Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 13. júní 2017 21:50 Session lagði áherslu á, í byrjun fundar, að það yrði að komast til botns í þessu máli þar sem afskipti annarra af kosningum væri ekki væri boðleg. Vísir/Getty Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Þetta er meðal þess sem kom fram í ávarpi Sessions í byrjun skýrslutökunnar sem er á vegum leyniþjónustunefndar öldungardeildarþingsins. Samkvæmt heimildum CNN hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verið að fylgjast með skýrslutöku Sessions.Ber fyrir sig trúnað Session lagði áherslu á, í byrjun fundar, að það yrði að komast til botns í þessu máli þar sem afskipti annarra af kosningum væri ekki væri boðleg. Hann sagðist þó ekki geta brotið trúnað sinn gagnvart forsetanum. Hann staðfesti að hann teldi það nokkuð augljóst að Rússar hefðu átt afskipti af kosningunum. Hins vegar hefði hann ekki fengið neinar sérstakar upplýsingar um það og að hans þekking á málinu kæmi aðallega úr fjölmiðlum. Hann hefði ekki fengið neina sérstaka kynningu á málinu. Session sagði jafnframt að hann gæti ekki svarað spurningum um það hvort að afskiptin hefðu borið á góma þegar hann ræddi við forsetann um Comey. Nefndarmenn hafa sótt hart að Sessions og ásakað hann um að tefja fyrir og neita að svara spurningum. Einn þeirra sagði hann standa í vegi fyrir rannsóknum nefndarinnar með þessum hætti. Samskipti við rússnesk yfirvöld Sessions hefur meðal annars verið ásakaður um að eiga í samskiptum við rússnesk yfirvöld, þá sérstaklega sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak, á Mayflower hótelinu í Washington DC þann 27. apríl 2016. Sessions var á hótelinu ásamt fylgismönnum Trumps sem flutti sína fyrstu framboðsræðu um utanríkismál. „Ég kom á hótelið og vissi ekki af því að hann væri þar. Ég man ekki eftir því að hafa vitað það. Ég átti í engum samskiptum við hann, hvorki fyrir né eftir þennan atburð,“ segir Sessions aðspurður um meintan fund sinn við Sergey Kislyak á Mayflower hótelinu í Washington. Kannski, kannski ekki Hann segist ekki vilja staðfesta það né neita því að hann hafi rætt við Trump um brottrekstur Comey. Ber hann enn og aftur fyrir sig trúnaðarskyldu. Ms. Feinstein, ein þeirra sem situr í leyniþjónustunefnd öldungardeildarþingsins, sagði þá að ef að svarið væri neikvætt þá ætti að vera auðvelt fyrir hann að segja ef svo væri. Comey svaraði því um hæl að það sama gilti um játandi svar hins vegar væri það ekki viðeigandi fyrir hann að upplýsa um persónuleg samtöl hans við forsetann. Sessions hélt því fram að hann hefði helgað sig góðum vinnubrögðum í sínu starfi og því sé ekkert að marka þær ásakanir sem komið hafa fram. Sessions lagði áherslu á að ásakanirnar hafi haft þveröfug áhrif að því leyti að þær hafi ekki ógnað honum heldur styrkt hann í sinni vissu. Hann segir ríkisstjórn Trumps koma hreint fram og gegnsæi sé þeim öllum mikilvægt. Ríkisstjórnin leggi áherslu á öryggi borgaranna gegn hryðjuverkum sem og glæpagengjum. Donald Trump Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36 Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26 Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38 Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 13. júní 2017 10:11 Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. 7. júní 2017 15:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Þetta er meðal þess sem kom fram í ávarpi Sessions í byrjun skýrslutökunnar sem er á vegum leyniþjónustunefndar öldungardeildarþingsins. Samkvæmt heimildum CNN hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verið að fylgjast með skýrslutöku Sessions.Ber fyrir sig trúnað Session lagði áherslu á, í byrjun fundar, að það yrði að komast til botns í þessu máli þar sem afskipti annarra af kosningum væri ekki væri boðleg. Hann sagðist þó ekki geta brotið trúnað sinn gagnvart forsetanum. Hann staðfesti að hann teldi það nokkuð augljóst að Rússar hefðu átt afskipti af kosningunum. Hins vegar hefði hann ekki fengið neinar sérstakar upplýsingar um það og að hans þekking á málinu kæmi aðallega úr fjölmiðlum. Hann hefði ekki fengið neina sérstaka kynningu á málinu. Session sagði jafnframt að hann gæti ekki svarað spurningum um það hvort að afskiptin hefðu borið á góma þegar hann ræddi við forsetann um Comey. Nefndarmenn hafa sótt hart að Sessions og ásakað hann um að tefja fyrir og neita að svara spurningum. Einn þeirra sagði hann standa í vegi fyrir rannsóknum nefndarinnar með þessum hætti. Samskipti við rússnesk yfirvöld Sessions hefur meðal annars verið ásakaður um að eiga í samskiptum við rússnesk yfirvöld, þá sérstaklega sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak, á Mayflower hótelinu í Washington DC þann 27. apríl 2016. Sessions var á hótelinu ásamt fylgismönnum Trumps sem flutti sína fyrstu framboðsræðu um utanríkismál. „Ég kom á hótelið og vissi ekki af því að hann væri þar. Ég man ekki eftir því að hafa vitað það. Ég átti í engum samskiptum við hann, hvorki fyrir né eftir þennan atburð,“ segir Sessions aðspurður um meintan fund sinn við Sergey Kislyak á Mayflower hótelinu í Washington. Kannski, kannski ekki Hann segist ekki vilja staðfesta það né neita því að hann hafi rætt við Trump um brottrekstur Comey. Ber hann enn og aftur fyrir sig trúnaðarskyldu. Ms. Feinstein, ein þeirra sem situr í leyniþjónustunefnd öldungardeildarþingsins, sagði þá að ef að svarið væri neikvætt þá ætti að vera auðvelt fyrir hann að segja ef svo væri. Comey svaraði því um hæl að það sama gilti um játandi svar hins vegar væri það ekki viðeigandi fyrir hann að upplýsa um persónuleg samtöl hans við forsetann. Sessions hélt því fram að hann hefði helgað sig góðum vinnubrögðum í sínu starfi og því sé ekkert að marka þær ásakanir sem komið hafa fram. Sessions lagði áherslu á að ásakanirnar hafi haft þveröfug áhrif að því leyti að þær hafi ekki ógnað honum heldur styrkt hann í sinni vissu. Hann segir ríkisstjórn Trumps koma hreint fram og gegnsæi sé þeim öllum mikilvægt. Ríkisstjórnin leggi áherslu á öryggi borgaranna gegn hryðjuverkum sem og glæpagengjum.
Donald Trump Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36 Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26 Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38 Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 13. júní 2017 10:11 Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. 7. júní 2017 15:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32
Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36
Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26
Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38
Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 13. júní 2017 10:11
Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. 7. júní 2017 15:30