Enski boltinn

Oxlade-Chamberlain hafnaði Chelsea og vill fara til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex-Oxlade Chamberlain.
Alex-Oxlade Chamberlain. Vísir/Getty
Alex Oxlade-Chamberlain, miðjumaður Arsenal, stóð til boða að ganga til liðs við Chelsea en hann hefur hafnað því. Þess í stað vill hann fara til Liverpool, samkvæmt frétt Sky Sports.

Arsenal var búið að samþykkja að selja leikmanninn til Chelsea fyrir 35 milljónir punda en Oxlade-Chamberlain hafnaði því.

Samningur hans við Arsenal rennur út í lok tímabilsins. Hann er sagður reiðubúinn að klára tímabilið með Lundúnarfélaginu eða fara til Liverpool, ef að félagið leggur fram tilboð í kappann og það verður samþykkt.

Hann hefur byrjað alla þrjá leiki Arsenal í deildinni til þessa á tímabilinu en er nú að undirbúa sig fyrir landsliðverkefni með Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×