Sex mánaða nálgunarbann vegna ítrekaðra hótana gegn konu og barni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2017 10:48 Konan og barnið voru talin stafa raunveruleg hætta af manninum. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni og brottvísun af heimili gagnvart konu og barni. Í greinargerð barnaverndarnefndar sem fylgir úrskurði héraðsdóms er upphaf málsins takið til ársins 2014. Þá sótti maðurinn barnið á leikskóla í leyfisleysi, ók með það út fyrir höfuðborgarsvæðið og samkvæmt nafnlausri tilkynningu til yfirvalda, hótaði hann að svipta sig og barnið lífi. Þar kemur einnig fram að maðurinn hafi ítrekað sótt barnið á leikskólann þar sem hann hafi haft uppi ógnandi hegðun og gróft málfar í garð starfsmanna. Þurfti starfsfólk leikskólans að setja sér sérstaka viðbragðsáætlun til þess að bregðast við þessu athæfi mannsins. Konunni var útvegaður neyðarhnappur en maðurinn sendi henni ógnandi sms-skilaboð í febrúar og ágúst á þessu ári. Skilaboðin og hótanirnar sem fólst í þeim voru kærðar til lögreglu.Skilaboðin sem kærð voru til lögreglu„„Styttist í að ég losna við gipsið og þá verður það bara ofbeldi gegn ofbeldi“ (sent 23. febrúar). „Laungu komin tími á að þú upplifir að tapa barninu þínu!!!!!“ (sent 8. ágúst). “..þú hefur ennþá 2 daga til að leyfa mér að hitta [...] annars áttu eftir að grenja eins og stúngin grís í marga mánuði og ár“ (sent 9. ágúst)“ .Þá kemur einnig fram í úrskurði héraðsdóms að maðurinn sæti nú þegar nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni vegna hótana og ofbeldis og að tvær ákærur hafi verið gefnar út á hendur honum vegna ofbeldisbrota í hennar garð. Er það mat barnaverndarnefndar að konunni og barninu stafi raunveruleg hætta af manninum og að hann muni halda áfram ofsóknum sínum í þeirra garð. Var manninum því gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði, þannig að lagt verði bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar og barnsins, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilin, mælt frá miðju. Jafnframt var lagt bann við því að maðurinn veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni og brottvísun af heimili gagnvart konu og barni. Í greinargerð barnaverndarnefndar sem fylgir úrskurði héraðsdóms er upphaf málsins takið til ársins 2014. Þá sótti maðurinn barnið á leikskóla í leyfisleysi, ók með það út fyrir höfuðborgarsvæðið og samkvæmt nafnlausri tilkynningu til yfirvalda, hótaði hann að svipta sig og barnið lífi. Þar kemur einnig fram að maðurinn hafi ítrekað sótt barnið á leikskólann þar sem hann hafi haft uppi ógnandi hegðun og gróft málfar í garð starfsmanna. Þurfti starfsfólk leikskólans að setja sér sérstaka viðbragðsáætlun til þess að bregðast við þessu athæfi mannsins. Konunni var útvegaður neyðarhnappur en maðurinn sendi henni ógnandi sms-skilaboð í febrúar og ágúst á þessu ári. Skilaboðin og hótanirnar sem fólst í þeim voru kærðar til lögreglu.Skilaboðin sem kærð voru til lögreglu„„Styttist í að ég losna við gipsið og þá verður það bara ofbeldi gegn ofbeldi“ (sent 23. febrúar). „Laungu komin tími á að þú upplifir að tapa barninu þínu!!!!!“ (sent 8. ágúst). “..þú hefur ennþá 2 daga til að leyfa mér að hitta [...] annars áttu eftir að grenja eins og stúngin grís í marga mánuði og ár“ (sent 9. ágúst)“ .Þá kemur einnig fram í úrskurði héraðsdóms að maðurinn sæti nú þegar nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni vegna hótana og ofbeldis og að tvær ákærur hafi verið gefnar út á hendur honum vegna ofbeldisbrota í hennar garð. Er það mat barnaverndarnefndar að konunni og barninu stafi raunveruleg hætta af manninum og að hann muni halda áfram ofsóknum sínum í þeirra garð. Var manninum því gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði, þannig að lagt verði bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar og barnsins, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilin, mælt frá miðju. Jafnframt var lagt bann við því að maðurinn veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira