Innlent

Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Þær Haniye og Mary hafa báðar verið á flótta allt sitt líf. Foreldrar þeirra sóttu um hæli fyrir þær á landi en því var hafnað af yfirvöldum. Þær verða því brátt sendar úr landi.
Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda. Hún segir að ekki sé horft nægilega til sjónarhorns barnsins við mat á umsókn um alþjóðlega vernd.  

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun undir yfirskriftinni #ekkiíokkarnafni en þau eru haldin vegna ákvörðunar Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála um að hafna beiðni tveggja fjölskyldna um vernd á Íslandi.

Tvær ungar stúlkur, þær Mary átta ára og Haniye ellefu ára, eru í sitthvorri fjölskyldunni, en þær eiga það sameiginlegt að vera fæddar á flótta. Um tólf hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmælin en stúlkurnar verða sendar úr landi á allra næstu dögum.

„Embættið hefur haft áhyggjur á undanförnum misserum að stöðu barna sem eru í leit alþjóðlegri vernd á Íslandi. Og við höfum haft áhyggjur af því að þegar það er verið að meta hvort þau fái vernd hér að þá sé ekki tekið mið af því að börn hafa sjálfstæðan rétt samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Salvör Nordal, Umboðsmaður barna. 

Hún segir að stjórnvöldum beri að fylgja ákvæðum Barnasáttmálans þegar teknar eru ákvarðanir um það hvort veita eigi barni eða barnafjölskyldum alþjóðlega vernd. „og síðan höfum við vísbendingar um það að ekki sé nægilega leitað sjónarhorns barnsins þannig að það fái að tjá sig um það hvað það vill og upplifun barsins,“ segir Salvör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×