NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2017 11:15 Megyn Kelly hætti á Fox News fyrr á þessu ári og réð sig til NBC. Vísir/EPA Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC liggur nú undir harðri gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, þekktan samsæriskenningasmið, sem á að birtast á sunnudag. Jones hefur meðal annars haldið því fram að fjöldamorðið í Sandy Hook hafi verið sett á svið. Tuttugu börn og sex fullorðnir féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012. Jones, sem rekur vefsíðuna Infowars og heldur úti útvarpsþætti, hefur haldið því á lofti að bandarísk stjórnvöld hafi sett morðin á svið með barnaleikurum til að fá almenning til að styðja byssulöggjöf. Jones verður viðmælandi þáttastjórnandans Megyn Kelly á sunnudag. Foreldrar barna sem létust í fjöldamorðinu í Sandy Hook eru reiðir henni og NBC fyrir að gefa samsæriskenningum Jones aukið vægi með þessum hætti. Fylgjendur Jones áreita foreldra myrtra barnaReiði þeirra kemur ekki á óvart. Sumir aðstandendur þeirra sem voru myrt hafa orðið fyrir áreiti frá fólki sem trúir villtum samsæriskenningum Jones og sakar foreldra jafnvel um að taka þátt í gabbi. Alex Jones (t.v.) með Roger Stone, einum helsta ráðgjafa Trump í kosningabarátunni (f.m.).Vísir/AFP „Það er ekki bara hægt að setja hann í kassa og segja að hann sé bara karakter. Hann er virkilega að særa fólk,“ segir Nelba Márquez-Green sem missti sex ára gamla dóttur sína í harmleiknum við AP-fréttastofuna. Hún óttast að svo áberandi viðtal við Jones muni eggja fylgjendur hans áfram og áreiti þeirra muni aukast. Kelly átti að vera veislustjóri á árlegum viðburði aðgerðahóps gegn byssuofbeldi sem stofnaður var af nokkrum foreldrum frá Sandy Hook. Foreldrarnir hafa nú tilkynnt henni að nærveru hennar verði ekki óskað samkvæmt frétt Washington Post. Sandy Hook er fjarri því eina samsæriskenningin sem Jones hefur borið út á öldum ljósvakans. Hann deildi meðal annars framandlegri kenningu um að Hillary Clinton og aðrir demókratar rækju barnaníðingshring í kjallara flatbökustaðar í Washington-borg. Vopnaður maður var síðar handtekinn á staðnum sem sagðist vera að rannsaka hvort það væri satt. Jones sakaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, einnig um að eitra vatn í Bandaríkjum með þeim afleiðingum að froskar yrðu samkynhneigðir. Mærður af Trump og veitt blaðamannaskírteini Sjálf ver Kelly ákvörðun sína um að veita Jones rými í sjónvarpsdagskrá einnar stærstu sjónvarpsstöðvar landsins, meðal annars með því að Donald Trump forseti hafi lofað samsæriskenningasmiðinn í hástert. Infowars hafi einnig fengið tímabundin blaðamannaskilríki í Hvíta húsinu nýlega. „Margir þekkja hann ekki. Okkar hlutverk er að varpa ljósi,“ skrifaði Kelly á Twitter. POTUS's been on & praises @RealAlexJones' show. He's giving Infowars a WH press credential. Many don't know him; our job is 2 shine a light. https://t.co/5e88BJyqnz— Megyn Kelly (@megynkelly) June 12, 2017 Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Öfgasinnaðir hægri menn hafa lengi dreift rangri frétt um að Hillary Clinton reki barnaklámshring úr fyrirtækinu. 5. desember 2016 13:48 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC liggur nú undir harðri gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, þekktan samsæriskenningasmið, sem á að birtast á sunnudag. Jones hefur meðal annars haldið því fram að fjöldamorðið í Sandy Hook hafi verið sett á svið. Tuttugu börn og sex fullorðnir féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012. Jones, sem rekur vefsíðuna Infowars og heldur úti útvarpsþætti, hefur haldið því á lofti að bandarísk stjórnvöld hafi sett morðin á svið með barnaleikurum til að fá almenning til að styðja byssulöggjöf. Jones verður viðmælandi þáttastjórnandans Megyn Kelly á sunnudag. Foreldrar barna sem létust í fjöldamorðinu í Sandy Hook eru reiðir henni og NBC fyrir að gefa samsæriskenningum Jones aukið vægi með þessum hætti. Fylgjendur Jones áreita foreldra myrtra barnaReiði þeirra kemur ekki á óvart. Sumir aðstandendur þeirra sem voru myrt hafa orðið fyrir áreiti frá fólki sem trúir villtum samsæriskenningum Jones og sakar foreldra jafnvel um að taka þátt í gabbi. Alex Jones (t.v.) með Roger Stone, einum helsta ráðgjafa Trump í kosningabarátunni (f.m.).Vísir/AFP „Það er ekki bara hægt að setja hann í kassa og segja að hann sé bara karakter. Hann er virkilega að særa fólk,“ segir Nelba Márquez-Green sem missti sex ára gamla dóttur sína í harmleiknum við AP-fréttastofuna. Hún óttast að svo áberandi viðtal við Jones muni eggja fylgjendur hans áfram og áreiti þeirra muni aukast. Kelly átti að vera veislustjóri á árlegum viðburði aðgerðahóps gegn byssuofbeldi sem stofnaður var af nokkrum foreldrum frá Sandy Hook. Foreldrarnir hafa nú tilkynnt henni að nærveru hennar verði ekki óskað samkvæmt frétt Washington Post. Sandy Hook er fjarri því eina samsæriskenningin sem Jones hefur borið út á öldum ljósvakans. Hann deildi meðal annars framandlegri kenningu um að Hillary Clinton og aðrir demókratar rækju barnaníðingshring í kjallara flatbökustaðar í Washington-borg. Vopnaður maður var síðar handtekinn á staðnum sem sagðist vera að rannsaka hvort það væri satt. Jones sakaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, einnig um að eitra vatn í Bandaríkjum með þeim afleiðingum að froskar yrðu samkynhneigðir. Mærður af Trump og veitt blaðamannaskírteini Sjálf ver Kelly ákvörðun sína um að veita Jones rými í sjónvarpsdagskrá einnar stærstu sjónvarpsstöðvar landsins, meðal annars með því að Donald Trump forseti hafi lofað samsæriskenningasmiðinn í hástert. Infowars hafi einnig fengið tímabundin blaðamannaskilríki í Hvíta húsinu nýlega. „Margir þekkja hann ekki. Okkar hlutverk er að varpa ljósi,“ skrifaði Kelly á Twitter. POTUS's been on & praises @RealAlexJones' show. He's giving Infowars a WH press credential. Many don't know him; our job is 2 shine a light. https://t.co/5e88BJyqnz— Megyn Kelly (@megynkelly) June 12, 2017
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Öfgasinnaðir hægri menn hafa lengi dreift rangri frétt um að Hillary Clinton reki barnaklámshring úr fyrirtækinu. 5. desember 2016 13:48 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Öfgasinnaðir hægri menn hafa lengi dreift rangri frétt um að Hillary Clinton reki barnaklámshring úr fyrirtækinu. 5. desember 2016 13:48