Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. september 2017 06:00 Undanfarna viku hefur fjallgöngufólk orðið vart við stóran málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar. Kassi þessi er merktur Special K orkustykkjum frá Kellogg’s í bak og fyrir og er göngugörpum boðið að fá sér. Um er að ræða auglýsingaherferð sem Nói Síríus, umboðsaðili Kellogg’s á Íslandi, stendur fyrir. Fyrirtækið segist hafa fengið leyfi fyrir uppátækinu en Reykjavíkurborg er á öðru máli og mun fara fram á að kassinn verði fjarlægður. „Við höfðum samband við Reykjavíkurborg, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Kjalarness. Það var vel tekið í þetta af öllum aðilum og þeir veittu leyfi,“ segir Ingi Einar Sigurðsson, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríusi. Borið hefur á umræðum um sóðaskap vegna umbúðanna en Ingi segir fyrirtækið hafa brýnt fyrir fólki að taka umbúðirnar með sér niður, hvort sem það sé af Special K eða öðru. Reglulegar ferðir séu farnar upp til að skoða aðstæður og tína upp ef eitthvað er. Herferð þessi er líka leikur þar sem göngugarpar geta tekið mynd af sér með orkustykkin og átt möguleika á að vinna árskort í World Class og ársbirgðir af Kellogg’s svo eitthvað nefnt. Frá því að kassinn fór upp 31. ágúst hafa göngugarpar sporðrennt hátt í 3.500 stykkjum og átti kassinn að fá að standa til 13. september. Eitthvað gæti það þó breyst því hjá Reykjavíkurborg fengust þau svör að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir þessari útfærslu á uppátækinu. „Að sögn umsjónarmanns afnotaleyfa létu þeir borgina vita símleiðis að þeir hygðust gefa orkustykki en þeir fengu ekki leyfi til að koma fyrir kassa í borgarlandinu eða auglýsingu á staðnum. Ekki var litið á það sem óleyfilegt athæfi ef um stakan viðburð væri að ræða en að koma þarna fyrir eftirlitslausum kassa, sem er ekkert annað en auglýsing, er óleyfisframkvæmd,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. „Fyrirtækið verður því beðið um að fjarlægja þetta úr Esjuhlíðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Undanfarna viku hefur fjallgöngufólk orðið vart við stóran málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar. Kassi þessi er merktur Special K orkustykkjum frá Kellogg’s í bak og fyrir og er göngugörpum boðið að fá sér. Um er að ræða auglýsingaherferð sem Nói Síríus, umboðsaðili Kellogg’s á Íslandi, stendur fyrir. Fyrirtækið segist hafa fengið leyfi fyrir uppátækinu en Reykjavíkurborg er á öðru máli og mun fara fram á að kassinn verði fjarlægður. „Við höfðum samband við Reykjavíkurborg, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Kjalarness. Það var vel tekið í þetta af öllum aðilum og þeir veittu leyfi,“ segir Ingi Einar Sigurðsson, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríusi. Borið hefur á umræðum um sóðaskap vegna umbúðanna en Ingi segir fyrirtækið hafa brýnt fyrir fólki að taka umbúðirnar með sér niður, hvort sem það sé af Special K eða öðru. Reglulegar ferðir séu farnar upp til að skoða aðstæður og tína upp ef eitthvað er. Herferð þessi er líka leikur þar sem göngugarpar geta tekið mynd af sér með orkustykkin og átt möguleika á að vinna árskort í World Class og ársbirgðir af Kellogg’s svo eitthvað nefnt. Frá því að kassinn fór upp 31. ágúst hafa göngugarpar sporðrennt hátt í 3.500 stykkjum og átti kassinn að fá að standa til 13. september. Eitthvað gæti það þó breyst því hjá Reykjavíkurborg fengust þau svör að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir þessari útfærslu á uppátækinu. „Að sögn umsjónarmanns afnotaleyfa létu þeir borgina vita símleiðis að þeir hygðust gefa orkustykki en þeir fengu ekki leyfi til að koma fyrir kassa í borgarlandinu eða auglýsingu á staðnum. Ekki var litið á það sem óleyfilegt athæfi ef um stakan viðburð væri að ræða en að koma þarna fyrir eftirlitslausum kassa, sem er ekkert annað en auglýsing, er óleyfisframkvæmd,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. „Fyrirtækið verður því beðið um að fjarlægja þetta úr Esjuhlíðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira