Ísfirskir krakkar selja ferðamönnum lambaknús Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2017 14:30 Ungir frumkvöðlar á Ísafirði ásamt heimalningum. Frá vinstri eru: Sigurður, Ólafur og Fróði, allir 10 ára, og Guðrún, 8 ára. Martha Sigríður Örnólfsdóttir Börnin biðu eftir ferðamönnum í dag. Fjórir ísfirskir krakkar, sem nýkomnir eru í sumarfrí, hófu í dag að bjóða ferðamönnum að „hitta lömb og faðma þau“ fyrir 100 íslenskar krónur – eða 1 Bandaríkjadal. Móðir tveggja barnanna segir þau hafa hugsað sér gott til glóðarinnar þegar þau sáu skemmtiferðaskip, fullt af ferðamönnum, sigla í höfn á Ísafirði í morgun. Martha Sigríður Örnólfsdóttir er móðir tveggja hinna ungu frumkvöðla og vakti athygli á starfi þeirra í Facebook-færslu í dag. Í samtali við Vísi segir hún að börn sín, 8 og 10 ára gömul, séu nýkomin í sumarfrí. Þau, ásamt vinum sínum, hafi því þurft að finna sér eitthvað að gera en vel viðrar á Ísafirði í dag. „Við eigum kindur og erum með þær í Önundarfirði. Nú er sauðburður búinn en við sitjum uppi með tvo heimalninga. Í morgun sáu svo krakkarnir að það var komið skemmtiferðaskip og það fer svolítið af ferðamönnum hérna fram hjá húsinu okkar þegar skipin koma. Börnin ákváðu þess vegna að setja út skilti og bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Martha.Börnin hönnuðu skiltið sjálf.Martha Sigríður Örnólfsdóttir„Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar“Á skiltinu, sem börnin nota til að auglýsa þjónustu sína, stendur á ensku: „Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar,“ eða „Hittið lömb og faðmið þau fyrir 100 krónur eða einn dollara.“ Í dag hafa krakkarnir setið úti í garði og beðið eftir viðskiptavinum en lömbin tvö eru í girðingu fáeinum metrum frá. Aðspurð hvort einhverjir ferðamenn hafi bitið á agnið segir Marta svo ekki vera – enn þá. „Ferðamennirnir sem hafa átt leið hjá höfðu samt gaman að þessu, það eru náttúrulega aðallega rútur sem koma hérna eftir götunni,“ segir Martha. „En þau græddu nú nokkur bros,“ bætir hún við. Þrátt fyrir að krakkarnir hafi ekki grætt jafnmikið og gert var ráð fyrir í áætlunum segir Martha að ekki sé enn öll von úti varðandi framhald viðskiptaævintýrisins. „Það er spurning, það er aldrei að vita. Það er auðvitað ekki komið hámark á ferðaþjónustuna enn þá og um að gera að reyna að græða á þessum ferðamönnum.“Hér má sjá Facebook-færslu Mörthu frá því í dag: Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Börnin biðu eftir ferðamönnum í dag. Fjórir ísfirskir krakkar, sem nýkomnir eru í sumarfrí, hófu í dag að bjóða ferðamönnum að „hitta lömb og faðma þau“ fyrir 100 íslenskar krónur – eða 1 Bandaríkjadal. Móðir tveggja barnanna segir þau hafa hugsað sér gott til glóðarinnar þegar þau sáu skemmtiferðaskip, fullt af ferðamönnum, sigla í höfn á Ísafirði í morgun. Martha Sigríður Örnólfsdóttir er móðir tveggja hinna ungu frumkvöðla og vakti athygli á starfi þeirra í Facebook-færslu í dag. Í samtali við Vísi segir hún að börn sín, 8 og 10 ára gömul, séu nýkomin í sumarfrí. Þau, ásamt vinum sínum, hafi því þurft að finna sér eitthvað að gera en vel viðrar á Ísafirði í dag. „Við eigum kindur og erum með þær í Önundarfirði. Nú er sauðburður búinn en við sitjum uppi með tvo heimalninga. Í morgun sáu svo krakkarnir að það var komið skemmtiferðaskip og það fer svolítið af ferðamönnum hérna fram hjá húsinu okkar þegar skipin koma. Börnin ákváðu þess vegna að setja út skilti og bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Martha.Börnin hönnuðu skiltið sjálf.Martha Sigríður Örnólfsdóttir„Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar“Á skiltinu, sem börnin nota til að auglýsa þjónustu sína, stendur á ensku: „Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar,“ eða „Hittið lömb og faðmið þau fyrir 100 krónur eða einn dollara.“ Í dag hafa krakkarnir setið úti í garði og beðið eftir viðskiptavinum en lömbin tvö eru í girðingu fáeinum metrum frá. Aðspurð hvort einhverjir ferðamenn hafi bitið á agnið segir Marta svo ekki vera – enn þá. „Ferðamennirnir sem hafa átt leið hjá höfðu samt gaman að þessu, það eru náttúrulega aðallega rútur sem koma hérna eftir götunni,“ segir Martha. „En þau græddu nú nokkur bros,“ bætir hún við. Þrátt fyrir að krakkarnir hafi ekki grætt jafnmikið og gert var ráð fyrir í áætlunum segir Martha að ekki sé enn öll von úti varðandi framhald viðskiptaævintýrisins. „Það er spurning, það er aldrei að vita. Það er auðvitað ekki komið hámark á ferðaþjónustuna enn þá og um að gera að reyna að græða á þessum ferðamönnum.“Hér má sjá Facebook-færslu Mörthu frá því í dag:
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira