Enski boltinn

Skammast mín fyrir að vera hluti af kvennaboltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aluko í leik með Chelsea.
Aluko í leik með Chelsea. vísir/getty
Enska landsliðskonan Eni Aluko gerði allt vitlaust á Englandi er hún sakaði landsliðsþjálfarann, Mark Sampson, um kynþáttafordóma.

Það var víst ekki í fyrsta skipti sem Sampson er sakaður um kynþáttafordóma en enska knattspyrnusambandið hefur ekki refsað honum hingað til.

Enska knattspyrnusambandið rannsakaði sjálft þessar ásakanir og komst að því að þjálfarinn hefði ekki gert neitt rangt. Hann hafði beðið ættingja Aluko frá Nígeríu um að koma ekki með ebólu-vírusinn á Wembley.

Knattspyrnusambandið greiddi Aluko tæpar 11 milljónir króna fyrr á árinu í von um að hún færi ekki að vera með læti. Sambandið segist hafa látið hana fá peninga til þess að koma í veg fyrir vesen í aðdraganda EM.

„Ég skammast mín fyrir að vera hluti af kvennaboltanum í þessu landi. Ég veit ég er ekki ein um þá skoðun,“ sagði Aluko eftir að niðurstaða knattspyrnusambandsins lá fyrir.

Aluko spilar fyrir Chelsea og hefur leikið 102 landsleiki fyrir England.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×