Erlent

Shkreli selur Wu-Tang plötuna einstöku á Ebay

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eins og staðan er núna þarf um eina milljón dollara til að fjárfesta í plötunni.
Eins og staðan er núna þarf um eina milljón dollara til að fjárfesta í plötunni. Mynd/Skjáskot
Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og maðurinn sem kallaðir hefur verið hataðasti maður internetsins hefur sett eintak sitt af eintakri Wu-Tang plötu til sölu á Ebay.

Eintak Shkreli er eina eintakið sem til er af plötunni sem nefnist Once Upon a Time in Shaolin. Líkt og Vísir hefur fjallað um keypti Skhreli plötuna á uppboði. Platan er afar vegleg enda talið að Skhreli hafi greitt um tvær milljónir bandaríkjadollara fyrir plötuna

Milljarðamæringurinn óvinsæli komst fyrst í fréttirnar þegar upp komst að lyfjafyrirtæki hans hefði hækkað verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi. Hann var nýverið fundinn sekur um fjársvik.

Skhreli auglýsti plötuna til sölu á uppboðsvefnum Ebay og var lægsta mögulega boð einn dollari. Hæsta boð þegar þetta er skrifað er rétt rúmlega ein milljón dollara.

Áhugasamir kaupendur geta boðið í plötuna hér.


Tengdar fréttir

Martin Shkreli fundinn sekur um fjársvik

Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, hefur verið dæmdur fyrir fjársvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×