Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2017 07:00 Flóð hrjá íbúa norðurstrandar Haítí eftir að Irma gekk þar yfir. Nordicphotos/AFP Hálfri milljón hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín í Flórída vegna fellibylsins Irmu sem spáð er að gangi á land í suðurhluta ríkisins á morgun. Framkvæmdastjóri almannavarna Bandaríkjanna varaði í gær við yfirvofandi gjöreyðileggingu. Irma hefur undanfarna daga skilið eftir sig sviðna jörð á eyjum Karíbahafsins og hafa að minnsta kosti tuttugu látið lífið í hamförunum en alls er stormurinn sagður hafa haft mikil áhrif á líf 1,2 milljóna manna. Líklegt þykir að báðar tölur muni hækka verulega. Fellibylurinn var í gær lækkaður úr fimmta stigi niður í það fjórða, sem þó þýðir að stormurinn sé afar hættulegur. Bandaríska veðurstofan greindi frá því í gær að líklega yrði meðalvindhraði Irmu um 74 metrar á sekúndu þegar stormurinn skellur að öllum líkindum á Flórída. Greindi veðurstofan frá því í gær að vegna Irmu gæti suðurhluti Flórída orðið óbyggilegur í vikur, jafnvel mánuði.Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, á blaðamannafundi í gær. Á bak við hann má sjá Marco Rubio, öldungadeildarþingmann ríkisins.Nordicphotos/AFP„Fellibylurinn Irma heldur áfram að vera alvarleg ógn og mun Irma valda gjöreyðileggingu í Bandaríkjunum, annaðhvort í Flórída eða í öðrum ríkjum á suðausturströnd Bandaríkjanna,“ sagði Brock Long, framkvæmdastjóri almannavarna vestanhafs, í gær. Langlíklegast þykir að Flórída verði fyrir barðinu á storminum. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, tók undir með Long í gær og varaði við fellibylnum. „Við höfum ekki miklu lengri tíma. Ef þú ert á svæði þar sem búið er að fyrirskipa rýmingu þá þarftu að flýta þér og yfirgefa svæðið samstundis,“ sagði Scott á blaðamannafundi í gær og bætti því við að hægt væri að endurreisa heimili, hins vegar væri ekki hægt að vekja fólk upp frá dauðum. „Ef þú skoðar stærð stormsins sérðu að hann er risavaxinn. Hann er breiðari en Flórídaríki og er bæði hættulegur fólki og innviðum,“ sagði Scott enn fremur. Irma gekk yfir Turks og Kaíkoseyjar í gær sem og Hispanjólu og olli þar nokkru tjóni, bæði vegna mikilla vinda og rigningar. BBC greindi frá því að á Turks og Kaíkos, þar sem 35.000 manns búa, hefðu eyjaskeggjar fundið allhressilega fyrir því þegar loftþrýstingur tók dýfu. Reif Irma þök af byggingum höfuðborgarinnar, olli miklum flóðum, sleit háspennulínur og olli rafmagnsleysi. Á Hispanjólu, þar sem eru ríkin Haítí og Dóminíska lýðveldið, olli Irma sams konar tjóni, þó einkum á norðurströndinni. Í samtali við BBC sagði John Freeman, ríkisstjóri Turks og Kaíkos, að vel hefði tekist til við rýmingu en því var beint til íbúa á láglendi Turks og Kaíkos að koma sér eins hátt upp og unnt var. Hæsti punktur eyjanna er þó einungis fimmtíu metra yfir sjávarmáli. Í dag er svo búist við því að mesti stormurinn gangi yfir austur- og miðhluta Kúbu á meðan auga stormsins á að ganga á milli norðurstrandar Kúbu og Bahamaeyja, að því er kemur fram í spá Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC). Fréttavefur Reuters greindi frá því í gær að um fimmtíu þúsund ferðamenn hefðu flúið Kúbu til þess að verða ekki fyrir barðinu á ofsaveðrinu. Voru vinsælir ferðamannastaðir og hótel á norðurströnd eyjunnar til að mynda galtóm í gær. Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Hálfri milljón hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín í Flórída vegna fellibylsins Irmu sem spáð er að gangi á land í suðurhluta ríkisins á morgun. Framkvæmdastjóri almannavarna Bandaríkjanna varaði í gær við yfirvofandi gjöreyðileggingu. Irma hefur undanfarna daga skilið eftir sig sviðna jörð á eyjum Karíbahafsins og hafa að minnsta kosti tuttugu látið lífið í hamförunum en alls er stormurinn sagður hafa haft mikil áhrif á líf 1,2 milljóna manna. Líklegt þykir að báðar tölur muni hækka verulega. Fellibylurinn var í gær lækkaður úr fimmta stigi niður í það fjórða, sem þó þýðir að stormurinn sé afar hættulegur. Bandaríska veðurstofan greindi frá því í gær að líklega yrði meðalvindhraði Irmu um 74 metrar á sekúndu þegar stormurinn skellur að öllum líkindum á Flórída. Greindi veðurstofan frá því í gær að vegna Irmu gæti suðurhluti Flórída orðið óbyggilegur í vikur, jafnvel mánuði.Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, á blaðamannafundi í gær. Á bak við hann má sjá Marco Rubio, öldungadeildarþingmann ríkisins.Nordicphotos/AFP„Fellibylurinn Irma heldur áfram að vera alvarleg ógn og mun Irma valda gjöreyðileggingu í Bandaríkjunum, annaðhvort í Flórída eða í öðrum ríkjum á suðausturströnd Bandaríkjanna,“ sagði Brock Long, framkvæmdastjóri almannavarna vestanhafs, í gær. Langlíklegast þykir að Flórída verði fyrir barðinu á storminum. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, tók undir með Long í gær og varaði við fellibylnum. „Við höfum ekki miklu lengri tíma. Ef þú ert á svæði þar sem búið er að fyrirskipa rýmingu þá þarftu að flýta þér og yfirgefa svæðið samstundis,“ sagði Scott á blaðamannafundi í gær og bætti því við að hægt væri að endurreisa heimili, hins vegar væri ekki hægt að vekja fólk upp frá dauðum. „Ef þú skoðar stærð stormsins sérðu að hann er risavaxinn. Hann er breiðari en Flórídaríki og er bæði hættulegur fólki og innviðum,“ sagði Scott enn fremur. Irma gekk yfir Turks og Kaíkoseyjar í gær sem og Hispanjólu og olli þar nokkru tjóni, bæði vegna mikilla vinda og rigningar. BBC greindi frá því að á Turks og Kaíkos, þar sem 35.000 manns búa, hefðu eyjaskeggjar fundið allhressilega fyrir því þegar loftþrýstingur tók dýfu. Reif Irma þök af byggingum höfuðborgarinnar, olli miklum flóðum, sleit háspennulínur og olli rafmagnsleysi. Á Hispanjólu, þar sem eru ríkin Haítí og Dóminíska lýðveldið, olli Irma sams konar tjóni, þó einkum á norðurströndinni. Í samtali við BBC sagði John Freeman, ríkisstjóri Turks og Kaíkos, að vel hefði tekist til við rýmingu en því var beint til íbúa á láglendi Turks og Kaíkos að koma sér eins hátt upp og unnt var. Hæsti punktur eyjanna er þó einungis fimmtíu metra yfir sjávarmáli. Í dag er svo búist við því að mesti stormurinn gangi yfir austur- og miðhluta Kúbu á meðan auga stormsins á að ganga á milli norðurstrandar Kúbu og Bahamaeyja, að því er kemur fram í spá Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC). Fréttavefur Reuters greindi frá því í gær að um fimmtíu þúsund ferðamenn hefðu flúið Kúbu til þess að verða ekki fyrir barðinu á ofsaveðrinu. Voru vinsælir ferðamannastaðir og hótel á norðurströnd eyjunnar til að mynda galtóm í gær.
Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira