þetta að segja, þetta hljómar líka fáránlega. Þetta sýnir líka að lögin um uppreist æru eru úr sér gengin,“ sagði Bergur. Hann benti síðan á það að Robert hefur aldrei játað sín brot eða viðurkennt þau þrátt fyrir ótvíræðan dóm Hæstaréttar um að hann hafi brotið alvarlega af sér. „Okkur finnst eins og að hann hafi sannað sakleysi sitt með uppreist æru. Þannig snýr þetta að okkur. Okkur finnst hann hafa misnotað lögin og komi til með að starfa sem lögmaður með sama viðhorfi og þegar hann braut af sér. Við höfum þurft að hafa hátt í 77 daga samfleytt, skrifa greinar, fara í fjölmiðlaviðtöl og skrifa inn á netmiðla til að það hafi heyrst í okkur. Þetta hefur verið eins og að vekja steinrunnið tröll af dvala,“ sagði Bergur.Verst þegar menn í yfirburðastöðu smætta brotin Hann sagði að smám saman hafi komið eyru og heyrt í þeim, nokkrir þingmenn hafi haft samband og að þau væru þakklát fyrir það. „En það versta er þegar þessi brot eru smættuð af opinberum aðilum í fjölmiðlum og þeir koma fram í fjölmiðlum og segja að til séu verri brot og því ætti ekki að vera að ræða þetta. Þetta gerist á sama tíma og stelpurnar eru heima hjá sér ælandi af áfallastreituröskun. [...] Að menn í yfirburðastöðu, eins og brotamaðurinn, haldi áfram að smætta brotin, það voru skelfilegustu tímarnir í þessu,“ sagði Bergur og beindi svo eftirfarandi til nefndarmanna: „Hysjið upp um ykkur buxurnar og skoðið þetta.“ Sjá má upptöku frá fyrsta innleggi Bergs á fundinum hér fyrir neðan.Hér má sjá upptöku frá fundinum í heild sinni.
Uppreist æru Tengdar fréttir Segir erfitt að sannreyna góða hegðun sem er skilyrði fyrir uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. 30. ágúst 2017 12:11 Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Segir erfitt að sannreyna góða hegðun sem er skilyrði fyrir uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. 30. ágúst 2017 12:11
Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06
Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00