Enski boltinn

Coutinho ekki í hóp hjá Liverpool

Það var létt yfir Coutinho á æfingu í gær.
Það var létt yfir Coutinho á æfingu í gær. Vísir/Getty
Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho er ekki í leikmannahópi Liverpool sem mætir Manchester City í stórleik morgundagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Coutinho er kominn aftur til Englands eftir að hafa verið með landsliði Brasilíu síðustu dagana. Hann hefur ekkert spilað með Liverpool til þessa á tímabilinu.

Brasilíumaðurinn óskaði eftir því að verða seldur frá félaginu en Barcelona hafði áhuga á að fá kappann. Liverpool er sagt hafa hafnað þremur tilboðum Börsunga í Coutinho.

Hann æfði með leikmannahópi Liverpool í gær en Jürgen Klopp, stjóri liðsins, staðfesti á blaðamannafundi í dag að hann yrði ekki með.

„Við fengum allar upplýsingar um æfingar hans með brasilíska liðinu og það leit allt saman vel út. Hann hefði vel getað spilað í 15-20 mínútur gegn City en mér fannst það skynsamlegra að hvíla hann um helgina,“ sagði Klopp.

„Hann [Coutinho] var algjörlega sammála því. Við áttum gott spjall.“


Tengdar fréttir

Svona var gluggadagurinn

Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×