Heavy metallinn hljómar áfram á Anfield Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2017 23:15 Liverpool-menn fagna einu fjögurra marka sinna gegn Arsenal. vísir/getty Frammistaðan var fullkomin og úrslit voru afleiðing af frammistöðunni,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, himinlifandi eftir 4-0 stórsigur liðsins á Arsenal um síðasta sunnudag. Það er eðlilegt að Klopp hafi verið í skýjunum eftir frammistöðuna gegn Arsenal enda bar hún öll „höfundareinkenni“ Þjóðverjans. Liverpool setti leikmenn Arsenal undir stífa pressu og þegar boltinn vannst sótti Rauði herinn hratt og af krafti. Liverpool skoraði þrjú mörk eftir skyndisóknir og þau hefðu getað orðið fleiri. Þetta var sannkallaður „heavy metal“ fótbolti eins og Klopp hefur kallað leikstílinn sem hann predikar. Góð vika átti eftir að verða enn betri því áður en félagaskiptaglugginn lokaðist keypti Liverpool Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal og Naby Keïta frá RB Leipzig. Sá síðarnefndi gengur þó ekki í raðir Liverpool fyrr en næsta sumar. Bítlaborgarfélagið hélt líka Philippe Coutinho sem hefur verið þrálátlega orðaður við Barcelona í nær allt sumar. Brassinn hefur ekkert spilað með Liverpool það sem af er tímabils en því var borið að hann glímdi við bakmeiðsli.Alex Oxlade-Chamberlain og Sadio Mané eru orðnir samherjar hjá Liverpool.vísir/gettyFyrr í sumar fékk Liverpool Dominic Solanke, ungan og efnilegan framherja frá Chelsea, Andrew Robertson frá Hull City og Mohamed Salah frá Roma. Sá síðastnefndi hefur farið frábærlega af stað í rauða búningnum og Liverpool er ekki árennilegt með Salah og Sadio Mané sinn á hvorum kantinum. Stuðningsmenn Liverpool geta líka glaðst yfir því að Mané verður með liðinu allt tímabilið, að því gefnu að hann haldist heill. Fjarvera Manés vegna Afríkukeppninnar setti stórt strik í reikninginn hjá Liverpool í fyrra en liðið vann aðeins einn af sjö leikjum sínum á því tímabili. Sóknarleikurinn verður væntanlega ekki vandamál hjá Liverpool í vetur. Varnarleikurinn er meira spurningarmerki. Liverpool fékk á sig 42 mörk á síðasta tímabili og gamlir draugar létu á sér kræla í 1. umferðinni þar sem Liverpool fékk á sig þrjú mörk gegn Watford. Tvö þeirra komu eftir föst leikatriði sem Rauði herinn hefur átt í miklum vandræðum með að verjast síðan Klopp tók við. Það er eitthvað sem Þjóðverjinn þarf að laga ef hann ætlar að koma Liverpool ofar í töfluna.Jürgen Klopp er á sínu þriðja tímabili hjá Liverpool.Vísir/GettyLiverpool tókst ekki að landa Hollendingnum Virgil van Dijk áður en félagaskiptaglugginn lokaðist og breiddin í miðvarðastöðunum er ekki mikil. Joël Matip þarf að haldast heill en hann er einn mikilvægasti leikmaður Liverpool. Á síðasta tímabili fékk liðið 2,03 stig í leikjum sem hann spilaði en aðeins 1,59 stig úr leikjunum sem Kamerúninn missti af. Liverpool var ekki með í Evrópukeppni á síðasta tímabili en álagið í vetur verður meira þar sem liðið er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Klopp þarf að nýta leikmannahópinn skynsamlega því leikstíll Liverpool útheimtir mikla orku. Klopp er í guðatölu hjá Liverpool og svo lengi sem hann verður hjá félaginu hljómar heavy metallinn á Anfield. Þjóðverjinn þarf bara að passa að feilnóturnar verði ekki of margar.Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um enska boltann 2. september síðastliðinn. Enski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Frammistaðan var fullkomin og úrslit voru afleiðing af frammistöðunni,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, himinlifandi eftir 4-0 stórsigur liðsins á Arsenal um síðasta sunnudag. Það er eðlilegt að Klopp hafi verið í skýjunum eftir frammistöðuna gegn Arsenal enda bar hún öll „höfundareinkenni“ Þjóðverjans. Liverpool setti leikmenn Arsenal undir stífa pressu og þegar boltinn vannst sótti Rauði herinn hratt og af krafti. Liverpool skoraði þrjú mörk eftir skyndisóknir og þau hefðu getað orðið fleiri. Þetta var sannkallaður „heavy metal“ fótbolti eins og Klopp hefur kallað leikstílinn sem hann predikar. Góð vika átti eftir að verða enn betri því áður en félagaskiptaglugginn lokaðist keypti Liverpool Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal og Naby Keïta frá RB Leipzig. Sá síðarnefndi gengur þó ekki í raðir Liverpool fyrr en næsta sumar. Bítlaborgarfélagið hélt líka Philippe Coutinho sem hefur verið þrálátlega orðaður við Barcelona í nær allt sumar. Brassinn hefur ekkert spilað með Liverpool það sem af er tímabils en því var borið að hann glímdi við bakmeiðsli.Alex Oxlade-Chamberlain og Sadio Mané eru orðnir samherjar hjá Liverpool.vísir/gettyFyrr í sumar fékk Liverpool Dominic Solanke, ungan og efnilegan framherja frá Chelsea, Andrew Robertson frá Hull City og Mohamed Salah frá Roma. Sá síðastnefndi hefur farið frábærlega af stað í rauða búningnum og Liverpool er ekki árennilegt með Salah og Sadio Mané sinn á hvorum kantinum. Stuðningsmenn Liverpool geta líka glaðst yfir því að Mané verður með liðinu allt tímabilið, að því gefnu að hann haldist heill. Fjarvera Manés vegna Afríkukeppninnar setti stórt strik í reikninginn hjá Liverpool í fyrra en liðið vann aðeins einn af sjö leikjum sínum á því tímabili. Sóknarleikurinn verður væntanlega ekki vandamál hjá Liverpool í vetur. Varnarleikurinn er meira spurningarmerki. Liverpool fékk á sig 42 mörk á síðasta tímabili og gamlir draugar létu á sér kræla í 1. umferðinni þar sem Liverpool fékk á sig þrjú mörk gegn Watford. Tvö þeirra komu eftir föst leikatriði sem Rauði herinn hefur átt í miklum vandræðum með að verjast síðan Klopp tók við. Það er eitthvað sem Þjóðverjinn þarf að laga ef hann ætlar að koma Liverpool ofar í töfluna.Jürgen Klopp er á sínu þriðja tímabili hjá Liverpool.Vísir/GettyLiverpool tókst ekki að landa Hollendingnum Virgil van Dijk áður en félagaskiptaglugginn lokaðist og breiddin í miðvarðastöðunum er ekki mikil. Joël Matip þarf að haldast heill en hann er einn mikilvægasti leikmaður Liverpool. Á síðasta tímabili fékk liðið 2,03 stig í leikjum sem hann spilaði en aðeins 1,59 stig úr leikjunum sem Kamerúninn missti af. Liverpool var ekki með í Evrópukeppni á síðasta tímabili en álagið í vetur verður meira þar sem liðið er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Klopp þarf að nýta leikmannahópinn skynsamlega því leikstíll Liverpool útheimtir mikla orku. Klopp er í guðatölu hjá Liverpool og svo lengi sem hann verður hjá félaginu hljómar heavy metallinn á Anfield. Þjóðverjinn þarf bara að passa að feilnóturnar verði ekki of margar.Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um enska boltann 2. september síðastliðinn.
Enski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti